Vonast til að nýr Herjólfur verði tilbúinn haustið 2018 Kristján Már Unnarsson skrifar 3. júní 2016 19:18 Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku. Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Smíði nýs Herjólfs verður boðin út strax í næstu viku eftir að Alþingi samþykkti verkefnið. Vonast er til að skipið verði komið í áætlun eftir rúm tvö ár og að nýting Landeyjahafnar fari upp í 80 til 90 prósent. Þetta kom fram í fréttum Stöðvar 2 í viðtali við Friðfinn Skaftason, formann smíðahóps Vestmannaeyjaferju. Ný ferja átti upphaflega að vera tilbúin á sama tíma og Landeyjahöfn. Sex árum síðar er Alþingi búið að samþykkja útboð og smíðanefndin bíður ekki boðanna. „Við auglýsum útboð bara strax í næstu viku,“ sagði Friðfinnur.Friðfinnur Skaftason, formaður smíðahóps nýrrar Vestmannaeyjaferju.Stöð 2/Egill Aðalsteinsson.Í útboðinu er boðið upp á tvo valkosti, að gerður verði þjónustusamningur um smíði og rekstur skips til allt að tólf ára eða samið um smíði skips fyrir allt að 4,8 milljarða króna. Vegagerðinni er svo heimilt að ganga að hagkvæmasta tilboði í annan hvorn kostinn. Friðfinnur áætlar að útboðsferlið taki 4-6 mánuði og að smíðin geti tekið allt að tvö ár. „Við gerum okkur vonir um að skipið geti verið komið hingað síðsumars 2018, ef allt gengur eins og best verður á kosið.“Gamli Herjólfur sigldi í fyrsta sinn inn í Landeyjahöfn sumarið 2010.vísir/óskar p. friðrikssonNýja ferjan verður álíka stór og gamli Herjólfur en mun grunnristari auk þess sem skrúfubúnaður á að auðvelda skipstjórum að stýra henni við erfiðar aðstæður. Þannig sjá menn fram á að nýting Landeyjahafnar munu snarbatna og verða á bilinu 76 til 89 prósent, eftir aðstæðum, að sögn Friðfinns. „Það er mikil framför frá því sem nú er, þegar yfir sex mánuðir hafa fallið út, við verstu aðstæður.“ Áfram þarf samt að dæla úr Landeyjahöfn. Formaður stýrihóps um nýja Vestmannaeyjaferju telur þetta engu að síður það besta í stöðunni. „Okkur er ekki kunnugt um aðrar lausnir sem skila betri niðurstöðu,“ sagði Friðfinnur Skaftason. Sex metra líkan af skrokki nýs Herjólfs í rannsóknarstöð í Danmörku.
Tengdar fréttir Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45 Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01 Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02 Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45 Mest lesið Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Viðskipti innlent Fleiri fréttir Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Bogi í Icelandair kaupir einbýlishús af Pétri í Eykt Sjá meira
Herjólfur siglir fyrstu ferðina til Landeyjahafnar í dag Mikið gleðiefni segir rekstrarstjórinn. 15. apríl 2016 14:45
Flestir Vestmannaeyingar vilja tafarlaust láta smíða nýja ferju „Þessi mikli stuðningur kom mér á óvart,“ segir bæjarstjórinn. 19. janúar 2016 16:01
Nýr Herjólfur verður tvinnferja Reiknað er með að ferjan fari í útboð í næsta mánuði. 15. október 2015 20:02
Líkan af nýrri ferju sýndi góða stýriseiginleika og stefnufestu Ný Vestmannaeyjaferja kom vel út úr líkansprófun. Vonast er til að smíðin verði boðin út öðru hvoru megin við áramót. 12. desember 2015 19:45