Engin íslensk kona í hópi þeirra 50 bestu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. maí 2016 22:00 Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit 2015. Vísir/GVA Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér. Íþróttir Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sjá meira
Íslendingar hafa heldur betur verið stoltir af framgöngu krossfit-stelpnanna okkar í Bandaríkjunum á síðustu árum en enginn þeirra er þó í nógu formi til að vera í einu af fimmtíu efstu sætunum yfir þær íþróttakonur heimsins sem eru í besta forminu í dag.Sports Illustrated hefur tekið saman nýjan topp 50 lista og þrátt fyrir að það séu fulltrúar annarra þjóða en Bandaríkjanna á listanum þá er ekki pláss fyrir okkar stelpur. Katrín Tanja Davíðsdóttir vann heimsleikana í krossfit á síðasta ári eftir hörkukeppni við samlanda sinn Ragnheiði Söru Sigmundsdóttur. Ragnheiður Sara var lengi í forystu en hún varð á endanum í þriðja sæti. Áður hafði Anníe Mist Þórisdóttir verið fyrsta konan til að vinna þennan titil hraustasta kona heims tvö ár í röð. Ísland á því þrjá af fimm síðustu sigurvegurum kvennakeppninnar. Við söknum vissulega íslensku stelpnanna á listanum enda hraustari í meira lagi en þær fengu ekki náð fyrir augum valnefndar Sports Illustrated. Það er samt fróðlegt að skoða listann hjá Sports Illustrated en þar eru samankomnar frábærar íþróttakonur og miklar fyrirmyndir fyrir ungar stelpur sem sjá fyrir sér framtíð í íþróttunum. Þar má nefna frábærar íþróttakonur eins og langhlauparann Genzebe Dibaba frá Eþíópíu (47. sæti), knattspyrnukonuna Christie Rampone (44. sæti), skíðakonuna Lindsey Vonn (42. sæti), hollensku sjöþrautakonuna Dafne Schippers (34. sæti), sundkonuna Missy Franklin (20. sæti), bardagakonuna Ronda Rousey (19. sæti) og fimleikakonuna Gabby Douglas (16. sæti) en engin þeirra kemst inn á topp tíu listann.Á topp tíu listanum eru eftirtaldar íþróttakonur: 10. sæti - Kerri Walsh Jennings, standblak 9. sæti - Holly Holm, blandaðar bardagaíþróttir 8. sæti - Maggie Steffens, sundknattleikur 7. sæti - Claressa Shields, box 6. sæti - Gwen Jorgensen, þríþraut 5. sæti - Serena Williams, tennis 4. sæti - Katie Ledecky, sund 3. sæti - Simone Biles, fimleikar 2. sæti - Allyson Felix, frjálsar íþróttir 1. sæti - Jessica Ennis-Hill, frjálsar íþróttir Það er hægt að sjá myndband frá Sports Illustrated um þetta val hér.
Íþróttir Mest lesið Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Fótbolti Benedikt hættur með kvennalandsliðið Körfubolti Leik lokið: ÍR-KR 97-96 | Collin Pryor tryggði ÍR-ingum sigur á KR Körfubolti Gunnar kveður og Stefán tekur við Handbolti Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Fótbolti Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Fótbolti Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Fótbolti Bergrós efst Íslendinga eftir fyrstu viku CrossFit Open Sport Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Fótbolti Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Haukar - Valur | Meistararnir mæta föllnum Haukum Í beinni: Tindastóll - Keflavík | Missa gestirnir af lestinni? Chelsea vann en Tottenham tapaði Sverrir fagnaði sigri á móti Alberti í Sambandsdeildinni Orri klúðraði dauðafæri og Man United slapp í burtu með jafntefli Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Í beinni: ÍR - KR | Baráttan um úrslitakeppnina í algleymingi Í beinni: Höttur - Þór Þ. | Geta stigið stórt skref í átt að úrslitakeppninni Seinka leik Stólanna og Keflvíkinga Neymar valinn í fyrsta sinn í sautján mánuði Cavs fyrstir til að tryggja sig inn í úrslitakeppnina Enn að jafna sig á fráfalli móður sinnar og óviss hvort hann keppir á Players Níu mörk þegar KR vann ÍBV FIFA gæti fjölgað liðum í 64 á HM Steig á úðara og meiddist á hné Benedikt hættur með kvennalandsliðið Unnið ensku, frönsku, þýsku og spænsku meistarana án þess að fá á sig mark QPR vildi Þorra en Fram sagði nei Gunnar kveður og Stefán tekur við Spilaði leik sama dag og hann viðurkenndi að hafa orðið manni að bana Sjáðu vörslurnar hjá Alisson: „Fáir sem stugga við honum“ Utan vallar: Fegurðin í því að stúta og stela Stelpurnar okkar aftur í hæstu hæðum Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu GAZ-leikur kvöldsins: Eru Keflvíkingar farnir að gúggla flugmiða? Sjáðu sigurmark Liverpool og pínleg mistök í München Einstakt mál í Frakklandi: Níu mánaða bann fyrir að ógna dómara Ryder Cup snýr aftur á Stöð 2 Sport Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Sjá meira