Vodafone gefur landsdekkandi dreifingu á meðan Evrópukeppninni stendur Birgir Olgeirsson skrifar 6. júní 2016 15:49 Núna geta 99,9 prósent Íslendinga séð leiki Íslands á EM í knattspyrnu endurgjaldslaust í gegnum sjónvarp. Vísir/Vilhelm Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni. EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira
Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Vodafone en fréttir voru sagðar af því í síðustu viku þeir íbúar landsins sem búa fyrir utan IPTV-dreifingarkerfið, 4,9 prósent, ættu ekki möguleika á að horfa á leiki karlalandsliðs Íslands á Evrópumótinu í knattspyrnu í gegnum sjónvarp endurgjaldslaust því Síminn vildi ekki greiða Vodafone fyrir dreifingu í gegnum UHF-kerfið sem nær til 99,9 prósent landsmanna. RÚV brást við með því bjóðast til að sýna landsleiki Íslands á mótinu og hóf viðræður við Símann vegna þess. Nú hafa Vodafone og Síminn hins vegar komist að samkomulagi um að Vodafone muni dreifa Sjónvarpi Símans, þar sem leikir Íslands verða sýndir í opinni dagskrá, í gegnum UHF-kerfið. Sjá má tilkynninguna frá Vodafone í heild hér fyrir neðan: Vodafone hefur ákveðið að gefa landsdekkandi dreifingu í lofti á Sjónvarpi Símans til 99,9% landsmanna á meðan á Evrópukeppninni stendur. Með þessu er Vodafone að taka tilboði Símans sem ítrekað hefur komið fram, um að frístöðin Sjónvarp Símans standi öllum dreifiveitum til boða án endurgjalds.Þetta er gert til að tryggja að neytendum sé ekki mismunað eftir búsetu þegar kemur að því að njóta Evrópumótsins í knattspyrnu, eftir að Síminn ákvað að kaupa ekki landsdekkandi dreifingu á Sjónvarpi Símans í nýjum samningum félaganna. Þrátt fyrir að RÚV hafi nú þegar hlaupið undir bagga og boðið Símanum að sýna íslensku leikina í landsdekkandi dreifingu hefði öðrum leikjum á Evrópumótinu, til dæmis úrslitakeppninni, ekki verið dreift á kerfi sem nær til 99,9% landsmanna í opinni dagskrá.Því hefðu um 5% þjóðarinnar, auk þeirra fjölmörgu sem væru á ferð um landið, ekki geta notið keppninnar í opinni dagskrá til jafns við aðra. Að mati Vodafone væri það mjög slæm niðurstaða og því hefur félagið ákveðið að opna fyrir dreifinguna á meðan á mótinu stendur.Stafrænt sjónvarpsdreifikerfi Vodafone er það dreifikerfi sem nær til stærsts hluta landsins og nýtist þannig fólki í dreifbýli, sumarhúsum og ferðamönnum.Vodafone mun halda áfram að byggja upp sjónvarpsþjónustu fyrir alla íbúa þessa lands og auðvelda fólki, óháð búsetu, aðgang að gæðaefni. Af þeim sökum vill fyrirtækið leggja sitt að mörkum til að tryggja jafnræði landsmanna að mikilvægu efni eins og Evrópukeppninni.
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað Innlent Olivia Hussey er látin Erlent Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Innlent „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Innlent Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Erlent Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Innlent Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Innlent Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleiri fréttir Borgarísjaki utan við Blönduós Þeir sem vilji moka yfir niðurstöðuna vilji fresta fundinum Unga fólkið flytur austur fyrir fjall Hafa enn ekki fundið manninn sem reyndi að stela hraðbanka Mannskætt flugslys, öfgaveður og Alfreð Finnboga Kórmenn fastir um allan fjörð og uppseldum tónleikum frestað „Allt tal um baktjaldamakk er tóm þvæla“ Straumar og stefnur stjórnmálanna 2024 Hvorugur kannaðist við að hafa verið að keyra bílinn Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Sjá meira