Umfjöllun, viðtöl, einkunnir og myndir: Stjarnan - Breiðablik 1-3 | Blikar á toppinn Tómas Þór Þórðarson á Samsung-vellinum skrifar 30. maí 2016 22:45 Úr leik liðanna í kvöld. vísir/anton Breiðablik skaust á topp Pepsi-deildar karla í kvöld er liðið vann magnaðan útisigur á Stjörnunni, 3-1. Þetta er fyrsta tap Stjörnunnar í Pepsi-deildinni þetta tímabilið en liðið hefur ekki unnið síðan í þriðju umferð. Blikar voru aftur á móti að vinna annan leikinn í röð eftir að leggja KR á heimavelli í síðustu umferð, 1-0. Blikar eru nú búnir að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og syngja kátir á toppi deildarinnar. Daniel Bamberg skoraði fyrsta mark leiksins á 72. mínútu og Atli Sigurjónsson annað markið átta mínútum síðar. Arnar Már Björgvinsson gerði þetta að leik aftur með marki fyrir Stjörnuna á 81. mínútu en í uppbótartíma gekk Arnþór Ari Atlason frá leiknum endanlega, 3-1.Af hverju vann Breiðablik? Blikar gerðu það sem þurftu í þessum leik og skoruðu fyrsta markið sem var gríðarlega mikilvægt. Leikurinn var bráðfjörugur allan tímann og var góð auglýsing fyrir íslenska boltann. Framherjar liðanna voru þó ekki að auglýsa sig mikið með færanýtingu sinni. Eftir að Bamberg braut ísinn þurfti Stjarnan að koma aðeins framar á völlinn sem hentaði Blikum vel. Atli Sigurjónsson nýtti pláss sem myndaðist í öftustu línu Stjörnunnar, tók á sprettinn og skoraði gullfallegt mark. Færanýting hefur verið mikill höfuðverkur fyrir Arnar Grétarsson og Blikana hans allt frá undirbúningstímabilinu en liðið skoraði þrjú mörk í kvöld en var búið að skora fimm í heildina á tímabilinu áður en kom að leiknum gegn Stjörnunni. Þetta veit á gott fyrir Blika.Þessir stóðu upp úr Í góðum fótboltaleik voru margir sem spiluðu vel. Miðjumennirnir Þorri Geir Rúnarsson hjá Stjörnunni og Andri Rafn Yeoman báru af í sínum liðum. Þorri Geir var frábær í pressunni inn á miðjunni og vann ófáa bolta af Blikum á þeirra eigin vallarhelmingi. Það leiddi til tveggja dauðafæri sem hann lagði upp sjálfur. Andri Rafn heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Blikaliðinu. Miðjumaðurinn tekur miklum framförum á hverju ár og er ekki lengur bara duglegur heldur með stórhættuleg hlaup fram á við. Bætist markaskorun í hans leik er engin spurning um hvar hann endar. Atli Sigurjónsson nýtti líka tækifæri sitt sem varamaður frábærlega. Hann klikkaði varla á sendingu inn á miðjunni, lagði upp dauðafæri og skoraði fallegt mark. Hann gaf þjálfara sínum eitthvað að hugsa um fyrir næsta leik.Hvað gekk illa? Stjarnan fékk sín færi í þessum leik en þá kannski komum við aftur að manni sem stóð upp úr. Það var Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks. Markvörðurinn gamli var virkilega flottur í kvöld og varði nokkrum sinnum frábærlega. Hjá báðum liðum vantaði oft aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungi vallarins, allavega fram að fyrsta markinu. Þá fór allt af stað hjá báðum. Stjarnan hefði samt hæglega getað unnið þennan leik með að nýta sín færi og skora á undan.Hvað gerist næst? Stjarnan byrjaði mótið frábærlega en þegar liðið fór að mæta þeim bestu í deildinni fór að halla undan fæti. Stjarnan vann fyrstu þrjá leikina en gerði svo jafntefli við KR og FH áður en kom að tapinu í kvöld. Næst er það leikur gegn Val á útivelli þar sem Garðbæingar þurfa að fara að rífa sig í gang og vinna leik aftur. Blikar eru í jafnerfiðu prógrammi núna og Stjarnan. Eftir sigra á KR og Stjörnunni kemur næst að öðrum stórleik gegn FH á heimavelli. Arnar Grétarsson getur alveg hugsað sér þrjú stig þar miðað við hversu sterkan varnarleik liðið er að spila og ég tala nú ekki um ef það ætlar að fara að skora kannski fleiri en eitt mark í leik.Andri Rafn Yeoman var maður leiksins.vísir/antonAtli: Top of the league and having a laugh Atli Sigurjónsson kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik fyrir Oliver Sigurjónsson í 3-1 sigurleik Breiðabliks gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Atli nýtti tækifærið sitt heldur betur vel. Hann spilaði stórvel og skoraði annað mark liðsins eftir glæsilegan sprett og gott skot sem rataði framhjá Herði Fannari Björgvinssyni í marki Stjörnunnar. "Þetta var mjög sætt. Stjarnan er búin að vera mjög góð á þessu tímabili og talin sigurstrangleg í deildinni," sagði Atli brosmildur í viðtali við Vísi eftir leik. "Ég var bara ánægður með að fá 40 mínútur sem varamaður. Maður býst ekki við það mörgum mínútum þegar maður byrjar á bekknum þannig ég reyndi bara að gera það mesta úr þeim." Markið hans Atla var virkilega snoturt en hann sá pláss sem myndaðist í varnarlínu Stjörnunnar, tók af stað með boltann og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Þó Atli sé afskaplega góður fótboltamaður er hann ekki þekktur fyrir svona takta. "Ef mér væri stillt oftar upp á miðjunni þá myndirðu sjá þetta oftar," sagði Atli og sendi Arnar Grétarssyni, þjálfara sínum, góðlátlega pillu en hann stóð fyrir aftan Atla þegar Vísir ræddi við miðjumanninn eldhressa. Blikarnir búnir að vinna tvo stórleiki í röð og á toppnum. Eru þetta skilaboð til hinna liðanna í deildinni? "Skilaboð? Nei, nei. Við erum bara "top of the league and having a laugh"," sagði Atli Sigurjónsson og gekk brosandi í burtu.vísir/antonArnar: Viljum vera á toppnum eftir 22. umferð Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur í leikslok enda hans menn að leggja toppliðið og stela af því toppsætinu. "Ég er gríðarlega ánægður. Við lögðum mikið á okkur og skoruðum í fyrsta skipti þrjú mörk í sumar og það á móti sterku liði Stjörnunnar. Það er svo bara plús að úrslitin féllu með okkur og við erum á toppnum. En við viljum vera á toppnum eftir 22. umferð. Við njótum samt á meðan er," sagði Arnar. Þrátt fyrir vel spilaðan leik gekk liðunum illa að skora þar til Daniel Bamberg braut ísinn. Arnar sá þetta alltaf sem markaleik. "Ég vissi alltaf að það kæmi mark í leikinn en fjögur mörk sá ég ekki koma. Þegar við komumst í 2-0 hélt ég að við værum að landa þessu, sérstaklega því Stjarnan spilaði 120 mínútur í bikarnum en ég gat hvílt. En svo fengum við á okkur mark vegna klaufagangs og þá verður alltaf smá hræðsla," sagði Arnar. Breiðablik er búið að vinna fjóra leiki og tapa tveimur en þeir voru báðir gegn nýliðunum; Ólsurum og Þrótturum. "Þið fjölmiðlar eru mikið búnir að tala um leikinn gegn Þrótti og Ólafsvík sem eitthvað fíaskó en ég vil meina að við spiluðum gríðarlega vel í báðum leikjunum," sagði Arnar. "Ef allt væri eðlilegt hefðum við fengið fullt hús stiga úr tapleikjunum okkar en fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn. Þessum stigum í kvöld tek ég samt fagnandi sem og stigunum á móti KR. Þetta eru góð stig og við erum komnir á toppinn," sagði Arnar Grétarsson.Guðjón Baldvinsson og Oliver Sigurjónsson í skallaeinvígi.vísir/antonRúnar Páll: Dapur varnarleikur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að horfa upp á sína stráka tapa fyrsta leiknum í Pepsi-deildinni í sumar en Garðbæingar voru eina taplausa liðið fyrir umferðina. "Í heildina fannst mér við spila þennan leik mjög vel en Blikar refsuðu okkur grimmilega og skora tvö mörk eftir varnarmistök okkar. Það er ekki gott. Við fengum samt ágætis færi til að skora mörk og breyta leiknum," sagði Rúnar. Rúnar lýgur engu því Stjarnan spilaði vel og fékk færi til að skora á undan Breiðabliki og þannig breyta gangi leiksins. Garðbæingar voru bara ekki á skotskónum og fengu það í andlitið. "Frammistaðan sem slík var fín þrátt fyrir að fá á okkur klaufaleg mörk. Þriðja markið fáum við á okkur þegar við erum að þjarma að þeim undir lokin," sagði Rúnar. "Mér fannst við eiga að koma í veg fyrir fyrstu tvö mörkin. Varnarvinnan í þeim mörkum fannst mér frekar döpur. Í heildina spiluðum við samt ágætan leik og mér fannst við vera beittari. Við fáum samt ekkert út úr því," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.vísir/anton Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Breiðablik skaust á topp Pepsi-deildar karla í kvöld er liðið vann magnaðan útisigur á Stjörnunni, 3-1. Þetta er fyrsta tap Stjörnunnar í Pepsi-deildinni þetta tímabilið en liðið hefur ekki unnið síðan í þriðju umferð. Blikar voru aftur á móti að vinna annan leikinn í röð eftir að leggja KR á heimavelli í síðustu umferð, 1-0. Blikar eru nú búnir að vinna fjóra af síðustu fimm leikjum sínum og syngja kátir á toppi deildarinnar. Daniel Bamberg skoraði fyrsta mark leiksins á 72. mínútu og Atli Sigurjónsson annað markið átta mínútum síðar. Arnar Már Björgvinsson gerði þetta að leik aftur með marki fyrir Stjörnuna á 81. mínútu en í uppbótartíma gekk Arnþór Ari Atlason frá leiknum endanlega, 3-1.Af hverju vann Breiðablik? Blikar gerðu það sem þurftu í þessum leik og skoruðu fyrsta markið sem var gríðarlega mikilvægt. Leikurinn var bráðfjörugur allan tímann og var góð auglýsing fyrir íslenska boltann. Framherjar liðanna voru þó ekki að auglýsa sig mikið með færanýtingu sinni. Eftir að Bamberg braut ísinn þurfti Stjarnan að koma aðeins framar á völlinn sem hentaði Blikum vel. Atli Sigurjónsson nýtti pláss sem myndaðist í öftustu línu Stjörnunnar, tók á sprettinn og skoraði gullfallegt mark. Færanýting hefur verið mikill höfuðverkur fyrir Arnar Grétarsson og Blikana hans allt frá undirbúningstímabilinu en liðið skoraði þrjú mörk í kvöld en var búið að skora fimm í heildina á tímabilinu áður en kom að leiknum gegn Stjörnunni. Þetta veit á gott fyrir Blika.Þessir stóðu upp úr Í góðum fótboltaleik voru margir sem spiluðu vel. Miðjumennirnir Þorri Geir Rúnarsson hjá Stjörnunni og Andri Rafn Yeoman báru af í sínum liðum. Þorri Geir var frábær í pressunni inn á miðjunni og vann ófáa bolta af Blikum á þeirra eigin vallarhelmingi. Það leiddi til tveggja dauðafæri sem hann lagði upp sjálfur. Andri Rafn heldur áfram að spila eins og sá sem valdið hefur í Blikaliðinu. Miðjumaðurinn tekur miklum framförum á hverju ár og er ekki lengur bara duglegur heldur með stórhættuleg hlaup fram á við. Bætist markaskorun í hans leik er engin spurning um hvar hann endar. Atli Sigurjónsson nýtti líka tækifæri sitt sem varamaður frábærlega. Hann klikkaði varla á sendingu inn á miðjunni, lagði upp dauðafæri og skoraði fallegt mark. Hann gaf þjálfara sínum eitthvað að hugsa um fyrir næsta leik.Hvað gekk illa? Stjarnan fékk sín færi í þessum leik en þá kannski komum við aftur að manni sem stóð upp úr. Það var Gunnleifur Gunnleifsson í marki Breiðabliks. Markvörðurinn gamli var virkilega flottur í kvöld og varði nokkrum sinnum frábærlega. Hjá báðum liðum vantaði oft aðeins meiri gæði á síðasta þriðjungi vallarins, allavega fram að fyrsta markinu. Þá fór allt af stað hjá báðum. Stjarnan hefði samt hæglega getað unnið þennan leik með að nýta sín færi og skora á undan.Hvað gerist næst? Stjarnan byrjaði mótið frábærlega en þegar liðið fór að mæta þeim bestu í deildinni fór að halla undan fæti. Stjarnan vann fyrstu þrjá leikina en gerði svo jafntefli við KR og FH áður en kom að tapinu í kvöld. Næst er það leikur gegn Val á útivelli þar sem Garðbæingar þurfa að fara að rífa sig í gang og vinna leik aftur. Blikar eru í jafnerfiðu prógrammi núna og Stjarnan. Eftir sigra á KR og Stjörnunni kemur næst að öðrum stórleik gegn FH á heimavelli. Arnar Grétarsson getur alveg hugsað sér þrjú stig þar miðað við hversu sterkan varnarleik liðið er að spila og ég tala nú ekki um ef það ætlar að fara að skora kannski fleiri en eitt mark í leik.Andri Rafn Yeoman var maður leiksins.vísir/antonAtli: Top of the league and having a laugh Atli Sigurjónsson kom inn á sem varamaður snemma í seinni hálfleik fyrir Oliver Sigurjónsson í 3-1 sigurleik Breiðabliks gegn Stjörnunni í Pepsi-deild karla í fótbolta í kvöld. Atli nýtti tækifærið sitt heldur betur vel. Hann spilaði stórvel og skoraði annað mark liðsins eftir glæsilegan sprett og gott skot sem rataði framhjá Herði Fannari Björgvinssyni í marki Stjörnunnar. "Þetta var mjög sætt. Stjarnan er búin að vera mjög góð á þessu tímabili og talin sigurstrangleg í deildinni," sagði Atli brosmildur í viðtali við Vísi eftir leik. "Ég var bara ánægður með að fá 40 mínútur sem varamaður. Maður býst ekki við það mörgum mínútum þegar maður byrjar á bekknum þannig ég reyndi bara að gera það mesta úr þeim." Markið hans Atla var virkilega snoturt en hann sá pláss sem myndaðist í varnarlínu Stjörnunnar, tók af stað með boltann og skoraði með hnitmiðuðu skoti. Þó Atli sé afskaplega góður fótboltamaður er hann ekki þekktur fyrir svona takta. "Ef mér væri stillt oftar upp á miðjunni þá myndirðu sjá þetta oftar," sagði Atli og sendi Arnar Grétarssyni, þjálfara sínum, góðlátlega pillu en hann stóð fyrir aftan Atla þegar Vísir ræddi við miðjumanninn eldhressa. Blikarnir búnir að vinna tvo stórleiki í röð og á toppnum. Eru þetta skilaboð til hinna liðanna í deildinni? "Skilaboð? Nei, nei. Við erum bara "top of the league and having a laugh"," sagði Atli Sigurjónsson og gekk brosandi í burtu.vísir/antonArnar: Viljum vera á toppnum eftir 22. umferð Arnar Grétarsson, þjálfari Breiðabliks, var eðlilega sáttur í leikslok enda hans menn að leggja toppliðið og stela af því toppsætinu. "Ég er gríðarlega ánægður. Við lögðum mikið á okkur og skoruðum í fyrsta skipti þrjú mörk í sumar og það á móti sterku liði Stjörnunnar. Það er svo bara plús að úrslitin féllu með okkur og við erum á toppnum. En við viljum vera á toppnum eftir 22. umferð. Við njótum samt á meðan er," sagði Arnar. Þrátt fyrir vel spilaðan leik gekk liðunum illa að skora þar til Daniel Bamberg braut ísinn. Arnar sá þetta alltaf sem markaleik. "Ég vissi alltaf að það kæmi mark í leikinn en fjögur mörk sá ég ekki koma. Þegar við komumst í 2-0 hélt ég að við værum að landa þessu, sérstaklega því Stjarnan spilaði 120 mínútur í bikarnum en ég gat hvílt. En svo fengum við á okkur mark vegna klaufagangs og þá verður alltaf smá hræðsla," sagði Arnar. Breiðablik er búið að vinna fjóra leiki og tapa tveimur en þeir voru báðir gegn nýliðunum; Ólsurum og Þrótturum. "Þið fjölmiðlar eru mikið búnir að tala um leikinn gegn Þrótti og Ólafsvík sem eitthvað fíaskó en ég vil meina að við spiluðum gríðarlega vel í báðum leikjunum," sagði Arnar. "Ef allt væri eðlilegt hefðum við fengið fullt hús stiga úr tapleikjunum okkar en fótboltinn er ekkert alltaf sanngjarn. Þessum stigum í kvöld tek ég samt fagnandi sem og stigunum á móti KR. Þetta eru góð stig og við erum komnir á toppinn," sagði Arnar Grétarsson.Guðjón Baldvinsson og Oliver Sigurjónsson í skallaeinvígi.vísir/antonRúnar Páll: Dapur varnarleikur Rúnar Páll Sigmundsson, þjálfari Stjörnunnar, þurfti að horfa upp á sína stráka tapa fyrsta leiknum í Pepsi-deildinni í sumar en Garðbæingar voru eina taplausa liðið fyrir umferðina. "Í heildina fannst mér við spila þennan leik mjög vel en Blikar refsuðu okkur grimmilega og skora tvö mörk eftir varnarmistök okkar. Það er ekki gott. Við fengum samt ágætis færi til að skora mörk og breyta leiknum," sagði Rúnar. Rúnar lýgur engu því Stjarnan spilaði vel og fékk færi til að skora á undan Breiðabliki og þannig breyta gangi leiksins. Garðbæingar voru bara ekki á skotskónum og fengu það í andlitið. "Frammistaðan sem slík var fín þrátt fyrir að fá á okkur klaufaleg mörk. Þriðja markið fáum við á okkur þegar við erum að þjarma að þeim undir lokin," sagði Rúnar. "Mér fannst við eiga að koma í veg fyrir fyrstu tvö mörkin. Varnarvinnan í þeim mörkum fannst mér frekar döpur. Í heildina spiluðum við samt ágætan leik og mér fannst við vera beittari. Við fáum samt ekkert út úr því," sagði Rúnar Páll Sigmundsson.vísir/anton
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira