Fótbolti

Hörður Björgvin: Hægt að læra ýmislegt af tapleikjum

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Hörður Björgvin á æfingu á Laugardalsvellinum.
Hörður Björgvin á æfingu á Laugardalsvellinum. vísir/hanna
Hörður Björgvin Magnússon lék allan leikinn í stöðu vinstri bakvarðar þegar Ísland beið lægri hlut fyrir Noregi, 3-2, í vináttulandsleik í Osló á miðvikudaginn.

„Það er hægt að læra ýmislegt af tapleikjum. Við spiluðum ekki nógu góðan bolta í þessum leik en við getum tekið eitthvað jákvætt út úr honum. Við skoruðum tvö mörk úr föstum leikatriðum,“ sagði Hörður í samtali við Vísi fyrir æfingu landsliðsins á Laugardalsvelli í gær.

„Menn voru auðvitað að spara sig og vildu ekki meiðast. Aðalatriðið var að sleppa við meiðsli og komast heilir frá þessum leik,“ sagði Hörður sem lék sinn fjórða landsleik á miðvikudaginn.

Hann kvaðst nokkuð sáttur með eigin frammistöðu: „Mér fannst ég spila ágætlega en það er liðsheildin sem skiptir máli. Við áttum nokkra góða kafla og svo voru aðrir sem voru lélegir.“

Hörður spilaði sem áður sagði sem vinstri bakvörður í leiknum gegn Noregi en hann leikur oftast í stöðu miðvarðar með félagsliði sínu, Cesena á Ítalíu. Honum finnst ekki erfitt að leika ólíkar stöður á vellinum.

„Það meiri hlaup í bakverðinum en maður verður bara að leggja það á sig. Ég geri það allan daginn fyrir þetta landslið,“ sagði Hörður að lokum.


Tengdar fréttir

Goðsagnir spá í spilin: Engin heppni að Ísland er á EM

Fréttablaðið settist niður með þremur goðsögnum í sögu íslenska karlalandsliðsins í fótbolta og ræddi um landsliðið sem hefur leik á EM 14. júní, gömlu tímana og uppbygginu í íslenska boltanum.

Birkir: Margt sem var ekki til staðar gegn Noregi

Birkir Bjarnason, einn af lykilmönnum íslenska landsliðsins í fótbolta, segir góða stemmningu í íslenska hópnum þrátt fyrir tap fyrir Noregi í vináttulandsleik á miðvikudaginn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×