Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Valur - Stjarnan 2-0 | Valur hirti stigin að Hlíðarenda Árni Jóhannsson á Valsvellinum skrifar 5. júní 2016 20:00 Nikolaj Hansen kom Valsmönnum á bragðið. vísir/eyþór Valsmenn unnu Stjörnuna á Hlíðarenda í hörkuleik 2-0 í 7. umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu fyrr í dag. Mörk heimamanna skoruðu þeir Nicolaj Hansen og Kristinn Freyr Sigurðsson.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnumenn voru betri aðilinn framan af báðum hálfleikum en í báðum hálfleikum fengu þeir mark í andlitið og eftir það jafnaðist leikurinn. Stjörnumenn fengu sín færi til að gera eitthvað í leiknum en Anton Ari Einarsson markvörður Valsmanna varði allt sem kom að markinu í dag. Með þessum úrslitum lyfta Valsmenn sér upp í 10 stig og eru komnir aftur í pakkanna í efri hluta deildarinnar. Skammt á milli í þessari deild.Afhverju vann Valur?Jafnt var á með liðunum í leiknum í dag en það var Valur sem nýtti tvö af sínum færum ásamt því að vera þéttir til baka með markvörð sem varði öll skot sem komu á markið frá Stjörnumönnum í dag. Anton Ari Einarsson markvörður Valsmanna hafði fengið gagnrýni á sig eftir síðsta leik á móti KR og ansi dapra einkunn frá blaðamönnum Vísis. Hann náði í þesum leik að blása þá gagnrýni út í buskann og varði öll þau skot sem að Stjarnan hitti á markið í leiknum í kvöld. Bæði mörkin komu úr föstum leikatriðum og var fyrra einkar glæsilegt en það var greinilega teiknað upp á æfingasvæðinu og gekk allt upp í framkvæmd leikatriðisins. Báðar aukaspyrnunar sem sköpuðu mörkin komu eftir hröð upphlaup Valsmanna en eins og áður segir voru þeir þéttir til baka og freistuðu að sækja hratt upp með fyrrgreindum árangri.Þessir stóðu upp úr Eins og áður segir var markvörður heimamanna mjög góður í þessum leik og varði á tíðum mjög glæsilega og á mikilvægum augnablikum þegar Stjörnumenn gerðu sig líklega upp við mark Vals. Anton Ari er að nýta tækifærið mjög vel í fjarveru Ingvars Kale og þegar hann snýr aftur mun Ólafur Jóhannesson eiga ánægjulegt vandamál fyrir höndum við val á markverði ef áfram horfir eins og í dag. Hjá Stjörnumönnum var það Veigar Páll Gunnarsson sem allt fór í gegnum og stýrði hann leik sinna manna þegar hans naut við á vellinum. Aðrir leikmenn Stjörnunnar nutu góðs af því en náðu ekki að nýta færin sem sköpuðust þegar hann var með boltann.Hvað gekk illa?Færarnýting gestanna gekk mjög illa. Alls náðu þeir 17 skotum að marki og þar af voru átta skot á rammann. Anton Ari, markvörður, varði allt sem hitti markið og hin skotin fóru framhjá og voru mörg þeirra voru ákjósanleg. Allavega í tvígang var Stjörnumaður frír í teig Valsmanna en skalli hans hitti ekki rammann. Í deild sem ætlar að spilast þannig að allir geti unnið að alla hlýtur döpur færa nýting að telja ansi fljótt og verða Stjörnumenn að vona að önnur lið gangi ekki á lagið og nái að auka forskot sitt á þá í næstu leikjum.Hvað gerist næst?Í næstu viku er bikarinn en deildin er svo komin í EM frí en flest lið, þar á meðal Stjarnan, eiga ekki leik fyrr en dagana 23. og 24. júní. Valsmenn eiga hinsvegar leik við FH 16. júní hér á Vodafone vellinum en þeir hljóta að fagna því að eiga tvo heimaleiki í röð og eygja von um að sauma tvo sigurleiki saman í deildinni. Stjarnan ætlar líklegast að nota bikarinn í næstu viku til að endurræsa tímabilið sitt en eins og er vitað þá hefur Stjarnan ekki unnið leik í fjórum umferðum að meðtöldum leiknum í dag. Það hlýtur að fara að styttast í að orðið krísa fari að gera vart við sig í Garðabænum ef þetta heldur svona áfram. Stjarnan tekur á móti ÍBV í næstu umferð en Eyjamenn eru á góðu róli í deildinni.Veigar Páll: Get alveg lofað þér því að það er ekkert panikk hjá Stjörnumönnum „Í fyrsta lagi hefðum við getað mætt til leiks, fyrsti hálftíminn hjá okkur var skelfilegur, við vorum varla inn á vellinum“, sagði fyrirliði Stjörnumanna ómyrkur í máli eftir tap sinna manna á móti Valsmönnum á Vodafone vellinum í dag. „Síðan vorum við betri seinasta korterið í fyrri hálfleik og seinni hálfleik þurftum við svolítið að sækja á þá. Þeir pökkuðu náttúrulega í vörn og voru þéttir fyrir en ég verð að segja að fyrsti hálftíminn hafi eyðilagt fyrir okkur.“ Veigar var því næst spurður út í færanýtinguna hjá Stjörnumönnum í leiknum en markvörður Valsmanna var mjög góður í dag og varði það sem kom á markið hjá Valsmönnum en í seinasta leik hittu Stjörnumenn fyrir markvörð sem var mjög góður. „Hann var mjög góður í markinu í dag, varði þau skot sem komu á markið. Tvisvar til þrisvar varði hann allavega mjög vel. Við þurfum bara að fara að setja boltann í netið það er málið.“ Fyrirliðinn var að lokum beðinn um að leggja mat á framhaldið í deildinni en Stjörnumenn hafa ekki unni leik í seinustu fjórum umferðum. „Við þurfum að klára bikarinn í næstu viku en svo er dálítið langt í næsta leik í deildinni. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekkert panikk hjá Stjörnumönnum eða svoleiðis, fyrir utan fyrsta hálftímann þá vorum við alveg fínir í þessum leik. Við tökum ágætt frí og söfnum kröftum held ég bara.“Ólafur Jóhannesson: Feiknalega mikilvæg stig Þjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með sigurinn í dag og sammála blaðamanni að sigurinn hefði verið mjög mikilvægur. „Jú feiknalega mikilvæg en við lögðum það upp að við mættum ekki tapa í dag og er ég gríðarlega ánægður með sigurinn. Ég er fyrst og fremst ánægður með hugarfar leikmanna og hvernig við mætum til leiks, við vorum mun sterkari eftir að þeir skjóta í stöngina og áttum að gera fleiri en eitt mark. „Það var þægilegt að fara með forskotið inn en það lá svolítið á okkur seinustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og í upphafi seinni hálfleiks. Seinna markið létti svo á okkur og við náðum stjórn á leiknum.“ „Stigin þrjú voru feiknalega mikilvæg fyrir okkur og við ætlum núna að fara að safna stigum og skoðum síðan stöðuna þegar lengra líður“, sagði Ólafur um framhaldið í deildinni.Rúnar Páll Sigmundsson: Langt í krísuna „Við förum illa með okkar færi og okkar fyrirgjafir en við fengum urmul af þeim og það sama gerðist á móti Breiðablik en við erum ekki að nýta þessi móment“, var það sem þjálfari Stjörnunar sagði þegar blaðamaður spurði hann hvort að sagan hefði endurtekið sig í þessum leik eins og seinasta. „Svo fáum við tvö mörk á okkur úr aukaspyrnum á okkur utan af velli og það er ekki gott. Valsmenn voru ívið betri en við fyrsta hálftímann en tókum yfir eftir það og vorum með seinni hálfleik og vorum að bíða eftir að ná markinu en fáum á okkur klaufalegt fríspark sem þeir skora úr. Við hefðum átt að fá fríspark á undan en það er ekki hægt að breyta því.“ „Þeir skora úr þessum föstu leikatriðum en ég man ekki eftir fleiri færum hjá þeim í dag.“ Í lokin var Rúnar Páll spurður hvort að orðið krísa yrði notað um Stjörnuna eftir þennan leik en hann hló við og sagði: „Nei það held ég ekki. Það er langt í það.“vísir/eyþórvísir/eyþór Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Valsmenn unnu Stjörnuna á Hlíðarenda í hörkuleik 2-0 í 7. umferð Pepsi deildar karla í knattspyrnu fyrr í dag. Mörk heimamanna skoruðu þeir Nicolaj Hansen og Kristinn Freyr Sigurðsson.Eyþór Árnason, ljósmyndari Fréttablaðsins og Vísis, var á Valsvellinum og tók meðfylgjandi myndir. Stjörnumenn voru betri aðilinn framan af báðum hálfleikum en í báðum hálfleikum fengu þeir mark í andlitið og eftir það jafnaðist leikurinn. Stjörnumenn fengu sín færi til að gera eitthvað í leiknum en Anton Ari Einarsson markvörður Valsmanna varði allt sem kom að markinu í dag. Með þessum úrslitum lyfta Valsmenn sér upp í 10 stig og eru komnir aftur í pakkanna í efri hluta deildarinnar. Skammt á milli í þessari deild.Afhverju vann Valur?Jafnt var á með liðunum í leiknum í dag en það var Valur sem nýtti tvö af sínum færum ásamt því að vera þéttir til baka með markvörð sem varði öll skot sem komu á markið frá Stjörnumönnum í dag. Anton Ari Einarsson markvörður Valsmanna hafði fengið gagnrýni á sig eftir síðsta leik á móti KR og ansi dapra einkunn frá blaðamönnum Vísis. Hann náði í þesum leik að blása þá gagnrýni út í buskann og varði öll þau skot sem að Stjarnan hitti á markið í leiknum í kvöld. Bæði mörkin komu úr föstum leikatriðum og var fyrra einkar glæsilegt en það var greinilega teiknað upp á æfingasvæðinu og gekk allt upp í framkvæmd leikatriðisins. Báðar aukaspyrnunar sem sköpuðu mörkin komu eftir hröð upphlaup Valsmanna en eins og áður segir voru þeir þéttir til baka og freistuðu að sækja hratt upp með fyrrgreindum árangri.Þessir stóðu upp úr Eins og áður segir var markvörður heimamanna mjög góður í þessum leik og varði á tíðum mjög glæsilega og á mikilvægum augnablikum þegar Stjörnumenn gerðu sig líklega upp við mark Vals. Anton Ari er að nýta tækifærið mjög vel í fjarveru Ingvars Kale og þegar hann snýr aftur mun Ólafur Jóhannesson eiga ánægjulegt vandamál fyrir höndum við val á markverði ef áfram horfir eins og í dag. Hjá Stjörnumönnum var það Veigar Páll Gunnarsson sem allt fór í gegnum og stýrði hann leik sinna manna þegar hans naut við á vellinum. Aðrir leikmenn Stjörnunnar nutu góðs af því en náðu ekki að nýta færin sem sköpuðust þegar hann var með boltann.Hvað gekk illa?Færarnýting gestanna gekk mjög illa. Alls náðu þeir 17 skotum að marki og þar af voru átta skot á rammann. Anton Ari, markvörður, varði allt sem hitti markið og hin skotin fóru framhjá og voru mörg þeirra voru ákjósanleg. Allavega í tvígang var Stjörnumaður frír í teig Valsmanna en skalli hans hitti ekki rammann. Í deild sem ætlar að spilast þannig að allir geti unnið að alla hlýtur döpur færa nýting að telja ansi fljótt og verða Stjörnumenn að vona að önnur lið gangi ekki á lagið og nái að auka forskot sitt á þá í næstu leikjum.Hvað gerist næst?Í næstu viku er bikarinn en deildin er svo komin í EM frí en flest lið, þar á meðal Stjarnan, eiga ekki leik fyrr en dagana 23. og 24. júní. Valsmenn eiga hinsvegar leik við FH 16. júní hér á Vodafone vellinum en þeir hljóta að fagna því að eiga tvo heimaleiki í röð og eygja von um að sauma tvo sigurleiki saman í deildinni. Stjarnan ætlar líklegast að nota bikarinn í næstu viku til að endurræsa tímabilið sitt en eins og er vitað þá hefur Stjarnan ekki unnið leik í fjórum umferðum að meðtöldum leiknum í dag. Það hlýtur að fara að styttast í að orðið krísa fari að gera vart við sig í Garðabænum ef þetta heldur svona áfram. Stjarnan tekur á móti ÍBV í næstu umferð en Eyjamenn eru á góðu róli í deildinni.Veigar Páll: Get alveg lofað þér því að það er ekkert panikk hjá Stjörnumönnum „Í fyrsta lagi hefðum við getað mætt til leiks, fyrsti hálftíminn hjá okkur var skelfilegur, við vorum varla inn á vellinum“, sagði fyrirliði Stjörnumanna ómyrkur í máli eftir tap sinna manna á móti Valsmönnum á Vodafone vellinum í dag. „Síðan vorum við betri seinasta korterið í fyrri hálfleik og seinni hálfleik þurftum við svolítið að sækja á þá. Þeir pökkuðu náttúrulega í vörn og voru þéttir fyrir en ég verð að segja að fyrsti hálftíminn hafi eyðilagt fyrir okkur.“ Veigar var því næst spurður út í færanýtinguna hjá Stjörnumönnum í leiknum en markvörður Valsmanna var mjög góður í dag og varði það sem kom á markið hjá Valsmönnum en í seinasta leik hittu Stjörnumenn fyrir markvörð sem var mjög góður. „Hann var mjög góður í markinu í dag, varði þau skot sem komu á markið. Tvisvar til þrisvar varði hann allavega mjög vel. Við þurfum bara að fara að setja boltann í netið það er málið.“ Fyrirliðinn var að lokum beðinn um að leggja mat á framhaldið í deildinni en Stjörnumenn hafa ekki unni leik í seinustu fjórum umferðum. „Við þurfum að klára bikarinn í næstu viku en svo er dálítið langt í næsta leik í deildinni. Ég get samt alveg lofað þér því að það er ekkert panikk hjá Stjörnumönnum eða svoleiðis, fyrir utan fyrsta hálftímann þá vorum við alveg fínir í þessum leik. Við tökum ágætt frí og söfnum kröftum held ég bara.“Ólafur Jóhannesson: Feiknalega mikilvæg stig Þjálfari Valsmanna var að vonum ánægður með sigurinn í dag og sammála blaðamanni að sigurinn hefði verið mjög mikilvægur. „Jú feiknalega mikilvæg en við lögðum það upp að við mættum ekki tapa í dag og er ég gríðarlega ánægður með sigurinn. Ég er fyrst og fremst ánægður með hugarfar leikmanna og hvernig við mætum til leiks, við vorum mun sterkari eftir að þeir skjóta í stöngina og áttum að gera fleiri en eitt mark. „Það var þægilegt að fara með forskotið inn en það lá svolítið á okkur seinustu tíu mínútur fyrri hálfleiks og í upphafi seinni hálfleiks. Seinna markið létti svo á okkur og við náðum stjórn á leiknum.“ „Stigin þrjú voru feiknalega mikilvæg fyrir okkur og við ætlum núna að fara að safna stigum og skoðum síðan stöðuna þegar lengra líður“, sagði Ólafur um framhaldið í deildinni.Rúnar Páll Sigmundsson: Langt í krísuna „Við förum illa með okkar færi og okkar fyrirgjafir en við fengum urmul af þeim og það sama gerðist á móti Breiðablik en við erum ekki að nýta þessi móment“, var það sem þjálfari Stjörnunar sagði þegar blaðamaður spurði hann hvort að sagan hefði endurtekið sig í þessum leik eins og seinasta. „Svo fáum við tvö mörk á okkur úr aukaspyrnum á okkur utan af velli og það er ekki gott. Valsmenn voru ívið betri en við fyrsta hálftímann en tókum yfir eftir það og vorum með seinni hálfleik og vorum að bíða eftir að ná markinu en fáum á okkur klaufalegt fríspark sem þeir skora úr. Við hefðum átt að fá fríspark á undan en það er ekki hægt að breyta því.“ „Þeir skora úr þessum föstu leikatriðum en ég man ekki eftir fleiri færum hjá þeim í dag.“ Í lokin var Rúnar Páll spurður hvort að orðið krísa yrði notað um Stjörnuna eftir þennan leik en hann hló við og sagði: „Nei það held ég ekki. Það er langt í það.“vísir/eyþórvísir/eyþór
Pepsi Max-deild karla Mest lesið „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ Körfubolti Æfur yfir sniðgöngunni: „Að mínu mati er þetta skandall“ Sport Reynir að halda fókus á meðan Snorri gasar Handbolti Valdi Ísland ekki Danmörku: „Snerist um hvað mig langaði mest að gera“ Fótbolti Hentu yfir hundrað þúsund böngsum inn á völlinn Sport Situr inni með morðingjum og misyndismönnum í fangelsi hinna frægu Fótbolti Lið Jóhanns Berg kært til FIFA Fótbolti Sjóðheitur Gunnlaugur tryggði Evrópu einn sigur Golf Man United goðsögnin mjög ósátt: Hafa ekki gert neitt jákvætt Enski boltinn Kennir boltanum um slaka færanýtingu Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira