Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Fjölnir - Víkingur R. 2-1 | Baráttusigur Fjölnis gegn Víkingum Smári Jökull Jónsson á Extra-vellinum skrifar 5. júní 2016 22:15 Martin Lund Pedersen er næstmarkahæstur í Pepsi-deildinni með fjögur mörk. vísir/anton Fjölnir vann baráttusigur á Víkingi Reykjavík í Grafarvoginum í kvöld. Lokatölur urðu 2-1 þar sem öll mörkin komu á síðustu sex mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Fjölnismenn voru sterkari aðilinn og náðu að skapa sér hálffæri en Víkingar voru fremur máttlausir fram á við. Staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur var fremur rólegri og Víkingar áttu áfram í vandræðum sóknarlega. En á 84.mínútu braut Þórir Guðjónsson ísinn með skallamarki af stuttu færi eftir skot Martin Lund Pedersen og skömmu síðar kom Igor Jugovic þeim í 2-0 með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Alex Freyr Hilmarsson klóraði í bakkann fyrir gestina sem komust þó ekki lengra og lokatölur 2-1. Fjölnismenn fara með sigrinum upp í 13 stig i 3.sætið en Víkingar sitja í 9.sæti með 8 stig.Af hverju vann Fjölnir:Fjölnismenn voru grimmari í sínum aðgerðum og maður sá baráttugleðina skína í gegn hjá heimamönnum. Þeir gáfu Víkingum afskaplega lítinn tíma með boltann og voru mættir í pressu um leið og Víkingar gerðu sig líklega til að byggja upp spil. Vinnusemin var til fyrirmyndar og þegar gestirnir nálguðust teiginn voru þeir Tobias Salquist og Hans Viktor Guðmundsson afar sterkir í miðri vörn Fjölnis. Heimamenn hafa svo á að skipa góðum leikmönnum framarlega á vellinum sem eru ávallt hættulegir. Seiglan í þessu Fjölnisliði er mikil og mark Þóris er ágætt merki um það, hirðir frákast af harðfylgi og skilar boltanum í markið. Handbragð Ágústar Gylfasonar á þessu liði er augljóst enda var hann þekktur fyrir allt annað en að gefa eftir inni á vellinum.Hvað gekk illa?Leikur Víkinga gekk ekki vel, sérstaklega sóknarleikurinn. Þeir áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi og gekk illa að halda boltanum enda voru Fjölnismenn sívinnandi og gáfu þeim lítinn tíma með boltann. Leikmenn eins og Gary Martin, Vladimir Tufegdzig og Viktor Bjarki Arnarsson sem eiga að vera lykilmenn í sóknarleik Víkinga voru heillum horfnir og það gekk afskaplega lítið upp hjá þeim. Milos þjálfari Víkinga reyndi hvað hann gat til þess að hafa áhrif á leik sinna manna en skiptingar hans skiluðu litlu, fyrir utan markið sem varamaðurinn Alex Freyr skoraði í lokin. Milos gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn og sagðist vilja gleyma þessum leik sem fyrst.Hverjir stóðu upp úr?Það er erfitt að taka einhvern einn Fjölnismann út. Sigurinn í kvöld var sigur liðsheildarinnar og liðið var einfaldlega mjög þétt í kvöld og greinilegt að leikmenn eru með sín hlutverk algjörlega á hreinu. Miðverðir heimamanna þeir Tobias Salquist og Hans Viktor Guðmundsson áttu mjög góðan leik sem og Viðar Ari Jónsson sem skilar sínu varnarlega og er sífellt hættulegur fram á við. Igor Jugovic var mjög góður á miðjunni og í lokin sýndi Þórir Guðjónsson hversu mikilvægur hann er liðinu þegar hann braut ísinn með baráttumarki. Hjá Víkingum átti Halldór Smári Sigurðsson ágætan leik en aðrir leikmenn geta betur. Dofri barðist nokkuð vel og Igor Taskovic sýndi ágæta takta. Annars er lítið jákvætt að taka úr leik Víkinga í kvöld.Hvað gerist næst?Nú kemur smá pása hjá liðunum í deildinni. Fjölnir á næst leik gegn KR þann 15.júní og Víkingar leika ekki í Pepsi-deildinni fyrr en 24.júní, en mæta reyndar Valsmönnum í bikarnum á fimmtudag. Fjölnismenn fara öllu sáttari inn í þessa pásu enda við topp deildarinnar, hafa verið duglegir í stigasöfnun og spilað á köflum mjög góðan bolta. Víkingar hljóta hins vegar að vera afar ósáttir eftir byrjun liðsins í mótinu enda var stefnan sett töluvert hærra en að vera í botnbaráttu. Deildin er hins vegar afar jöfn og það þarf ekki marga sigra til að klífa upp töfluna. Víkingar hafa á góðum leikmönnum að skipa en þurfa að girða sig duglega í brók ætli þeir sér annað og meira en baráttu við botninn. Það verður gaman að sjá hvort Ágúst Gylfason nær að halda sínum mönnum á tánum. Hann er með mjög skemmtilegt Fjölnislið í höndunum og liðsheildin öflug. Þetta gæti orðið skemmtilegt sumar í Grafarvoginum. Ágúst: Við erum sáttir með stigasöfnuninaÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis var ánægður í leikslok þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja jafnra liða. Enda sannaðist það, fyrsta markið kom á 84.mínútu og svo komu þau tvö í kjölfarið. Frábær sigur hjá okkur og við sýndum mikinn karakter. Mér fannst við vera heilt yfir betri aðilinn á vellinum,“ sagði Ágúst. „Víkingarnir eru alltaf hættulegir. Þeir eru með fljóta framherja en við náðum að stoppa þá vel með nokkra herforingja í vörninni. Tobias og Hans Viktor stóðu sig frábærlega og allt liðið í raun og veru. Við gáfum þeim fá færi og það var gaman að sjá þessi tvö mörk í lokin, en óþarfi að fá pressu á okkur í lokin. En þetta er mjög ánægjulegt,“ bætti Ágúst við. Fjölnismenn hafa sigrað í öllum þremur heimaleikjum sínum til þessa og virðast vera að skapa ágætis gryfju í Grafarvoginum. „Við sýndum það í fyrra að það var erfitt að sækja stig hingað. Við ætlum að halda því áfram. Við byrjum mjög vel hér á heimavelli og erum mjög ánægðir með það.“ „Eftir sigurinn í dag erum við sáttir við stigasöfnunina. Þetta er mjög jöfn deild og allir að taka stig af öllum. Það kemur kærkomið frí núna og við eigum leik gegn KR þann 15.júní. Það verður skemmtilegt,“ sagði Ágúst að lokum. Milos: Ég vil helst gleyma þessum leikMilos Milojevic þjálfari Víkinga gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Fjölni í kvöld. Víkingar sitja í 9.sæti deildarinnar eftir tapið. „Ég vil helst gleyma þessum leik. En sigur þeirra eru verðskuldaður, við tökum ekkert af þeim. Þeir fundu sig betur, nýttu sín færi vel á meðan við gerum það ekki. Við vorum reyndar ekki að skapa neitt mikið. Það er erfitt að spila gegn liði sem er að skapa með 11 leikmönnum sem eru tilbúnir að berjast á meðan við erum með 6,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. Sóknarleikur Víkinga var bitlaus í leiknum og ógnuðu þeir marki Fjölnismanna sjaldan. „Spilamennskan hjá okkur og holningin á liðinu í dag var ekki góð. Niðurstaðan fer eftir frammistöðunni og hún var ekki góð í dag. Það á að vera hægt að koma í veg fyrir mörkin sem þeir skoruðu en við gerðum það ekki. Ef maður fær tvö mörk á sig í hverjum leik er erfitt að safna stigum reglulega. Það gengur stundum en ekki alltaf,“ bætti Milos við. „Við lögðum upp með að spila okkar leik og loka á það sem þeir eru góðir í. Mér fannst við vera búnir að loka vel á Martin (Lund Pedersen) þar til þeir skora. Það komu nokkur tengd mistök og þegar það gerist endar það oft með marki. Við erum ekki betri en síðasti leikur segir og hann segir 2-1 sigur fyrir Fjölni,“ sagði Milos að lokum. Þórir: Baráttan skilaði sigriÞórir Guðjónsson kom heimamönnum á bragðið með baráttumarki á 84.mínútu leiksins og lagði svo í kjölfarið upp mark fyrir Igor Jugovic. Hann var eðlilega sáttur með sigurinn í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt að ná að sigra þetta virkilega sterka Víkingslið. Það var barátta sem skilaði okkur þessum sigri. Þetta hefði getað fallið báðu megin, Víkingar voru að spila vel og þetta var jafnt eiginlega allan tímann," sagði Þórir í samtali við Vísi eftir leik. "Við vorum kannski heppnir að ná að pota inn þessum mörkum, að minnsta kosti ég því Igor skoraði auðvitað frábært mark,“ bætti Þórir við. Mark Þóris skoraði hann með skalla af um hálfs meters færi eftir að Róbert Örn Óskarsson varði skot Martin Lund Pedersen. „Það er ánægjulegt að vera með sterkan heimavöll þar sem við getum gefið áhorfendum góðan leik. Þetta var klárlega eitt fallegasta mark sem ég hef gert. Nei, svona án djóks þá var þetta ekki flott. En mark engu að síður,“ sagði Þórir brosandi að lokum. Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira
Fjölnir vann baráttusigur á Víkingi Reykjavík í Grafarvoginum í kvöld. Lokatölur urðu 2-1 þar sem öll mörkin komu á síðustu sex mínútum leiksins. Fyrri hálfleikur var fremur tíðindalítill. Fjölnismenn voru sterkari aðilinn og náðu að skapa sér hálffæri en Víkingar voru fremur máttlausir fram á við. Staðan markalaus í hálfleik. Síðari hálfleikur var fremur rólegri og Víkingar áttu áfram í vandræðum sóknarlega. En á 84.mínútu braut Þórir Guðjónsson ísinn með skallamarki af stuttu færi eftir skot Martin Lund Pedersen og skömmu síðar kom Igor Jugovic þeim í 2-0 með glæsilegu skoti fyrir utan teig. Alex Freyr Hilmarsson klóraði í bakkann fyrir gestina sem komust þó ekki lengra og lokatölur 2-1. Fjölnismenn fara með sigrinum upp í 13 stig i 3.sætið en Víkingar sitja í 9.sæti með 8 stig.Af hverju vann Fjölnir:Fjölnismenn voru grimmari í sínum aðgerðum og maður sá baráttugleðina skína í gegn hjá heimamönnum. Þeir gáfu Víkingum afskaplega lítinn tíma með boltann og voru mættir í pressu um leið og Víkingar gerðu sig líklega til að byggja upp spil. Vinnusemin var til fyrirmyndar og þegar gestirnir nálguðust teiginn voru þeir Tobias Salquist og Hans Viktor Guðmundsson afar sterkir í miðri vörn Fjölnis. Heimamenn hafa svo á að skipa góðum leikmönnum framarlega á vellinum sem eru ávallt hættulegir. Seiglan í þessu Fjölnisliði er mikil og mark Þóris er ágætt merki um það, hirðir frákast af harðfylgi og skilar boltanum í markið. Handbragð Ágústar Gylfasonar á þessu liði er augljóst enda var hann þekktur fyrir allt annað en að gefa eftir inni á vellinum.Hvað gekk illa?Leikur Víkinga gekk ekki vel, sérstaklega sóknarleikurinn. Þeir áttu í erfiðleikum með að skapa sér færi og gekk illa að halda boltanum enda voru Fjölnismenn sívinnandi og gáfu þeim lítinn tíma með boltann. Leikmenn eins og Gary Martin, Vladimir Tufegdzig og Viktor Bjarki Arnarsson sem eiga að vera lykilmenn í sóknarleik Víkinga voru heillum horfnir og það gekk afskaplega lítið upp hjá þeim. Milos þjálfari Víkinga reyndi hvað hann gat til þess að hafa áhrif á leik sinna manna en skiptingar hans skiluðu litlu, fyrir utan markið sem varamaðurinn Alex Freyr skoraði í lokin. Milos gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir leikinn og sagðist vilja gleyma þessum leik sem fyrst.Hverjir stóðu upp úr?Það er erfitt að taka einhvern einn Fjölnismann út. Sigurinn í kvöld var sigur liðsheildarinnar og liðið var einfaldlega mjög þétt í kvöld og greinilegt að leikmenn eru með sín hlutverk algjörlega á hreinu. Miðverðir heimamanna þeir Tobias Salquist og Hans Viktor Guðmundsson áttu mjög góðan leik sem og Viðar Ari Jónsson sem skilar sínu varnarlega og er sífellt hættulegur fram á við. Igor Jugovic var mjög góður á miðjunni og í lokin sýndi Þórir Guðjónsson hversu mikilvægur hann er liðinu þegar hann braut ísinn með baráttumarki. Hjá Víkingum átti Halldór Smári Sigurðsson ágætan leik en aðrir leikmenn geta betur. Dofri barðist nokkuð vel og Igor Taskovic sýndi ágæta takta. Annars er lítið jákvætt að taka úr leik Víkinga í kvöld.Hvað gerist næst?Nú kemur smá pása hjá liðunum í deildinni. Fjölnir á næst leik gegn KR þann 15.júní og Víkingar leika ekki í Pepsi-deildinni fyrr en 24.júní, en mæta reyndar Valsmönnum í bikarnum á fimmtudag. Fjölnismenn fara öllu sáttari inn í þessa pásu enda við topp deildarinnar, hafa verið duglegir í stigasöfnun og spilað á köflum mjög góðan bolta. Víkingar hljóta hins vegar að vera afar ósáttir eftir byrjun liðsins í mótinu enda var stefnan sett töluvert hærra en að vera í botnbaráttu. Deildin er hins vegar afar jöfn og það þarf ekki marga sigra til að klífa upp töfluna. Víkingar hafa á góðum leikmönnum að skipa en þurfa að girða sig duglega í brók ætli þeir sér annað og meira en baráttu við botninn. Það verður gaman að sjá hvort Ágúst Gylfason nær að halda sínum mönnum á tánum. Hann er með mjög skemmtilegt Fjölnislið í höndunum og liðsheildin öflug. Þetta gæti orðið skemmtilegt sumar í Grafarvoginum. Ágúst: Við erum sáttir með stigasöfnuninaÁgúst Gylfason þjálfari Fjölnis var ánægður í leikslok þegar Vísir náði af honum tali. „Þetta var hörkuleikur á milli tveggja jafnra liða. Enda sannaðist það, fyrsta markið kom á 84.mínútu og svo komu þau tvö í kjölfarið. Frábær sigur hjá okkur og við sýndum mikinn karakter. Mér fannst við vera heilt yfir betri aðilinn á vellinum,“ sagði Ágúst. „Víkingarnir eru alltaf hættulegir. Þeir eru með fljóta framherja en við náðum að stoppa þá vel með nokkra herforingja í vörninni. Tobias og Hans Viktor stóðu sig frábærlega og allt liðið í raun og veru. Við gáfum þeim fá færi og það var gaman að sjá þessi tvö mörk í lokin, en óþarfi að fá pressu á okkur í lokin. En þetta er mjög ánægjulegt,“ bætti Ágúst við. Fjölnismenn hafa sigrað í öllum þremur heimaleikjum sínum til þessa og virðast vera að skapa ágætis gryfju í Grafarvoginum. „Við sýndum það í fyrra að það var erfitt að sækja stig hingað. Við ætlum að halda því áfram. Við byrjum mjög vel hér á heimavelli og erum mjög ánægðir með það.“ „Eftir sigurinn í dag erum við sáttir við stigasöfnunina. Þetta er mjög jöfn deild og allir að taka stig af öllum. Það kemur kærkomið frí núna og við eigum leik gegn KR þann 15.júní. Það verður skemmtilegt,“ sagði Ágúst að lokum. Milos: Ég vil helst gleyma þessum leikMilos Milojevic þjálfari Víkinga gat ekki leynt vonbrigðum sínum eftir tapið gegn Fjölni í kvöld. Víkingar sitja í 9.sæti deildarinnar eftir tapið. „Ég vil helst gleyma þessum leik. En sigur þeirra eru verðskuldaður, við tökum ekkert af þeim. Þeir fundu sig betur, nýttu sín færi vel á meðan við gerum það ekki. Við vorum reyndar ekki að skapa neitt mikið. Það er erfitt að spila gegn liði sem er að skapa með 11 leikmönnum sem eru tilbúnir að berjast á meðan við erum með 6,“ sagði Milos í samtali við Vísi að leik loknum. Sóknarleikur Víkinga var bitlaus í leiknum og ógnuðu þeir marki Fjölnismanna sjaldan. „Spilamennskan hjá okkur og holningin á liðinu í dag var ekki góð. Niðurstaðan fer eftir frammistöðunni og hún var ekki góð í dag. Það á að vera hægt að koma í veg fyrir mörkin sem þeir skoruðu en við gerðum það ekki. Ef maður fær tvö mörk á sig í hverjum leik er erfitt að safna stigum reglulega. Það gengur stundum en ekki alltaf,“ bætti Milos við. „Við lögðum upp með að spila okkar leik og loka á það sem þeir eru góðir í. Mér fannst við vera búnir að loka vel á Martin (Lund Pedersen) þar til þeir skora. Það komu nokkur tengd mistök og þegar það gerist endar það oft með marki. Við erum ekki betri en síðasti leikur segir og hann segir 2-1 sigur fyrir Fjölni,“ sagði Milos að lokum. Þórir: Baráttan skilaði sigriÞórir Guðjónsson kom heimamönnum á bragðið með baráttumarki á 84.mínútu leiksins og lagði svo í kjölfarið upp mark fyrir Igor Jugovic. Hann var eðlilega sáttur með sigurinn í kvöld. „Það er mjög ánægjulegt að ná að sigra þetta virkilega sterka Víkingslið. Það var barátta sem skilaði okkur þessum sigri. Þetta hefði getað fallið báðu megin, Víkingar voru að spila vel og þetta var jafnt eiginlega allan tímann," sagði Þórir í samtali við Vísi eftir leik. "Við vorum kannski heppnir að ná að pota inn þessum mörkum, að minnsta kosti ég því Igor skoraði auðvitað frábært mark,“ bætti Þórir við. Mark Þóris skoraði hann með skalla af um hálfs meters færi eftir að Róbert Örn Óskarsson varði skot Martin Lund Pedersen. „Það er ánægjulegt að vera með sterkan heimavöll þar sem við getum gefið áhorfendum góðan leik. Þetta var klárlega eitt fallegasta mark sem ég hef gert. Nei, svona án djóks þá var þetta ekki flott. En mark engu að síður,“ sagði Þórir brosandi að lokum.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Aumkunarvert að tala um það jákvæða eftir 5-0 tap“ Fótbolti Róbert Orri með sjálfsmark ársins: „Fáránlegt atvik“ Fótbolti „Gaman að vera ekki aumingi“ Körfubolti „Ég er ekki búinn að mæta á æfingu í þrjár vikur“ Körfubolti Söguleg frammistaða Júlíu og Manuels skilaði þeim á EM Sport Man. Utd reynir við rándýra ungstirnið sem Amorim leyfði að blómstra Enski boltinn Spilar heima á Tenerife í kvöld og bað um 45 miða Fótbolti Bónus Körfuboltakvöld: Völdu besta varnarmanninn og skemmtilegasta liðið Körfubolti Þrumuskalli Glódísar kom Bæjurum á bragðið Fótbolti Mætti með myndabók af íslensku leikmönnunum á flugvöllinn Fótbolti Fleiri fréttir Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Oliver kveður Breiðablik „Skil vel að KR-ingar séu með vatn í munninum yfir því sem koma skal“ Víkingar gætu komið íslensku liði í Evrópudeildina „Þetta er liðið hans Höskuldar“ „Geta ekki smíðað sigurlið 1, 2 og 3 með því að kaupa inn dýra leikmenn“ „Einn af þeim bestu og skemmtilegustu sem við höfum séð síðustu ár“ Var í fjórða flokki þegar hann stýrði inni á æfingu meistaraflokks Sagður hafa slitið samningi við KA og leiti út „Ekki fyrirkomulaginu að kenna hvernig þeim gekk og þetta er ódýr afsökun“ Sjá meira