Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Valur - Þróttur 4-1 | Auðvelt hjá Valsmönnum | Sjáðu mörkin Árni Jóhannsson á Valsvellinum skrifar 22. maí 2016 22:00 Valur vann sannfærandi 4-1 sigur á Þrótti á heimavelli í kvöld en eftir jafnar fyrstu tíu mínúturnar tóku Valsmenn völdin og kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku. Þróttarar gerðu sér enga greiða með því að gefa boltann frá sér í gríð og erg og sköpuðu Valsmenn fullt af færum eftir að hafa fengið boltann á silfurfati á vallarhelmingi Þróttara. Þá sérstaklega í fyrri hálfleik en sigur Vals hefði getað orðið mikið stærri. Mörk heimamanna skoruðu Nikolaj Hansen, Guðjón Pétur Lýðsson, Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson en Thiago Pinto Borges náði að klóra í bakkann fyrir Þróttara á lokamínútum leiksins.Af hverju vann Valur?Valsmenn náðu að sýna það að þeir voru liðið í þessum leik með úrvalsdeildarreynsluna. Þeir sýndu af sér mikla þolinmæði í byrjun leiks en þá sýndu liðin mikið jafnræði með sér og náðu bæði fínum spilköflum en eftir það náðu heimamenn töglum á haldi og létu það ekki eftir það sem eftir lifði leiks. Það hjálpaði þeim gríðarlega að þó að Þróttarar voru klaufalegir á eigin vallarhelming og gáfu boltann frá sér í gríð og erg þannig að Valsmenn áttu auðvelt með að skapa færi og refsa Þrótti fyrir lélegar sendingar. Einnig ber að nefna að Valsmenn reyndu að stíla inn á það að láta boltann ganga vel á milli sín og náðu þeir á tímabilum alveg frábærum spilköflum og virtust Þróttarar oft gefa þeim miðjuna algerlega eftir. Varnarmenn Vals sáust lítið í leiknum en það er ákveðið merki um það hversu oft Þróttarar komust að teig heimamanna.Hverjir stóðu upp úr? Flestir ef ekki allir leikmenn Valsmanna áttu fínan dag en maður leiksins verðum við að velja framherjan Nicolaj Hansen sem skoraði mark, átti stoðsendingu og með örlítilli heppni hefði getað skorað fleiri mörk. Kristinn Frey Sigurðsson átti líka góðan dag, sem og félagi hans á miðjunni Haukur Páll Sigurðsson sem braut á bak aftur þær fáu sóknir sem Þróttarar reyndu að byggja. Annars verður að hrósa öllum Valsmönnum fyrir mikla fagmennsku við lausn verkefnisins. Hjá gestunumer er hægt að nefna Thiago Pinto Borges sem byrjaði leikinn mjög vel en týndist eftir um korter en minnti á sig með glæsilegu marki í lok leiks. Ef hann fær að vera með boltann í sumar getur hann galdrað eitthvað upp fyrir Þrótt.Hvað gekk illa? Spilamennska Þróttara gekk illa. Eins og áður segir þá voru þeir duglegir að gefa Valsmönnum boltann á eigin vallarhelmingi sem þýddi að það lá mikið á vörn þeirra og supu þeir seyðið af klaufaganginum. Mig grunar að uppleggið hafi verið að ná skyndisóknum á Valsmenn en sökum tapaðra bolta voru þær skyndisóknir mjög fáar. Hjá Val gekki helst illa að hitta á rammann úr fjölmörgum færum sem þeir fengu en þeir nýttu fjögur skot og það var nóg í dag.Hvað næst? Bæði lið eiga erfiða leiki fyrir höndum í næstu umferð. Valur sækir granna sína í KR heim e þeir þurfa að byggja á þessari frammistöðu og byrja mótið fyrir alvöru en að eigin sögn hafa þeir ekki byrjað nógu vel í sumar. KR hefur samt byrjað á svipuðum nótum og Valsmenn og hægt er að ná í stig í Frostaskjólið fyrir Val ef þeir ná að sýna sinn besta leik. Þróttur þarf að finna stöðugleika þegar þeir ná góðum úrslitum og geta þeir byrjað í næstu umferð þegar Vestmanneyjingar koma í heimsókn í Laugardalinn. Þeir geta ekki leyft sér að sýna leik eins og í kvöld því annars mun dálkurinn mörk fengin á sig blása út í stigatöflunni. Það getur verið dýrt í lok leiktíðar.Ólafur Jóhannesson: Fúlt að byrja ekki mótið betur Þjálfari Valsmanna vildi nú ekki taka undir orð blaðamanns um að leikurinn á móti Þrótt fyrr í kvöld hafi verið auðveldur. „Ekki kannski auðvelt en það er rétt að við höfðum yfirhöndina en við þurftum svo sannarlega að hafa mikið fyrir þessu. Þeir bökkuðu mjög mikið og gáfu okkur mikið pláss og náðum við að opna nokkrum sinnum vel á þá og það er það sem við vorum að leita eftir í dag.“ Ólafur var spurður hvort allt hafi gengið upp í kvöld hjá hans mönnum, hvernig hann sæi restina af maí mótinu spilast og næstu leiki. „Það má eiginlega segja það, við gerðum fjögur mörk og það var virkilega vel gert hjá okkur. Við byrjuðum mótið illa og var það fúlt en höfum náð að koma ágætlega til baka og erum í allt í lagi stöðu. Við vildum hafa fleiri stig en við höldum bara áfram og við ætlum að safna fleiri stigum í næsta leik.“Gregg Ryder: Fyrri hálfleikur drap okkur Þjálfari Þróttar var daufur í dálkinn, skiljanlega þegar blaðamaður náði á hann eftir leik. Hann var spurður hvort þetta hafi verið erfiður dagur á skrifstofunni en hann var sammála því. „Við verðum að læra af þessum leikjum en þessi leikur var eins og leikurinn á móti Stjörnunni þar sem við spiluðum ekki vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta má ekki gerast reglulega, við erum of óstöðugir.“ Leikmenn Þróttar voru ekki að gera sér neina greiða í dag en þeir gáfu boltann allt of oft frá sér þannig að Valur náði að skapa sér færi og skora í leiknum í kvöld, Gregg var einnig sammála því. „Öll mörkin í fyrri hálfleik komu úr slíkum aðstæðum. Við höfðum tala um það að Valur vilji spila þannig að okkur sé þrýst aftur en við leyfum þeim í gríð og erg að fá boltann fyrir framan teiginn og þeir nýttu það sérstaklega þegar Guðjón Pétur fékk allan tímann í heiminum til að þruma á markið. Það á ekki að gerast þegar við vitum af þessu og er algjörlega óafsakanlegt að leyfa þetta.“ „Við erum nýir í deildinni og með marga nýja leikmenn og við verðum að koma okkur upp stöðugleika. Þegar við vinnum leik eins og á móti Breiðablik þá verðum við að mæta jafn ákveðnir og fastir fyrir í næsta leik. Við vorum ekkert af þessum hlutum sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur drap okkur.“ Um seinni hálfleikinn sagði Gregg að það hefði verið mikilvægt að spila upp á stoltið en það var erfitt fyrir lið hans að fá mörk á sig á 38. mínútu og 45. mínútu. Þá var það orðið spurning um að komast inn í klefa í hálfleik. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Valur vann sannfærandi 4-1 sigur á Þrótti á heimavelli í kvöld en eftir jafnar fyrstu tíu mínúturnar tóku Valsmenn völdin og kláruðu leikinn af mikilli fagmennsku. Þróttarar gerðu sér enga greiða með því að gefa boltann frá sér í gríð og erg og sköpuðu Valsmenn fullt af færum eftir að hafa fengið boltann á silfurfati á vallarhelmingi Þróttara. Þá sérstaklega í fyrri hálfleik en sigur Vals hefði getað orðið mikið stærri. Mörk heimamanna skoruðu Nikolaj Hansen, Guðjón Pétur Lýðsson, Sigurður Egill Lárusson og Kristinn Freyr Sigurðsson en Thiago Pinto Borges náði að klóra í bakkann fyrir Þróttara á lokamínútum leiksins.Af hverju vann Valur?Valsmenn náðu að sýna það að þeir voru liðið í þessum leik með úrvalsdeildarreynsluna. Þeir sýndu af sér mikla þolinmæði í byrjun leiks en þá sýndu liðin mikið jafnræði með sér og náðu bæði fínum spilköflum en eftir það náðu heimamenn töglum á haldi og létu það ekki eftir það sem eftir lifði leiks. Það hjálpaði þeim gríðarlega að þó að Þróttarar voru klaufalegir á eigin vallarhelming og gáfu boltann frá sér í gríð og erg þannig að Valsmenn áttu auðvelt með að skapa færi og refsa Þrótti fyrir lélegar sendingar. Einnig ber að nefna að Valsmenn reyndu að stíla inn á það að láta boltann ganga vel á milli sín og náðu þeir á tímabilum alveg frábærum spilköflum og virtust Þróttarar oft gefa þeim miðjuna algerlega eftir. Varnarmenn Vals sáust lítið í leiknum en það er ákveðið merki um það hversu oft Þróttarar komust að teig heimamanna.Hverjir stóðu upp úr? Flestir ef ekki allir leikmenn Valsmanna áttu fínan dag en maður leiksins verðum við að velja framherjan Nicolaj Hansen sem skoraði mark, átti stoðsendingu og með örlítilli heppni hefði getað skorað fleiri mörk. Kristinn Frey Sigurðsson átti líka góðan dag, sem og félagi hans á miðjunni Haukur Páll Sigurðsson sem braut á bak aftur þær fáu sóknir sem Þróttarar reyndu að byggja. Annars verður að hrósa öllum Valsmönnum fyrir mikla fagmennsku við lausn verkefnisins. Hjá gestunumer er hægt að nefna Thiago Pinto Borges sem byrjaði leikinn mjög vel en týndist eftir um korter en minnti á sig með glæsilegu marki í lok leiks. Ef hann fær að vera með boltann í sumar getur hann galdrað eitthvað upp fyrir Þrótt.Hvað gekk illa? Spilamennska Þróttara gekk illa. Eins og áður segir þá voru þeir duglegir að gefa Valsmönnum boltann á eigin vallarhelmingi sem þýddi að það lá mikið á vörn þeirra og supu þeir seyðið af klaufaganginum. Mig grunar að uppleggið hafi verið að ná skyndisóknum á Valsmenn en sökum tapaðra bolta voru þær skyndisóknir mjög fáar. Hjá Val gekki helst illa að hitta á rammann úr fjölmörgum færum sem þeir fengu en þeir nýttu fjögur skot og það var nóg í dag.Hvað næst? Bæði lið eiga erfiða leiki fyrir höndum í næstu umferð. Valur sækir granna sína í KR heim e þeir þurfa að byggja á þessari frammistöðu og byrja mótið fyrir alvöru en að eigin sögn hafa þeir ekki byrjað nógu vel í sumar. KR hefur samt byrjað á svipuðum nótum og Valsmenn og hægt er að ná í stig í Frostaskjólið fyrir Val ef þeir ná að sýna sinn besta leik. Þróttur þarf að finna stöðugleika þegar þeir ná góðum úrslitum og geta þeir byrjað í næstu umferð þegar Vestmanneyjingar koma í heimsókn í Laugardalinn. Þeir geta ekki leyft sér að sýna leik eins og í kvöld því annars mun dálkurinn mörk fengin á sig blása út í stigatöflunni. Það getur verið dýrt í lok leiktíðar.Ólafur Jóhannesson: Fúlt að byrja ekki mótið betur Þjálfari Valsmanna vildi nú ekki taka undir orð blaðamanns um að leikurinn á móti Þrótt fyrr í kvöld hafi verið auðveldur. „Ekki kannski auðvelt en það er rétt að við höfðum yfirhöndina en við þurftum svo sannarlega að hafa mikið fyrir þessu. Þeir bökkuðu mjög mikið og gáfu okkur mikið pláss og náðum við að opna nokkrum sinnum vel á þá og það er það sem við vorum að leita eftir í dag.“ Ólafur var spurður hvort allt hafi gengið upp í kvöld hjá hans mönnum, hvernig hann sæi restina af maí mótinu spilast og næstu leiki. „Það má eiginlega segja það, við gerðum fjögur mörk og það var virkilega vel gert hjá okkur. Við byrjuðum mótið illa og var það fúlt en höfum náð að koma ágætlega til baka og erum í allt í lagi stöðu. Við vildum hafa fleiri stig en við höldum bara áfram og við ætlum að safna fleiri stigum í næsta leik.“Gregg Ryder: Fyrri hálfleikur drap okkur Þjálfari Þróttar var daufur í dálkinn, skiljanlega þegar blaðamaður náði á hann eftir leik. Hann var spurður hvort þetta hafi verið erfiður dagur á skrifstofunni en hann var sammála því. „Við verðum að læra af þessum leikjum en þessi leikur var eins og leikurinn á móti Stjörnunni þar sem við spiluðum ekki vel og þá sérstaklega í fyrri hálfleik. Þetta má ekki gerast reglulega, við erum of óstöðugir.“ Leikmenn Þróttar voru ekki að gera sér neina greiða í dag en þeir gáfu boltann allt of oft frá sér þannig að Valur náði að skapa sér færi og skora í leiknum í kvöld, Gregg var einnig sammála því. „Öll mörkin í fyrri hálfleik komu úr slíkum aðstæðum. Við höfðum tala um það að Valur vilji spila þannig að okkur sé þrýst aftur en við leyfum þeim í gríð og erg að fá boltann fyrir framan teiginn og þeir nýttu það sérstaklega þegar Guðjón Pétur fékk allan tímann í heiminum til að þruma á markið. Það á ekki að gerast þegar við vitum af þessu og er algjörlega óafsakanlegt að leyfa þetta.“ „Við erum nýir í deildinni og með marga nýja leikmenn og við verðum að koma okkur upp stöðugleika. Þegar við vinnum leik eins og á móti Breiðablik þá verðum við að mæta jafn ákveðnir og fastir fyrir í næsta leik. Við vorum ekkert af þessum hlutum sérstaklega í fyrri hálfleik. Fyrri hálfleikur drap okkur.“ Um seinni hálfleikinn sagði Gregg að það hefði verið mikilvægt að spila upp á stoltið en það var erfitt fyrir lið hans að fá mörk á sig á 38. mínútu og 45. mínútu. Þá var það orðið spurning um að komast inn í klefa í hálfleik.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti „Hef klárlega áhuga á að stýra liðinu áfram“ Sport Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira