Tekur vel í að salan á Búnaðarbankanum verði könnuð Bjarki Ármannsson skrifar 25. maí 2016 13:01 Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist ánægð með það ef kanna á sölu ríkisins á Búnaðarbankanum árið 2003. vísir/Pjetur Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist ánægð með það ef kanna á sölu ríkisins á Búnaðarbankanum árið 2003 líkt og Umboðsmaður Alþingis leggur til. Hún segist ætla að leggja það til á þingflokksfundi í dag að hún verði fulltrúi Framsóknarflokksins sem meðflutningsmaður að tillögunni en gerir þó þá kröfu að rannsókn fari samhliða fram á síðari einkavæðingu bankanna. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur lýst sig reiðubúinn til að aðstoða Alþingi við rannsókn á því hver raunveruleg þátttaka þýska bankans Hauck og Aufhäuser var í sölunni á Búnaðarbankanum en einkavæðingin var umdeild og efasemdir uppi um að þáttur þýska bankans hefði verið með þeim hætti sem kaupendur Búnaðarbankans, S-hópurinn svokallaði, héldu fram. Umboðsmaður segir að sér hafi áskotnast gögn sem varpi ljósi á aðkomu Hauck og Aufhäuser og hafa ýmsir þingmenn lýst yfir vilja til þess að skipa rannsóknarnefnd í ljósi þeirra gagna. Vigdís hefur ítrekað talað fyrir því að Alþingi rannsaki hina svokölluðu síðari einkavæðingu bankanna, eftir hrun, en þar telur hún að víða hafi pottur verið brotinn. Hún segir eðlilegt að ráðist verði í að skoða báðar einkavæðingarnar saman. „Ef þessi þrettán ára gamla rannsókn sem nú verið að leggja til, sem er nota bene fyrnd, á erindi við þjóðina, þá ekki síður það sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili,“ segir Vigdís. „Það er krafa, held ég, margra sem að þessum málum hafa komið og voru áhorfendur að því sem gerðist.“ Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, formaður fjárlaganefndar Alþingis, segist ánægð með það ef kanna á sölu ríkisins á Búnaðarbankanum árið 2003 líkt og Umboðsmaður Alþingis leggur til. Hún segist ætla að leggja það til á þingflokksfundi í dag að hún verði fulltrúi Framsóknarflokksins sem meðflutningsmaður að tillögunni en gerir þó þá kröfu að rannsókn fari samhliða fram á síðari einkavæðingu bankanna. Tryggvi Gunnarsson, umboðsmaður Alþingis, hefur lýst sig reiðubúinn til að aðstoða Alþingi við rannsókn á því hver raunveruleg þátttaka þýska bankans Hauck og Aufhäuser var í sölunni á Búnaðarbankanum en einkavæðingin var umdeild og efasemdir uppi um að þáttur þýska bankans hefði verið með þeim hætti sem kaupendur Búnaðarbankans, S-hópurinn svokallaði, héldu fram. Umboðsmaður segir að sér hafi áskotnast gögn sem varpi ljósi á aðkomu Hauck og Aufhäuser og hafa ýmsir þingmenn lýst yfir vilja til þess að skipa rannsóknarnefnd í ljósi þeirra gagna. Vigdís hefur ítrekað talað fyrir því að Alþingi rannsaki hina svokölluðu síðari einkavæðingu bankanna, eftir hrun, en þar telur hún að víða hafi pottur verið brotinn. Hún segir eðlilegt að ráðist verði í að skoða báðar einkavæðingarnar saman. „Ef þessi þrettán ára gamla rannsókn sem nú verið að leggja til, sem er nota bene fyrnd, á erindi við þjóðina, þá ekki síður það sem gerðist hér á síðasta kjörtímabili,“ segir Vigdís. „Það er krafa, held ég, margra sem að þessum málum hafa komið og voru áhorfendur að því sem gerðist.“
Alþingi Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: Fljótlegt, einfalt og oft ódýrara Atvinnulíf Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Viðskipti innlent Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Viðskipti innlent Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Viðskipti innlent Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Viðskipti innlent Mannauðsmál: „Enn of mikil tilhneiging til að taka ekki á málum“ Atvinnulíf Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Viðskipti innlent Sjálfstætt starfandi fjölgar: „Hvað gerist þegar forstjórinn veikist?“ Atvinnulíf Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Viðskipti innlent Fleiri fréttir Semja um sjóflutninga og hafnaruppbyggingu í Þorlákshöfn Flugumferð aldrei verið meiri en á síðasta ári Sigrún Ósk kveður Stöð 2 Ný gervigreindarlausn opnar fyrir sólarhringsþjónustu 1819 Nýr framkvæmdastjóri Kuehne+Nagel á Íslandi Kaupa meirihluta hlutafjár Internets á Íslandi hf. Litlar breytingar á þorski í stofnmælingu Hafró Þurfa að greiða starfsfólki Flame enn fleiri milljónir Ráðinn sviðsstjóri viðskiptasviðs hjá Faxaflóahöfnum Íbúðum í byggingu fór fækkandi á milli ára Hættir sem ritstjóri Bændablaðsins Stefán Örn nýr eigandi hjá Rétti JBT Marel tekið til viðskipta í Kauphöllinni Hótel Selfoss verður Marriott hótel Lætur af störfum hjá Stöð 2 eftir tuttugu ára feril Engin hópuppsögn í desember Aldrei jafn margir ferðast með Icelandair Slitu kolefnisbindingarfyrirtækinu Running Tide Eigendum fjölgar hjá LOGOS Þrír og hálfur milljarður króna fyrir Perluna Blöskrar 14 prósent verðhækkun tryggingarfélags Ummæli stjórnarmanns Eflingar um sníkjudýr „til skammar“ Vigdís frá Play til Nettó Gjafabréf og alls konar flatbökudótarí vinsælar jólagjafir í ár Innkalla nagstangir sem hundar veikjast af Nýskráning fólksbíla dróst saman um rúm fjörutíu prósent Kaupsamningar nærri helmingi fleiri en í fyrra Verkalýðshreyfingin sé stærsta ógnin við starfsöryggi á veitingastöðum Slippurinn allur að sumri loknu „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Sjá meira