Aðgerðarleysi borgarinnar gagnvart óleyfisframkvæmdum Hrafns „afar ámælisvert“: „Vart hægt að ætlast til að borgararnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 9. júní 2016 11:57 Aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar er harðlega gagnrýnt í áliti umboðsmanns borgarbúa. Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins. Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Umboðsmaður borgarbúa er mjög harðorður í garð borgaryfirvalda í áliti sínu varðandi óleyfisframkvæmdir Hrafns Gunnlaugssonar á og við lóð sína á Laugarnestanga. Hann segir að borginni beri að framfylgja ákvörðunum sínum um fjarlægingu þeirra bygginga sem Hrafn hefur látið þar reisa í óleyfi og erfitt sé að sjá á hverju Reykjavíkurborg byggi aðgerðaleysi sitt. Þetta kemur fram í áliti umboðsmanns sem Vísir hefur undir höndum. Umboðsmaður tók málið til könnunar eftir kvörtun frá borgarbúa. Telur umboðsmaður það „afar ámælisvert“ að umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar hafi ekki framfylgt ákvörðunum borgarinnar um að fjarlægja skyldi byggingar sem Hrafn lét reisa á lóð sinni að Laugarnestanga nr. 65.Langt utan við mörk lóðar Hrafns Gunnlaugssonar hefur hann reist bátaskýli í fjöruborðinu.Vísir/DaníelBorgin hefur glímt við Hrafn í 20 ár Forsaga málsins er sú að allt frá árinu 1997 hefur borgin glímt við Hrafn og umsvif hans innan og utan lóðar við Laugarnestanga 65. Í kjölfar þess að í ljós kom að Hrafn hafði í leyfisleysi komið upp eins konar bátaskýli í fjöruborðinu framan við lóð sína og húskofa inn á lóðinni samþykkti skipulagsráð vorið 2010 að þau mannvirki yrðu að hverfa. Um þetta sama leyti var gæsatjörn og -hólar ofan við hús Hrafns jafnaðir út. Hrafni var gefinn frestur til andmæla og til þess að fjarlægja byggingarnar sjálfur. Að öðru kosti myndi borgin láta ryðja þeim burt og senda Hrafni síðan reikninginn. Þrátt fyrir þessa ákvörðun og viðvaranir hefur ekkert gerst í málinu, sex árum síðar. Að mati umboðsmanns fæst ekki séð á hvaða grundvelli umhverfis- og skipulagssvið hafi byggt aðgerðarleysi sitt gagnvart Hrafni. Borginni beri skylda til að láta fjarlægja byggingarnar. „Er sá grundvöllur, sem umhverfis- og skipulagssvið hefur byggt aðgerðaleysi sitt í málum varðandi lóðahafa, vandséður,“ segir umboðsmaður. „Ekki verður séð að færð hafi verið fram hlutlæg og málefnanleg sjónarmið sem réttlæta aðra meðferð í máli sem þessu en í öðrum sambærilegum málum.Hrafn Gunnlaugsson.Borginni ber að framfylgja ákvörðun sinni um fjarlægingu á óleyfisframkvæmdum Umboðsmaður segir það ljóst, miðað við gildandi lög og fyrirliggjandi ákvarðanir Reykjavíkurborgar, að „umhverfis- og skipulagssviði bar, og ber enn, að framfylgja þeim ákvörðunum sem það tók endurtekið um stöðvanir framkvæmda, hreinsun lóðar og niðurrif óleyfisframkvæmda að Laugarnesi.“ Vandar umboðsmaður borgaryfirvöldum ekki kveðjurnar. Bendir hann á í sambærilegum tilvikum hafi Umhverfis- og skipulagssvið Reykjavíkurborgar „gengið mun harðar fram á grundvelli sömu lagaheimilda og hér um ræðir,“ líkt og segir í álitinu.Fjallað var um málið í Fréttablaðinu árið 2013. Þar kom fram að litið væri til þess innan borgarkerfisins að margir teldu lítinn skaða af framkvæmdum Hrafns sem þess utan drægi til sín fjölda áhugasamra gesta. Umboðsmaður borgarbúa gefur lítið fyrir þessa röksemd og bendir á að borgarbúar verði að geta treyst á að Reykjavíkurborg fari að lögum í aðgerðum sínum og að geðþótti ráði ekki ákvörðunum. „Þetta traust er nauðsynlegt í lýðræðisþjóðfélagi enda vart hægt að ætlast til þess að borgarnir fari að lögum geri stjórnvöld það ekki. Í þessu samhengi skiptir því miklu máli að hinn almenni borgar upplifi framkvæmdina ekki þannig að stjórnsýsluvaldi sé beitt af geðþótta enda eigi hann væntingar til þess að stjórnvöld bregðist við í samræmi við lög og stjórnvaldsákvarðanir sem teknar eru og að þeim verði framfylgt,“ segir í áliti umboðsmanns. Ekki náðist í Hrafn Gunnlaugsson við vinnslu fréttarinnar. Málið og álit umboðsmanns er til skoðunar innna borgarkerfisins.
Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Innlent Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Innlent Trump ósáttur við bón biskups um miskunn Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Fleiri fréttir Efast um niðurstöðu héraðsdóms í Hvammsvirkjunarmáli Björn Þorláks segir sig úr Flokki fólksins Hætta rannsókn á skipverjunum á Hugin „Ég held að það sé full ástæða til að óttast“ Ymur hafi stungið móður sína minnst 22 sinnum Einn af hverjum tuttugu fór í ljós á síðustu tólf mánuðum Bar fyrir sig að barnið hefði byrjað Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent