Lífið

Draumaíbúð í húsi sem stóð áður við Laugaveg en er nú í Vesturbænum

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega smekkleg hæð.
Einstaklega smekkleg hæð. vísir
Fasteignasalan Híbýli er með einstaklega fallega hæð á söluskrá í vesturbæ Reykjavíkur, nánar tiltekið í húsi við Álagranda.

Fasteignamat eignarinnar er tæplega 52 milljónir króna en ásett verð er 61,8 milljónir. Húsið var byggt árið 1922 og var áður staðsett við Laugaveg 86 en flutt á núverandi stað árið 2005. Það hefur því gríðarlega mikla sögu sem gaman er að kynna sér.

Húsið er allt mikið uppgert og fylgir eigninni aukaíbúð í kjallaranum. Einnig fylgir bílskúr með íbúðinni.

Tvö svefnherbergi eru á hæðinni og tvö baðherbergi. Eins og sjá má á meðfylgjandi myndum hefur mikið verið gert fyrir íbúðina sem er hin glæsilegasta. Garðurinn er mjög snyrtilegur með niðurgröfnum sólpalli og fínum grasbletti. Hér að neðan má sjá myndir innan úr íbúðunni sem og kjallaraíbúðinni.

Smekkleg 40 fermetra íbúð í kjallaranum.





Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.