Þingið farið í sumarfrí: Meiri bjór úr fríhöfninni, dekkjakurlið burt og hætt við innra eftirlit lögreglu Jóhann Óli Eiðsson skrifar 3. júní 2016 13:45 Fjölmörg mál runnu í gegnum þingið í gær og síðustu daga. vísir/samsett Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. Á síðustu þremur dögunum áður en þingstörfum lauk urðu 24 frumvörp að lögum og fjórtán þingsályktanir voru samþykktar. Þingið er sjaldan eins skilvirkt og á síðustu dögum fyrir frí. Til marks um það má nefnda frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, um meðferð krónueigna háðum sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.Sjá einnig: Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Frumvarpið var lagt fram í gær, tekið inn með afbrigðum og hófst umræða um það klukkan hálfátta í gærkvöld. Önnur og þriðja umræða fóru fram á fimmtán mínútna tímabili á ellefta tímanum en í millitíðinni hafði frumvarpið gengið til efnahags- og viðskiptanefndar. Klukkan 22.37 var frumvarpið orðið að lögum. Meðal annarra frumvarpa sem urðu að lögum má nefna Airbnb-frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýja heildarlöggjöf um útlendinga frá innanríkisráðherra og ákvæðum um starfsemi einkarekinna grunnskóla var fjölgað og rammi um hana skýrður. Þá var þrjátíu manns veittur íslenskur ríkisborgararéttur og frumvarp frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, um tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nema, var samþykkt óbreytt.Frumvarp fjármálaráðherra, sem er liður í afnámi hafta, varð að lögum á rétt rúmum þremur klukkustundum.vísir/vilhelmInnra eftirliti lögreglu vísað aftur til ráðuneytisins Ákvæðum var bætt við lögreglulög sem kemur á fót þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin tekur við kvörtunum frá borgurum vegna starfshátta lögreglu og greina hvort þar sé um að ræða kvörtun vegna starfshátta eða kæru vegna brota lögreglu. Þá var lögreglunám fært inn á háskólastig og kennslufyrirkomulagi þess breytt. Tillaga þess efnis að Ríkislögreglustjóri myndi starfrækja innra eftirlit með störfum lögreglunnar var hins vegar felld út í meðförum þingsins, meðal annars í kjölfar athugasemda frá embætti Héraðssaksóknara og Lögreglustjórafélagi Íslands. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var þeim tilmælum beint til ráðuneytisins ráðuneytið útfærði málið betur og þá hvort heppilegt væri að eftirlitið yrði staðsett undir Ríkislögreglustjóra. Þá var frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki samþykkt en hún felur í sér breytingu á hve mikið magn af tollfrjálsu áfengi má koma með inn í landið. Breytingunni hafði verið mótmælt af hálfu ÁTVR og ISAVIA.Sjá einnig: Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, urðu að lögum en þau fela í sér talsverðar breytingar á lögum um almennar íbúðir, húsaleigulögum og húsnæðisbótalögum. Nokkrar breytingar urðu á tillögunum í meðferð þingsins. Skógrækt ríkisins fær nýtt heiti og sameinast landshlutaverkefnum í skógrækt. Frá og með næstu mánaðarmótum mun stofnunin bera heitið Skógræktin. Auk þess voru fernar reglur frá EES og ESB lögfestar á ýmsum sviðum og samþykkt var að veita Vegagerðinni heimild til að bjóða út nýja Vestmannaeyjaferju fyrir árslok 2017. Ferjan má kosta allt að 4,8 milljarða króna.Willum Þór Þórsson var fyrsti flutningarmaður tillögu um að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum.vísir/daníelLýðháskólar, loftlagsráð, mjólkurfræði og dekkjakurlið burt Þá ályktaði Alþingi í fjórtán málum. Að tillögu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, auk annarra, var samþykkt að gera áhættumat fyrir landið með tilliti til ferðamennsku. Tillaga um aðgerðarhóp gegn súrnun sjávar á norðurslóðum, þar sem Elín Hirst var fyrsti flutningsmaður, var samþykkt sem og tillaga hluta þingflokks Vinstri grænna um að Alþingi styðji að koma á alþjóðlegu banni gegn sjálfvirkum vígvélum. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að Alþingi skuli koma á fót loftslagsráði sem hafi það meginhlutverk að gera ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda hér á landi. Fyrsti flutningsmaður var Katrín Jakobsdóttir en þrír aðrir úr þingflokki Vinstri grænna stóðu að henni. Alþingi ber síðan, í samvinnu við Umhverfisstofnum og Samband íslenskra sveitarfélaga, að vinna að því að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum landsins fyrir árslok. Tillagan kom frá Willum Þór Þórssyni. Tillaga Brynhildar Pétursdóttur og Bjartrar framtíðar, þess efnis að menntamálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um lýðheilsuháskóla og starfsemi þeirra hér landi, var samþykkt og sömu sögu er að segja af tillögu Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, Framsóknarflokki, að stefnt skuli að því að hér á landi verði boðið upp á nám í mjólkurfræðum. Áætlað er að nefndastarf þingsins hefjist á nýjan leik 10. ágúst og að þingfundir hefjist á ný 15. ágúst næstkomandi. Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06 Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Sjá meira
Það var handagangur í öskjunni í gær á síðasta starfsdegi Alþingis áður en sumarleyfi þingmanna hófst. Á síðustu þremur dögunum áður en þingstörfum lauk urðu 24 frumvörp að lögum og fjórtán þingsályktanir voru samþykktar. Þingið er sjaldan eins skilvirkt og á síðustu dögum fyrir frí. Til marks um það má nefnda frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjaldeyrismál, um meðferð krónueigna háðum sérstökum takmörkunum og lögum um sérstakan skatt á fjármálafyrirtæki.Sjá einnig: Þverpólitísk sátt náðist fyrir sumarfrí Alþingis Frumvarpið var lagt fram í gær, tekið inn með afbrigðum og hófst umræða um það klukkan hálfátta í gærkvöld. Önnur og þriðja umræða fóru fram á fimmtán mínútna tímabili á ellefta tímanum en í millitíðinni hafði frumvarpið gengið til efnahags- og viðskiptanefndar. Klukkan 22.37 var frumvarpið orðið að lögum. Meðal annarra frumvarpa sem urðu að lögum má nefna Airbnb-frumvarp iðnaðar- og viðskiptaráðherra, nýja heildarlöggjöf um útlendinga frá innanríkisráðherra og ákvæðum um starfsemi einkarekinna grunnskóla var fjölgað og rammi um hana skýrður. Þá var þrjátíu manns veittur íslenskur ríkisborgararéttur og frumvarp frá meirihluta allsherjar- og menntamálanefndar, um tónlistarnám og jöfnun á aðstöðumun nema, var samþykkt óbreytt.Frumvarp fjármálaráðherra, sem er liður í afnámi hafta, varð að lögum á rétt rúmum þremur klukkustundum.vísir/vilhelmInnra eftirliti lögreglu vísað aftur til ráðuneytisins Ákvæðum var bætt við lögreglulög sem kemur á fót þriggja manna stjórnsýslunefnd sem hefur eftirlit með störfum lögreglu. Nefndin tekur við kvörtunum frá borgurum vegna starfshátta lögreglu og greina hvort þar sé um að ræða kvörtun vegna starfshátta eða kæru vegna brota lögreglu. Þá var lögreglunám fært inn á háskólastig og kennslufyrirkomulagi þess breytt. Tillaga þess efnis að Ríkislögreglustjóri myndi starfrækja innra eftirlit með störfum lögreglunnar var hins vegar felld út í meðförum þingsins, meðal annars í kjölfar athugasemda frá embætti Héraðssaksóknara og Lögreglustjórafélagi Íslands. Í nefndaráliti allsherjar- og menntamálanefndar var þeim tilmælum beint til ráðuneytisins ráðuneytið útfærði málið betur og þá hvort heppilegt væri að eftirlitið yrði staðsett undir Ríkislögreglustjóra. Þá var frumvarp fjármálaráðherra um breytingu á lögum um gjald af áfengi og tóbaki samþykkt en hún felur í sér breytingu á hve mikið magn af tollfrjálsu áfengi má koma með inn í landið. Breytingunni hafði verið mótmælt af hálfu ÁTVR og ISAVIA.Sjá einnig: Heimilt að taka meiri tollfrjálsan bjór með úr fríhöfninni Húsnæðismálafrumvörp Eyglóar Harðardóttur, félags- og húsnæðismálaráðherra, urðu að lögum en þau fela í sér talsverðar breytingar á lögum um almennar íbúðir, húsaleigulögum og húsnæðisbótalögum. Nokkrar breytingar urðu á tillögunum í meðferð þingsins. Skógrækt ríkisins fær nýtt heiti og sameinast landshlutaverkefnum í skógrækt. Frá og með næstu mánaðarmótum mun stofnunin bera heitið Skógræktin. Auk þess voru fernar reglur frá EES og ESB lögfestar á ýmsum sviðum og samþykkt var að veita Vegagerðinni heimild til að bjóða út nýja Vestmannaeyjaferju fyrir árslok 2017. Ferjan má kosta allt að 4,8 milljarða króna.Willum Þór Þórsson var fyrsti flutningarmaður tillögu um að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum.vísir/daníelLýðháskólar, loftlagsráð, mjólkurfræði og dekkjakurlið burt Þá ályktaði Alþingi í fjórtán málum. Að tillögu Lilju Rafneyjar Magnúsdóttur, þingmanns Vinstri grænna, auk annarra, var samþykkt að gera áhættumat fyrir landið með tilliti til ferðamennsku. Tillaga um aðgerðarhóp gegn súrnun sjávar á norðurslóðum, þar sem Elín Hirst var fyrsti flutningsmaður, var samþykkt sem og tillaga hluta þingflokks Vinstri grænna um að Alþingi styðji að koma á alþjóðlegu banni gegn sjálfvirkum vígvélum. Einnig var samþykkt tillaga þess efnis að Alþingi skuli koma á fót loftslagsráði sem hafi það meginhlutverk að gera ráðstafanir til að draga úr losun gróðurhúslofttegunda hér á landi. Fyrsti flutningsmaður var Katrín Jakobsdóttir en þrír aðrir úr þingflokki Vinstri grænna stóðu að henni. Alþingi ber síðan, í samvinnu við Umhverfisstofnum og Samband íslenskra sveitarfélaga, að vinna að því að dekkjakurl skuli af gervigrasvöllum landsins fyrir árslok. Tillagan kom frá Willum Þór Þórssyni. Tillaga Brynhildar Pétursdóttur og Bjartrar framtíðar, þess efnis að menntamálaráðherra skuli leggja fram frumvarp um lýðheilsuháskóla og starfsemi þeirra hér landi, var samþykkt og sömu sögu er að segja af tillögu Jóhönnu Maríu Sigmundsdóttur, Framsóknarflokki, að stefnt skuli að því að hér á landi verði boðið upp á nám í mjólkurfræðum. Áætlað er að nefndastarf þingsins hefjist á nýjan leik 10. ágúst og að þingfundir hefjist á ný 15. ágúst næstkomandi.
Alþingi Tengdar fréttir Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11 Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17 Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06 Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Gerðu umfangsmikla árás á vesturhluta Úkraínu Erlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Fleiri fréttir Lítil virkni frá hrinunni Handritin öll komin á nýja heimilið Klukkan tifar en kandídatar undir hnausþykkum feldi Segja að ögurstund sé runnin upp í Seyðisfirði Nefndin hefur víðtækar heimildir og getur farið fram á endurtalningu Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Sjá meira
Stjórnarandstaðan stöðvar LÍN-frumvarp Illuga: „Ráðherrar verða að vinna vinnuna sína betur“ „Búinn að halda þessu leyndu og reyna að moka þessu í gegn í tímaþröng á síðustu stundu.“ 1. júní 2016 16:11
Vilja sækja um aðild Íslands að evrópsku geimvísindastofnuninni Þrettán þingmenn, úr öllum flokkum nema Framsókn, standa að tillögunni. 1. júní 2016 23:17
Píratar leggja til uppsögn samnings kirkjunnar og ríkisins Samkomulag Þjóðkirkjunnar og ríkisins frá 1997 kostar ríkið um 1,5 milljarð á ári. 2. júní 2016 15:06
Vinna við frumvarp gegn fjármagnsinnflæði tefst "Við sögðum að þetta þyrfti að koma fyrir almenna losun hafta og kannski æskilegt að það hefði verið í kringum útboðið. 2. júní 2016 07:00