Bjarni um gagnrýni föður síns: „Get lítið pælt í því sem honum finnst“ Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. júní 2016 22:27 Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari karlaliðs KR í knattspyrnu, fékk væna pillu frá Guðjóni Þórðarsyni, föður sínum, á Facebook í gær eftir 1-0 tap þeirra svörtu og hvítu gegn ÍBV í Eyjum í gær.„Dapurtlegt að sjá leik KR-inga í dag, þeir virðst vera ástríðulausir og hafa ekki mikla löngun til að vinna fótboltaleiki,“ skrifaði Guðjón sem segir KR-liðið ekki vera í nógu góðu formi.„Það vakna margar spurningar eins og formið á liðinu og sumir leikmenn liðsins virðast hreinlega vera latir. Það er ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í dag miðað við þessa frammistöðu,“ bætir Guðjón við en KR er í 7. sæti Pepsi-deildarinnar með níu stig eftir sjö leiki.Bjarni var spurður álits á orðum föður síns af Herði Magnússyni í dag. Hann sagðist ofboðslega lítið geta verið að velta því fyrir sér sem menn væru að segja á Facebook og Twitter.„Þó að þetta sé hann get ég lítið verið að pæla í því sem honum finnst og hans áliti á okkur.“Feðgarnir Bjarni, Guðjón og Þórður.Hnífur sem Bjarni hafði ekki áhuga á Margir hafa velt fyrir sér tilgangi ummæla Guðjóns enda ekki beint sá stuðningur sem sonur hefði þegið frá föður sínum á erfiðum tímum. Arnar Gunnlaugsson, sérfræðingur í Pepsi-mörkunum, sagði í þætti kvöldsins að það sé ekki eins og Jón Jónsson hafi sagt skoðun sína. Hann sé ekki sammála ummælum um leit leikmanna og óviss um formið á KR-ingum. Þeir hafi hins vegar verið lélegir. „Af því að þetta er pabbi hans fannst mér óþægilegt að lesa það,“ sagði Arnar. „Þegar þú ert að ströggla þá viltu ekki fá svoleiðis comment, frá föður þjálfarans.“Guðjón með draumakynslóð hjá KR Hjörvar Hafliðason var sama sinnis og vísaði til hnífa sem lið fengu í bakið í umferðinni með mörkum á lokamínútunum sem réðu úrslitum. „Ég held að þetta hafi verið hnífur sem Bjarni hafði ekki sérstakan áhuga á,“ sagði Hjörvar. Minnti hann á að Guðjón þjálfaði KR á sínum tíma og „fékk draumakynslóð upp í hendurnar“. Guðjóni hafi þó ekki tekist að landa Íslandsmeistaratitlinum og óþægilegt hefði verið að lesa ummæli Guðjóns.Það er hægt að sjá umræðuna um feðgana úr Pepsi-mörkunum í spilaranum hér fyrir ofan.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45 Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21 Mest lesið Botna ekkert í Aþenu: „Margt við þetta lið Hörður minn sem ég átta mig ekki á“ Körfubolti Elon Musk sagður vilja kaupa Liverpool Enski boltinn Messi skrópaði í Hvíta húsið Fótbolti Slagsmál í æfingaleik hjá mótherjum Íslands á HM Handbolti Í sárum eftir andlát ungs fótboltamanns Fótbolti Aron spilar ekki fyrr en í milliriðli Handbolti „Vonandi flyt ég heim til Grindavíkur áður en ég dey“ Körfubolti Mo Salah skýtur á Carragher Enski boltinn Í beinni: Arsenal - Newcastle | Stórleikur á Emirates Enski boltinn Lech Poznan að kaupa Gísla: Mættur í læknisskoðun Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er mjög eftirminnilegur og mér þykir vænt um hann“ „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Sjá meira
Bjarni: Þurftum að spila meiri fótbolta Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, horfði upp á sína menn tapa fyrir ÍBV í dag. 4. júní 2016 19:23
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - KR 1-0 | Eyjamenn komnir á toppinn | Sjáðu markið ÍBV skaust á topp Pepsi-deildar karla með 1-0 sigri á KR í fyrsta leik 7. umferðar í dag. 4. júní 2016 18:45
Guðjón Þórðarson hjólar í KR: Ekki skrítið að liðið sé í þeirri stöðu sem það er í Guðjón Þórðarson, fyrrverandi landsliðsþjálfari, fer hörðum orðum um frammistöðu KR í tapinu gegn ÍBV á Facebook-síðu sinni. 4. júní 2016 22:21