Chicharito sár út í Manchester United og Real Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. júní 2016 17:45 Javier Hernandez fagnar marki í leik með Bayer Leverkusen. Vísir/Getty Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito. Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira
Javier Hernandez, markaskorarinn mikli frá Mexíkó, átti mjög flott tímabil með þýska liðinu Bayer Leverkusen en hann grætur það samt að hafa ekki fengið að njóta sín hjá Manchester United eða Real Madrid. Chicharito eins og hann er jafnan kallaður er nú kominn til móts við landsliðið þar sem Mexíkó keppir í hundrað ára afmælisútgáfu af Ameríkukeppninni sem fer fram í Bandaríkjunum í júní og verður í beinni á Stöð 2 Sport. Chicharito skoraði eina markið þegar Mexíkó vann 1-0 sigur á Síle í síðasta undirbúningsleiknum fyrir Ameríkukeppnina. Fyrsti leikur liðsins verður síðan á móti Úrúgvæ á sunnudaginn. Chicharito, sem er orðinn 28 ára gamall, hefur nú skorað 44 mörk fyrir landsliðið og er aðeins tveimur mörkum frá því að jafna markamet landsliðsins sem er í eigu Jared Borgetti. Javier Hernandez skoraði 26 mörk í 40 leikjum í öllum keppnum á sínu fyrsta tímabili með Bayer Leverkusen. Hann er samt enn að hugsa um hvað hefði getað orðið hjá Manchester United eða Real Madrid. Javier Hernandez spilaði í fimm ár með Manchester United og skoraði það 37 deildarmörk. Hann spilaði þar fleiri leiki sem varamaður (54) en byrjunarliðsmaður (49). Á einu tímabili hjá Real Madrid var hann með 7 deildarmörk í 23 leikjum en hann var varamaður í 16 leikjanna. Allt aðra sögu er að segja af þessu tímabili en Javier Hernandez byrjaði 25 af 28 deildarleikjum sínum með Bayer Leverkusen og það voru aðeins þeir Thomas Müller, Pierre-Emerick Aubameyang og Robert Lewandowski sem skoruðu fleiri mörk í deildinni. „Við þekkjum öll söguna hjá Manchester United og Real Madrid en eru keppa í Evrópu og um alla titla í boði. Ég var samt að spila fyrir þriðja besta liðið í Þýskalandi," sagði Javier Hernandez í viðtali við FourFourTwo. „Ef að ég hefði fengið fleiri tækifæri hjá United eða Real Madrid hefði ég líklega orðið stjarna þar líka en við fáum bara aldrei að komast að því," sagði Javier Hernandez. „Ég fékk aldrei að spila tuttugu leiki í röð og fólk gat því aldrei sagt: „Hann er góður leikmaður sem ætti að vera áfram." eða „Hann er engin stjarna og ekki góður leikmaður," sagði Chicharito. „Spyrjið bara stuðningsmenn United. Tölurnar tala sínu máli. Ég byrjaði bara 85 leiki hjá United og skoraði 60 mörk. Hjá Real Madrid byrjaði ég bara tólf leiki en skoraði níu mörk. Hjá Leverkusen hef ég byrjað 37 leiki og skorað 26 mörk. Munurinn er að Leverkusen vill hafa mig inn á vellinum. Hin liðin vildu það ekki," sagði Chicharito.
Enski boltinn Fótbolti Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Greint frá ósæmilegri hegðun í aðdraganda þings KKÍ Körfubolti Uppgjörið: Keflavík-Stjarnan 107-98 | Keflvíkingar eiga enn von Körfubolti Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Fótbolti Síðustu miðarnir ruku út og uppselt í Laugardalshöllina á morgun Handbolti „Á meðan að pabbi er formaður mun ég ekki skipta um lið“ Körfubolti Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Íslenski boltinn Uppgjör: ÍR-Höttur 84-83 | ÍR-ingar björguðu sér á síðustu stundu Körfubolti Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Fótbolti Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Fótbolti Þungarokkarar skemmdu meistarafána Bulls Körfubolti Fleiri fréttir Víkingskonur síðasta liðið í undanúrslitin Neymar snýr ekki aftur í brasilíska landsliðið Eyþór afgreiddi gömlu félagana í KR með sigurmarki í blálokin Sara Björk og félagar hoppuðu upp í þriðja sætið Liverpool liðin fengu stóru mánaðarverðlaunin í enska Blóðguð Glódís Perla fagnaði sigri á móti Sveindísi Ný átta sekúndna regla innleidd hér á landi Mourinho gerir grín að skáldhæfileikum eigin leikmanns og segir hann of þungan Næstu bikarmeistarar stórgræða á árangri Víkings Borga 50 milljónir fyrir 17 ára pjakk sem fær sjö ára samning Heimir leitar sátta: Vill bjór og spjall með Duff og Bradley Ánægður með fullkomna fyrirliðann en segir hann þurfa að treysta samherjunum Svona líta öll átta liða úrslitin í Evrópu út Rashford og 32 ára nýliði í fyrsta landsliðshópi Tuchels Sir Alex er enn að vinna titla Dorgu bað dómarann um að gefa United ekki víti Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil Sjá meira