Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: ÍBV - Víkingur 0-3 | Víkingssigur í Eyjum | Sjáðu mörkin og vítið Anton Ingi Leifsson á Hásteinsvelli skrifar 22. maí 2016 19:45 Víkingar Reykjavík eru komnir með sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni þetta sumarið eftir 3-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Víkingar voru mikið betri á öllum sviðum. Arnþór Ingi Kristinsson kom Víkingum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks, en þá hafði Gary Martin klikkað víti rétt áður. Upp úr horninu kom svo markið hjá Arnþóri. Gary og Viktor Jónsson komu sér svo á blað með sínum fyrstu mörkum þetta tímabilið, en þeir skoruðu báðir á fimmtán mínútna kafla. Viktor skoraði eftir undirbúning Gary. Eyjamenn var heldur betur skellt niður á jörðina eftir frábæran sigur í síðustu umferð, en Víkingur Reykjavík er nú komið með fimm stig eftir leikina fimm sem búnir eru.Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru mikið betri á öllum sviðum leiksins. Þeir voru miklu grimmari en heimamenn, lögðu líf og sál í alla bolta og spiluðu boltanum betur innan síns liðs. Eyjamenn náðu rosalega fáum spilköflum og menn voru meira að hlaupa með boltann heldur en að láta hann ganga á milli sín. Gestirnir eru líka með rosalega mikil gæði fram á við. Þegar þú ert með mann eins og Gary Martin í þínum röðum þá geturu alltaf hugsað að ef þú haldir markinu hreinu er alltaf bullandi séns. Lokatölur 3-0 sigur gestanna.Þessir stóðu upp úr Arnþór Ingi Kristinsson var frábær á miðjunni. Hann var alltaf mættur í alla baráttu, skilaði boltanum vel frá sér og skilaði sínu hlutverki rosalega vel í bæði vörn og sókn. Gary Martin var einnig síógnandi í fremstu víglínu og er kominn á blað þetta sumarið, auk þess sem hann gaf eina stoðsendingu. Þessir tveir stóðu upp úr hjá Víkingum sem unnu annars góðan liðssigur. Það reyndi lítið sem ekki neitt á Róbert Örn Óskarsson, en hann var vel vakandi þegar á þurfti. Hjá Eyjamönnum áttu nanast allir leikmenn liðsins slæman dag. Hvað gekk illa? Spilamennska ÍBV var mjög, mjög slök. Í fyrri hálfleik náðu þeir í mesta lagi að tengja tvær til þrjár sendingar saman og í síðari hálfleik gekk það verr. Þeir reyndu mikið af löngum boltum fram á Sigurð Grétar Benónýsson sem gekk erfiðlega. Derby Carillo gekk einnig mjög illa að halda sig í markinu. Hann átti stóran þátt í þriðja marki Víkinga, en hann átti mjög slakan dag í markinu. ÍBV þarf að rífa sig upp og sýna karakter - að liðið geti unnið tvo leiki í röð.Hvað gerist næst? Víkingur er komið með sigur í Pepsi-deildinni og það er þungu fargi létt af mörgum í Víkinni, svo mikið er víst. Liðið átti ansi erfitt prógramm í upphafi móts, en nú bíða auðveldari lið ef svo mætti kalla. Næst koma Skagamenn í heimsókn í Víkina og þar gera heimamenn kröfu á þrjú stig. Víkingur er í níunda sæti með fimm stig. ÍBV heimsækir nýliða Þróttar í næsta leik og það er kjörið tækifæri fyrir lærisveina hans Bjarna Jóhannssonar til þess að rífa sig upp af rassgatinu og koma sér aftur á sigurbraut. Þeir eru í 5. sæti með sjö stig eftir leikina fimm.Milos Milojevic, þjálfari Víkings.vísir/ernirMilos: Loksins gátum við spilað fótbolta „Það er ekkert leyndarmál að þetta er langsóttur sigur. Við vorum að spila gegn mjög skipulögðu liði ÍBV sem hefur verið á góðu róli,” sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, í leikslok. „Við vorum í öðruvísi hlutverki í dag. Mér fannst við vera “underdogs” í dag, en þetta er fyrsti leikurinn sem það er hægt að spila fótbolta og við sýndum að við getum það.” „Því miður eru aðstæðurnar þannig að við gátum ekki gert það í fyrstu þremur umferðunum og það fór eins og það fór, en við stóðum í öllum andstæðingunum. Við vorum betra liðið í dag.” Víkingarnir voru komnir snemma út í síðari hálfleikinn og það heldur betur skilað sér því liðið skoraði eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik. „Ég sendi strákana bara út í endur-upphitun. Þetta er frábært veður, en það er kalt á Íslandi. Ég hef komið hingað þrisvar sinnum og það hefur alltaf verið frábært veður. Ég held að þetta sé bara einhver saga sem segir að það sé ekki gott veður hérna.” „Við sögðum þeim bara að halda áfram og að skora mark. Þeir gerðu það frábærlega. Ég var gríðarlega ánægður hvað við vorum þéttir varnarlega og boltinn var að flæða vel.” „Það eru margir jákvæðir hlutir, en það eru líka hlutir sem við þurfum að bæta og það er pláss til þess.” Viktor Jónsson og Gary Martin skoruðu báðir sín fyrstu mörk í Pepsi-deildinni þetta sumarið í kvöld og það gleður, að sjálfsögðu, þjálfarann. „Það gleður mig, það er engin spurning. Einnig er gott að fá meidda leikmenn aftur og þetta gekk alveg upp í dag. Eyjamenn eru með hörkulið, en þeir lentu á okkur á okkar degi og því fór sem fór,” sagði Milos að lokum.Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.vísir/antonBjarni: Vorum of gráðugir að gefa úrslitasendingarnar „Þetta var ekki nægilega gott í heildina litið. Þetta var ströggl í byrjun, en svo kom fínn kafli,” sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, í leikslok. „Mér fannst þetta vera þannig leikur að það lið sem skoraði fyrst myndi vera líklegra til að vinna. Við vorum að verjast á alltof stóru svæði í fyrri hálfleik og við vorum bara í sendingarvandræðum.” „Sóknir Víkings í fyrri hálfleiks voru bara vegna þess að við vorum ekki á tánum, en við vorum óþekkjanlegir frá síðasta leik okkar í Árbænum.” ÍBV spilaði virkilega vel gegn Fylki í síðasta leik og vann góðan 3-0 sigur. Kom þessi slaka frammistaða í dag Bjarna á óvart? „Já. Ég hefði viljað sjá mikið betri frammistöðu hér í dag. Við lögðum leikinn að mínu mati ágætlega upp, en við vorum bara ótaktískir í dag og það kom okkur um koll.” „Síðan fannst mér eftir fyrsta markið við bara missa fókus á þessu og vorum of gráðugir í að gefa úrslitasendingarnar of snemma. Við hefðum þurft að róa okkur aðeins niður og koma okkur í betri færi. Mér fannst það vanta í dag,” sagði Bjarni í leikslok.Gary skoraði og lagði upp í Eyjum.vísir/stefánGary: Frábært að taka þrjú stig á erfiðasta útivelli landsins „Það er frábært að koma hingað og taka þrjú stig. Mér hefur alltaf þótt þetta einn erfiðasti útivöllur landsins,“ sagði Gary Martin, framherji Víkings, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þetta er erfitt vígi til að koma að sækja stig og ég er virkilega stoltur af því hvernig liðið spilaði í kvöld.“ Þetta var fyrsti sigur Víkings á tímabilinu í fimmtu umferð. „Það voru uppi gagnrýnisraddir eftir frammistöðuna okkar gegn toppliðunum en vonandi getum við byggt á þessari frammistöðu.“ Gary klúðraði vítaspyrnu í dag en svaraði fyrir það með marki og stoðsendingu, hans fyrsta í Pepsi-deildinni í Víkings-treyjunni. „Ég sýndi styrk með því að skora þrátt fyrir að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum. Það er mikill léttir að skora fyrsta markið mitt, það er alltaf erfiðast að skora fyrsta markið. Ég var heppinn hjá KR þar sem ég skoraði í fyrsta leik,“ sagði Gary og hélt áfram: „Ég get vonandi haldið áfram á þessari braut og þakkað forráðamönnum liðsins fyrir traustið sem þeir sýndu mér þegar þeir ákváðu að bæta mér við liðið,“ sagði Gary auðmjúkur.Hafsteinn er á sínu öðru tímabili hjá ÍBV.vísir/vilhelmHafsteinn: Þurfum að koma okkur betur niður á jörðina eftir sigurleiki „Mér fannst við vera í öðrum gír allan leikinn,” sagði Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, í samtali við Vísi í leikslok. „Það kom smá kafli um miðbik fyrri hálfleiks sem mér fannst við aðeins vera að komast inn í leikinn og sköpuðum okkur ágætis færi, en svo förum við inn í hálfleikinn og við komum bara ekkert til baka.” „VIð töluðum um það í hálfleik að við þyrftum aðeins að setja í næsta gír og við töluðum um að stíga aðeins á þá, en það gerðist það öfuga hér í dag.” Milli leikja er sex marka sveifla hjá ÍBV. Þeir unnu 3-0 sigur á Fylki í síðustu umferð, en tapa í kvöld 3-0. Þetta finnst Hafsteini full mikið. „Já, í rauninni. Þetta er eins og gerðist í fyrstu tveimur umferðunum, unnum góðan sigur, en svo er bara eitthvað karaktersleysi í næsta leik og svo er það að gerast núna. Við þurfum að koma okkur betur niður á jörðina eftir sigurleiki.” „Við þurfum að átta okkur á því að við þurfum að mæta í alla leiki 100%. Við getum ekki farið þetta á vinstri,” sagði hundfúll Hafsteinn Briem í leikslok. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Víkingar Reykjavík eru komnir með sinn fyrsta sigur í Pepsi-deildinni þetta sumarið eftir 3-0 sigur á ÍBV í Vestmannaeyjum. Víkingar voru mikið betri á öllum sviðum. Arnþór Ingi Kristinsson kom Víkingum á bragðið í upphafi síðari hálfleiks, en þá hafði Gary Martin klikkað víti rétt áður. Upp úr horninu kom svo markið hjá Arnþóri. Gary og Viktor Jónsson komu sér svo á blað með sínum fyrstu mörkum þetta tímabilið, en þeir skoruðu báðir á fimmtán mínútna kafla. Viktor skoraði eftir undirbúning Gary. Eyjamenn var heldur betur skellt niður á jörðina eftir frábæran sigur í síðustu umferð, en Víkingur Reykjavík er nú komið með fimm stig eftir leikina fimm sem búnir eru.Af hverju vann Víkingur? Víkingar voru mikið betri á öllum sviðum leiksins. Þeir voru miklu grimmari en heimamenn, lögðu líf og sál í alla bolta og spiluðu boltanum betur innan síns liðs. Eyjamenn náðu rosalega fáum spilköflum og menn voru meira að hlaupa með boltann heldur en að láta hann ganga á milli sín. Gestirnir eru líka með rosalega mikil gæði fram á við. Þegar þú ert með mann eins og Gary Martin í þínum röðum þá geturu alltaf hugsað að ef þú haldir markinu hreinu er alltaf bullandi séns. Lokatölur 3-0 sigur gestanna.Þessir stóðu upp úr Arnþór Ingi Kristinsson var frábær á miðjunni. Hann var alltaf mættur í alla baráttu, skilaði boltanum vel frá sér og skilaði sínu hlutverki rosalega vel í bæði vörn og sókn. Gary Martin var einnig síógnandi í fremstu víglínu og er kominn á blað þetta sumarið, auk þess sem hann gaf eina stoðsendingu. Þessir tveir stóðu upp úr hjá Víkingum sem unnu annars góðan liðssigur. Það reyndi lítið sem ekki neitt á Róbert Örn Óskarsson, en hann var vel vakandi þegar á þurfti. Hjá Eyjamönnum áttu nanast allir leikmenn liðsins slæman dag. Hvað gekk illa? Spilamennska ÍBV var mjög, mjög slök. Í fyrri hálfleik náðu þeir í mesta lagi að tengja tvær til þrjár sendingar saman og í síðari hálfleik gekk það verr. Þeir reyndu mikið af löngum boltum fram á Sigurð Grétar Benónýsson sem gekk erfiðlega. Derby Carillo gekk einnig mjög illa að halda sig í markinu. Hann átti stóran þátt í þriðja marki Víkinga, en hann átti mjög slakan dag í markinu. ÍBV þarf að rífa sig upp og sýna karakter - að liðið geti unnið tvo leiki í röð.Hvað gerist næst? Víkingur er komið með sigur í Pepsi-deildinni og það er þungu fargi létt af mörgum í Víkinni, svo mikið er víst. Liðið átti ansi erfitt prógramm í upphafi móts, en nú bíða auðveldari lið ef svo mætti kalla. Næst koma Skagamenn í heimsókn í Víkina og þar gera heimamenn kröfu á þrjú stig. Víkingur er í níunda sæti með fimm stig. ÍBV heimsækir nýliða Þróttar í næsta leik og það er kjörið tækifæri fyrir lærisveina hans Bjarna Jóhannssonar til þess að rífa sig upp af rassgatinu og koma sér aftur á sigurbraut. Þeir eru í 5. sæti með sjö stig eftir leikina fimm.Milos Milojevic, þjálfari Víkings.vísir/ernirMilos: Loksins gátum við spilað fótbolta „Það er ekkert leyndarmál að þetta er langsóttur sigur. Við vorum að spila gegn mjög skipulögðu liði ÍBV sem hefur verið á góðu róli,” sagði Milos Milojevic, þjálfari Víkinga, í leikslok. „Við vorum í öðruvísi hlutverki í dag. Mér fannst við vera “underdogs” í dag, en þetta er fyrsti leikurinn sem það er hægt að spila fótbolta og við sýndum að við getum það.” „Því miður eru aðstæðurnar þannig að við gátum ekki gert það í fyrstu þremur umferðunum og það fór eins og það fór, en við stóðum í öllum andstæðingunum. Við vorum betra liðið í dag.” Víkingarnir voru komnir snemma út í síðari hálfleikinn og það heldur betur skilað sér því liðið skoraði eftir sex mínútna leik í síðari hálfleik. „Ég sendi strákana bara út í endur-upphitun. Þetta er frábært veður, en það er kalt á Íslandi. Ég hef komið hingað þrisvar sinnum og það hefur alltaf verið frábært veður. Ég held að þetta sé bara einhver saga sem segir að það sé ekki gott veður hérna.” „Við sögðum þeim bara að halda áfram og að skora mark. Þeir gerðu það frábærlega. Ég var gríðarlega ánægður hvað við vorum þéttir varnarlega og boltinn var að flæða vel.” „Það eru margir jákvæðir hlutir, en það eru líka hlutir sem við þurfum að bæta og það er pláss til þess.” Viktor Jónsson og Gary Martin skoruðu báðir sín fyrstu mörk í Pepsi-deildinni þetta sumarið í kvöld og það gleður, að sjálfsögðu, þjálfarann. „Það gleður mig, það er engin spurning. Einnig er gott að fá meidda leikmenn aftur og þetta gekk alveg upp í dag. Eyjamenn eru með hörkulið, en þeir lentu á okkur á okkar degi og því fór sem fór,” sagði Milos að lokum.Bjarni Jóhannsson, þjálfari ÍBV.vísir/antonBjarni: Vorum of gráðugir að gefa úrslitasendingarnar „Þetta var ekki nægilega gott í heildina litið. Þetta var ströggl í byrjun, en svo kom fínn kafli,” sagði Bjarni Jóhannsson, þjálfari Eyjamanna, í leikslok. „Mér fannst þetta vera þannig leikur að það lið sem skoraði fyrst myndi vera líklegra til að vinna. Við vorum að verjast á alltof stóru svæði í fyrri hálfleik og við vorum bara í sendingarvandræðum.” „Sóknir Víkings í fyrri hálfleiks voru bara vegna þess að við vorum ekki á tánum, en við vorum óþekkjanlegir frá síðasta leik okkar í Árbænum.” ÍBV spilaði virkilega vel gegn Fylki í síðasta leik og vann góðan 3-0 sigur. Kom þessi slaka frammistaða í dag Bjarna á óvart? „Já. Ég hefði viljað sjá mikið betri frammistöðu hér í dag. Við lögðum leikinn að mínu mati ágætlega upp, en við vorum bara ótaktískir í dag og það kom okkur um koll.” „Síðan fannst mér eftir fyrsta markið við bara missa fókus á þessu og vorum of gráðugir í að gefa úrslitasendingarnar of snemma. Við hefðum þurft að róa okkur aðeins niður og koma okkur í betri færi. Mér fannst það vanta í dag,” sagði Bjarni í leikslok.Gary skoraði og lagði upp í Eyjum.vísir/stefánGary: Frábært að taka þrjú stig á erfiðasta útivelli landsins „Það er frábært að koma hingað og taka þrjú stig. Mér hefur alltaf þótt þetta einn erfiðasti útivöllur landsins,“ sagði Gary Martin, framherji Víkings, sáttur að leikslokum í kvöld. „Þetta er erfitt vígi til að koma að sækja stig og ég er virkilega stoltur af því hvernig liðið spilaði í kvöld.“ Þetta var fyrsti sigur Víkings á tímabilinu í fimmtu umferð. „Það voru uppi gagnrýnisraddir eftir frammistöðuna okkar gegn toppliðunum en vonandi getum við byggt á þessari frammistöðu.“ Gary klúðraði vítaspyrnu í dag en svaraði fyrir það með marki og stoðsendingu, hans fyrsta í Pepsi-deildinni í Víkings-treyjunni. „Ég sýndi styrk með því að skora þrátt fyrir að hafa klúðrað víti fyrr í leiknum. Það er mikill léttir að skora fyrsta markið mitt, það er alltaf erfiðast að skora fyrsta markið. Ég var heppinn hjá KR þar sem ég skoraði í fyrsta leik,“ sagði Gary og hélt áfram: „Ég get vonandi haldið áfram á þessari braut og þakkað forráðamönnum liðsins fyrir traustið sem þeir sýndu mér þegar þeir ákváðu að bæta mér við liðið,“ sagði Gary auðmjúkur.Hafsteinn er á sínu öðru tímabili hjá ÍBV.vísir/vilhelmHafsteinn: Þurfum að koma okkur betur niður á jörðina eftir sigurleiki „Mér fannst við vera í öðrum gír allan leikinn,” sagði Hafsteinn Briem, varnarmaður ÍBV, í samtali við Vísi í leikslok. „Það kom smá kafli um miðbik fyrri hálfleiks sem mér fannst við aðeins vera að komast inn í leikinn og sköpuðum okkur ágætis færi, en svo förum við inn í hálfleikinn og við komum bara ekkert til baka.” „VIð töluðum um það í hálfleik að við þyrftum aðeins að setja í næsta gír og við töluðum um að stíga aðeins á þá, en það gerðist það öfuga hér í dag.” Milli leikja er sex marka sveifla hjá ÍBV. Þeir unnu 3-0 sigur á Fylki í síðustu umferð, en tapa í kvöld 3-0. Þetta finnst Hafsteini full mikið. „Já, í rauninni. Þetta er eins og gerðist í fyrstu tveimur umferðunum, unnum góðan sigur, en svo er bara eitthvað karaktersleysi í næsta leik og svo er það að gerast núna. Við þurfum að koma okkur betur niður á jörðina eftir sigurleiki.” „Við þurfum að átta okkur á því að við þurfum að mæta í alla leiki 100%. Við getum ekki farið þetta á vinstri,” sagði hundfúll Hafsteinn Briem í leikslok.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira