Mikilvægt að halda vel á spilunum á næstu misserum sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2016 10:38 Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir nýtt aflandskrónufrumvarp jákvætt, en að lítið megi út af bregða. Vísir/GVA Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Nauðsynlegt er að halda vel á spilunum á næstu misserum til þess að byggja upp þann gjaldeyrisforða sem þarf til lengri tíma litið, segir Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Aflandskrónufrumvarpið sé jákvætt, enda mikilvægt að höftum sé aflétt. „Við höfum nú lagt á það alla tíð áherslu að það sé mikilvægt að létta höftunum og skiptir gríðarlega miklu máli fyrir almenning, fyrirtæki, lífeyrissjóði að komast hér í eðlilegt umhverfi aftur hvað varðar fjármagnstilfærslur,“ sagði Þorsteinn í Bítinu á Bylgjunni í morgun.Hefði mátt gerast hraðar Þorsteinn sagði samtökin vissulega hafa viljað sjá þessa hluti gerast hraðar en að áætlanir stjórnvalda séu vandaðar og trúverðugar. „Þær áætlanir sem stjórnvöld hafa sett upp í þessu hafa gengið eftir og verið mjög trúverðugar. Okkur sýnist það sama eiga við um þetta fyrirhugaða útboð á aflandskrónum sem verður núna í júní og að þetta sé mjög vandað til undirbúnings og mjög líklegt til þess að ganga upp með sama hætti og stöðugleikaframlagið hjá slitabúunum.“ Aflandskrónufrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi seint í gærkvöld, en um er að ræða fyrra frumvarpið af tveimur vegna afnáms fjármagnshafta.Áhyggjur af heimilunum Davíð Blöndal, úr inDefence-hópnum, var einnig til viðtals í Bítinu í morgun. Hann sagði hópinn ítrekað hafa kallað eftir áætlun fyrir heimilin. Svo virðist sem slík áætlun verði ekki lögð fram á næstunni. „Við sendum umsögn um þessi lög og fyrsta spurningin þar er: Hvenær kemur að heimilunum? Nú er búið að hleypa kröfuhöfum út og þeir taka með sér 500 til 700 milljarða úr hagkerfinu og núna er verið að hleypa krónubréfaeigendum út. Samkvæmt mati eða ágiskun Arion er það að kosta kannski 150 milljarða. En það hefur ekki komið nein áætlun fyrir heimilin og við höfum kallað eftir því frá upphafi að það verði lagt fram,“ sagði Davíð. „Fyrsti þátturinn sem við höfum áhyggjur af er hvort það sé rúm fyrir heimilin. Það sem hefur verið gert er að það er búið að tryggja þessum aðilum út en svo virðist sem heimilin eða aflétting hafta á heimilin muni ráðast af því hvernig framhaldið verður.“Hlusta má á viðtalið í heild hér fyrir neðan
Alþingi Tengdar fréttir Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46 Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Innlent Lögreglumaður fundinn sekur um að bana 95 ára konu með rafbyssu Erlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Vopnahlé tók gildi í nótt og fólk farið að snúa aftur heim Erlent Fleiri fréttir Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Sjá meira
Aflandskrónufrumvarpið samþykkt á Alþingi Aflandskrónufrumvarp Bjarna Benediktssonar fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í kvöld með 47 greiddum atkvæðum. Þingmenn Vinstri hreyfingarinnar græns framboðs og Píratar sátu hjá. 22. maí 2016 23:46