Innlent

Ríkislögreglustjóri kannast ekki við beiðni um kynjablöndun

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/Vilhelm
Embætti ríkislögreglustjóra segist ekki hafa fengið beiðni frá frönskum yfirvöldum um að átta manna hópur lögregluþjóna sem sendur yrði til Frakklands í sumar yrði kynjablandaður. Í hópnum eru eingöngu karlar en Eyjan birti í dag frétt um að urgur væri meðal lögreglukvenna vegna þess.

Þar er haft eftir heimildum að í beiðni franskra yfirvalda um aðstoð hafi verið tekið fram að hópurinn ætti að vera kynjablandaður og að lögð yrði áhersla á að framganga lögregluþjónanna myndi einkennast af mjúkri stefnu. Tekið er fram að fyrirspurn hafi verið send þar sem spurt var út í hvort að frönsk yfirvöld hefðu sett fram einhver fyrirmæli um uppbyggingu hópsins en því var ekki svarað.

Í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra segir að nú sé búið að fara gögnin frá Frakklandi og þar sé ekki að finna tilmæli um uppbyggingu hópsins, né tilmælum um framgöngu lögregluþjónanna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×