Taka þetta eins og Maradona '86 Gyða Lóa Ólafsdóttir skrifar 23. maí 2016 09:00 Hér má sjá hluta liðsins taka vel á því á æfingu á dögunum. Rétt sést glitta í Helga þjálfara lengst til vinstri á myndinni. Vísir/AntonBrink Það er misjafnt hversu langan tíma fólk gefur sér í að undirbúa sig fyrir hlutina og margir eru sjálfsagt rétt komnir með hugann við komandi sumar. Hópur manna hefur þó stundað stífar æfingar í rúma níu mánuði fyrir Mýrarboltann sem fram fer um verslunarmannahelgina. Því eru enn nokkrir mánuðir til stefnu. „Við erum búnir að vera að þjálfa alveg stanslaust. Hann Helgi í World Class sem er einkaþjálfari og ketilbjöllukennari er í klúbbnum og er búinn að vera að þjálfa okkur. Við höfum verið að fara fjórum til fimm sinnum í viku í þvílíkt ketilbjölluprógramm,“ segir rapparinn góðkunni Erpur Eyvindarson en hann er meðal meðlima í mýrarboltaklúbbnum Maradona Social Club sem hefur verið við stífar æfingar síðan í ágúst í fyrra. Augljóst er að töluverður hugur er í liðsfélögum og eru æfingarnar aðallega í formi styrktaræfinga þar sem ekki er um neinn venjulegan fótbolta að ræða en um fjörutíu manns skipa liðið. „Þetta er náttúrulega ekkert venjulegur fótbolti. Mýrarboltinn er rosalega erfiður. Þetta reynir svo mikið á þrekið, þannig að það eru rosalega örar skiptingar. Við erum með mikið af varamönnum.“ Fyrir þá sem ekki vita er Mýrarboltinn hátíð á Ísafirði sem fram fer um verslunarmannahelgina. Lið keppa í eiginlegum fótbolta nema að völlurinn er í mýri og því mikið drullumall. Þeir félagar í Maradona Social Club setja markið hátt í ár og er stefnan að sjálfsögðu sett á að vinna mótið í ár þar sem þeir sigruðu ekki í fyrra. „Það var dómaraskandall seinast, við vorum búnir að rúlla þessu öllu upp og svo var svona smá skandall sem maður nennir ekkert að vera að tala um en við ákváðum að við kæmum til baka og myndum taka þetta eins og Maradona gegn Englandi ’86,“ segir Erpur ákveðinn og vísar þar í goðsagnakenndan fótboltaleik á milli Argentínu og Englands árið 1986. „Þetta er búinn að vera langur undirbúningstími og lengi planað að byggja upp liðið. Búið að „scouta“ þá bestu í mörg ár og kaupa þá yfir,“ segir Erpur og er fljótur að svara þegar hann er spurður hvort þeir hafi verið að kaupa menn yfir í liðið með beinhörðum peningum: „Við erum svona aðallega að bjóða þeim þvílíkt magn af gleði og lífsfyllingu. Svo er líka sumt sem er bara mælt í sentilítrum. Þetta er blaut íþrótt.“ Í lok viðtalsins tekur Erpur þó fram að enn sé tekið við umsóknum frá áhugasömum sem hafa hug á því að taka þátt í mótinu, enda er enn töluverður tími til stefnu.Æfingar Maradona Social Club Einkaþjálfarinn og ketilbjöllukennarinn Helgi Þorvaldsson er aðalþjálfari mýrarboltaliðsins Maradona Social Club. Hér útskýrir hann nokkrar æfingar sem liðið hefur verið duglegt við að hjóla í til þess að ná sem mestum styrk, snerpu og þoli í drullunni.Kettlebells swing: Ketilbjöllusveiflan styrkir aftanverðan lærvöðva og mjóbak sem hentar einstaklega vel til að fóta sig vel í drullunni auk þess sem hún getur einnig verið hörku þolæfing.Goblet squat: Hnébeygja með þyngd við brjóstkassa sem tekur einmitt á vöðvunum á móti sveiflunni þar sem framanverð læri og kviður fá að vinna vinnuna. Þessi samsetning hjálpar liðsmönnum að standa í fæturna og halda jafnvægi í drullunni og passar einstaklega vel saman.Thrusters: Nauðsynlegt til að koma sprengikrafti inn í prógrammið því auðvitað er mikilvægt að geta hoppað upp úr drullunni þegar boltinn ratar til manns.Pressur: Auðvitað erum við með reglurnar á hreinu og að sjálfsögðu þá vitum við að ekki má ýta andstæðingum, því er þessi æfing eingöngu til að fríska upp á útlitið því þegar leggirnir eru hrútmassaðir þá viljum við samsvara okkur vel á vellinum. Mýrarboltinn Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira
Það er misjafnt hversu langan tíma fólk gefur sér í að undirbúa sig fyrir hlutina og margir eru sjálfsagt rétt komnir með hugann við komandi sumar. Hópur manna hefur þó stundað stífar æfingar í rúma níu mánuði fyrir Mýrarboltann sem fram fer um verslunarmannahelgina. Því eru enn nokkrir mánuðir til stefnu. „Við erum búnir að vera að þjálfa alveg stanslaust. Hann Helgi í World Class sem er einkaþjálfari og ketilbjöllukennari er í klúbbnum og er búinn að vera að þjálfa okkur. Við höfum verið að fara fjórum til fimm sinnum í viku í þvílíkt ketilbjölluprógramm,“ segir rapparinn góðkunni Erpur Eyvindarson en hann er meðal meðlima í mýrarboltaklúbbnum Maradona Social Club sem hefur verið við stífar æfingar síðan í ágúst í fyrra. Augljóst er að töluverður hugur er í liðsfélögum og eru æfingarnar aðallega í formi styrktaræfinga þar sem ekki er um neinn venjulegan fótbolta að ræða en um fjörutíu manns skipa liðið. „Þetta er náttúrulega ekkert venjulegur fótbolti. Mýrarboltinn er rosalega erfiður. Þetta reynir svo mikið á þrekið, þannig að það eru rosalega örar skiptingar. Við erum með mikið af varamönnum.“ Fyrir þá sem ekki vita er Mýrarboltinn hátíð á Ísafirði sem fram fer um verslunarmannahelgina. Lið keppa í eiginlegum fótbolta nema að völlurinn er í mýri og því mikið drullumall. Þeir félagar í Maradona Social Club setja markið hátt í ár og er stefnan að sjálfsögðu sett á að vinna mótið í ár þar sem þeir sigruðu ekki í fyrra. „Það var dómaraskandall seinast, við vorum búnir að rúlla þessu öllu upp og svo var svona smá skandall sem maður nennir ekkert að vera að tala um en við ákváðum að við kæmum til baka og myndum taka þetta eins og Maradona gegn Englandi ’86,“ segir Erpur ákveðinn og vísar þar í goðsagnakenndan fótboltaleik á milli Argentínu og Englands árið 1986. „Þetta er búinn að vera langur undirbúningstími og lengi planað að byggja upp liðið. Búið að „scouta“ þá bestu í mörg ár og kaupa þá yfir,“ segir Erpur og er fljótur að svara þegar hann er spurður hvort þeir hafi verið að kaupa menn yfir í liðið með beinhörðum peningum: „Við erum svona aðallega að bjóða þeim þvílíkt magn af gleði og lífsfyllingu. Svo er líka sumt sem er bara mælt í sentilítrum. Þetta er blaut íþrótt.“ Í lok viðtalsins tekur Erpur þó fram að enn sé tekið við umsóknum frá áhugasömum sem hafa hug á því að taka þátt í mótinu, enda er enn töluverður tími til stefnu.Æfingar Maradona Social Club Einkaþjálfarinn og ketilbjöllukennarinn Helgi Þorvaldsson er aðalþjálfari mýrarboltaliðsins Maradona Social Club. Hér útskýrir hann nokkrar æfingar sem liðið hefur verið duglegt við að hjóla í til þess að ná sem mestum styrk, snerpu og þoli í drullunni.Kettlebells swing: Ketilbjöllusveiflan styrkir aftanverðan lærvöðva og mjóbak sem hentar einstaklega vel til að fóta sig vel í drullunni auk þess sem hún getur einnig verið hörku þolæfing.Goblet squat: Hnébeygja með þyngd við brjóstkassa sem tekur einmitt á vöðvunum á móti sveiflunni þar sem framanverð læri og kviður fá að vinna vinnuna. Þessi samsetning hjálpar liðsmönnum að standa í fæturna og halda jafnvægi í drullunni og passar einstaklega vel saman.Thrusters: Nauðsynlegt til að koma sprengikrafti inn í prógrammið því auðvitað er mikilvægt að geta hoppað upp úr drullunni þegar boltinn ratar til manns.Pressur: Auðvitað erum við með reglurnar á hreinu og að sjálfsögðu þá vitum við að ekki má ýta andstæðingum, því er þessi æfing eingöngu til að fríska upp á útlitið því þegar leggirnir eru hrútmassaðir þá viljum við samsvara okkur vel á vellinum.
Mýrarboltinn Mest lesið Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Lífið Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Bíó og sjónvarp Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Lífið Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Lífið Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Lífið Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? Lífið Khalid kemur út úr skápnum Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fleiri fréttir Ferðast umhverfis jörðina á 38 dögum Adele kveður sviðið um óákveðinn tíma Frambjóðendur stigu trylltan dans með unga fólkinu Hvað eru konur í framboði að hlusta á? Krakkatían: Eyðimerkur, býflugur og kjólar Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Khalid kemur út úr skápnum Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Sjá meira