Enski boltinn

Lagerbäck er uppáhaldsþjálfari Peter Schmeichel á EM í Frakklandi

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Peter Schmeichel, fyrrverandi markvörður Manchester United, segir að uppáhaldsþjálfari sinn á EM í Frakklandi sé Lars Lagerbäck, annar þjálfara íslenska landsliðsins.

Eins og oft áður gaf Schmeichel þeim sem fylgja honum eftir á Twitter tækifæri til að spyrja hann spjörunum úr en að þessu sinni áttu spurningarnar að tengjast Evrópumótinu í Frakklandi sem hefst annað kvöld.

Þegar hann var spurður hver væri upphaldsþjálfarinn hans á EM svaraði Schmeichel: „Lars Lagerbäck, sænski þjálfarinn hjá Íslandi. Það er ótrúlegt afrek að koma Íslandi á EM.“

Schmeichel varð Evrópumeistari með Danmörku eins og frægt er árið 1992.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×