Bjarni með bakið upp við vegg og mætir næst Valsmönnum sem elska Frostaskjól Tómas Þór Þórðarson skrifar 26. maí 2016 10:00 Bjarni Guðjónsson er aðeins búinn að vinna einn leik með KR í sumar. vísir/stefán Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina eftir að liðið tapaði fyrir 1. deildar liði Selfoss, 2-1, í framlengdum leik í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær. Bjarni mætti með sitt sterkasta lið til leiks en KR komst yfir í leiknum á 61. mínútu. Selfyssingar jöfnuðu metin tíu mínútum síðar og hinn 19 ára gamli Arnar Logi Sveinsson tryggði Selfossi svo sigurinn á 116. mínútu í framlenginu.Sjá einnig:Twitter logar eftir úrslitin í Vesturbænum: Er Selfoss að vinna KR eða er mig að dreyma?Þetta er í fyrsta sinn sem KR-ingar falla úr leik í 32 liða úrsiltum og enn fremur í fyrsta sinn í 24 ár sem vesturbæjarstórveldið, sigursælasta félag Íslands bæði í deild og bikar (14 bikarmeistaratitlar), tapar fyrir liði úr neðri deildum í bikarkeppni. KR-ingar hafa engan húmor fyrir svona árangri en Páll Sævar Guðjónsson, rödd KR sem lýsti leiknum gegn Selfossí KR-útvarpinu í gærkvöldi, var bálreiður þegar flautað var til leiksloka. Hann sagði þessi úrslit vera skandal og velti fyrir sér hvort KR-ingar myndu sjá þjálfarabreytingar á næstunni.1 - Í fyrsta sinn dettur KR úr leik í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ [21 leikur í 32 liða úrslitum alls]. — KR Tölfræði (@KRstats) May 25, 2016Frábærir í vor Byrjun KR-liðsins í sumar hefur verið döpur en það er í áttunda sæti í Pepsi-deildinni eftir fimm umferðir þar sem það hefur aðeins unnið einn leik og skorað fjögur mörk. Í heildina er KR aðeins búið að vinna einn leik af sex í sumar í deild og bikar og skora fimm mörk. KR-liðið kom inn í mótið á fljúgandi siglingu eftir frábært undirbúningstímabil þar sem það vann hvern leikinn á fætur öðrum þegar nær dró Íslandsmóti. Það raðaði inn mörkum og fékk ekkert á sig og stóð uppi sem Lengjubikarmeistari eftir 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik. Það má ætla að Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sé kominn með bakið upp við vegg eftir þessa döpru byrjun vesturbæjarliðsins og þá staðreynd að liðið kastaði frá sér toppsætinu um mitt mót í fyrra og endaði í þriðja sæti. Liðinu gekk einnig afar illa að skora seinni hluta móts í fyrra. Bjarni fær ekki auðveldasta leikinn til að koma KR-ingum aftur í gang. Þvert á móti. Næsti leikur KR er á móti Val á Alvogen-vellinum. Valsmenn eru búnir að vinna þrjá síðustu leiki af fjórum í deild og bikar og virðast vera að komast á skrið.Ólafur Jóhannesson er með svakalegan árangur gegn KR á þjálfaraferlinu og Val gengur vel í Frostaskjóli.vísir/ernirEinn sigur á tíu árum Valsmenn elska líka að spila í Frostaskjóli en þeir hafa í síðustu tíu útileikjum gegn KR aðeins tapað einu sinni. Síðast vann KR heimaleik gegn Val meistaraárið 2013 en þar var Bjarni Guðjónsson ónotaður varamaður. Þar á undan vann KR heimaleik gegn Val í efstu deild árið 2005 en þá var Bjarni ekki kominn í Vesturbæinn. Hann hefur því aldrei upplifað heimasigur gegn Val í efstu deild þar sem hann tók einhvern þátt í leiknum. KR gekk afar illa með Valsmenn Ólafs Jóhannessonar á síðustu leiktíð. Valur pakkaði KR saman, 3-0, á Valsvellinum þar sem KR hefur gengið álíka vel og Val í Vesturbænum. Þegar liðin mættust svo í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli í fyrra vann Valur sannfærandi 2-0 sigur. Þegar KR og Valur mættust í vesturbænum á síðustu leiktíð gerðu liðin jafntefli, 2-2, þar sem Almarr Ormarsson bjargaði stigi fyrir þá svarthvítu á 90. mínútu. Gary Martin, Baldur Sigurðsson og Emil Atlason skoruðu mörkin í síðasta sigri KR gegn Val á heimavelli fyrir þremur árum en enginn þeirra spilar með KR í dag. Stuðningsmenn KR vilja vafalítið sjá KR-liðið og Bjarna svara gagnrýnisröddum og koma sér á skrið á ný með sigri á Val á sunnudaginn en sagan er að minnsta kosti ekkert að hjálpa liðinu fyrir leikinn. Til allrar hamingju fyrir Bjarna hefur sagan ekki enn þá unnið fótboltaleik.Leikur KR og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30 á sunnudaginn.Síðustu tíu heimaleikir KR gegn Val í efstu deild:2015: KR - Valur 2-22014: KR - Valur 1-2 (Gervigrasinu í Laugardal)2013: KR - Valur 3-12012: KR - Valur 2-32011: KR - Valur 1-12010: KR - Valur 1-22009: KR - Valur 3-42008: KR - Valur 1-22007: KR - Valur 0-32006: KR - Valur 1-1KR-sigrar: 1Jafntefli: 3Valssigrar: 6Bjarni lagði allt i rúst hja Fram, óskiljanlega fekk hann starfið hja KR og er a góðri leið með að gera það sama #bjarniout#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 25, 201648 - Bjarni Guðjóns er með 48% vinningshlutfall í Pepsí með KR (13/27) og lið hans skorað að meðaltali 1.48 mörk í leik. (40/27) #OptaVIP — Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) May 25, 2016Bæ bæ Bjarni? — Heiðar Austmann (@haustmann) May 25, 2016 Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, er ekki vinsælasti maðurinn í vesturbænum þessa stundina eftir að liðið tapaði fyrir 1. deildar liði Selfoss, 2-1, í framlengdum leik í 32 liða úrslitum Borgunarbikarsins í gær. Bjarni mætti með sitt sterkasta lið til leiks en KR komst yfir í leiknum á 61. mínútu. Selfyssingar jöfnuðu metin tíu mínútum síðar og hinn 19 ára gamli Arnar Logi Sveinsson tryggði Selfossi svo sigurinn á 116. mínútu í framlenginu.Sjá einnig:Twitter logar eftir úrslitin í Vesturbænum: Er Selfoss að vinna KR eða er mig að dreyma?Þetta er í fyrsta sinn sem KR-ingar falla úr leik í 32 liða úrsiltum og enn fremur í fyrsta sinn í 24 ár sem vesturbæjarstórveldið, sigursælasta félag Íslands bæði í deild og bikar (14 bikarmeistaratitlar), tapar fyrir liði úr neðri deildum í bikarkeppni. KR-ingar hafa engan húmor fyrir svona árangri en Páll Sævar Guðjónsson, rödd KR sem lýsti leiknum gegn Selfossí KR-útvarpinu í gærkvöldi, var bálreiður þegar flautað var til leiksloka. Hann sagði þessi úrslit vera skandal og velti fyrir sér hvort KR-ingar myndu sjá þjálfarabreytingar á næstunni.1 - Í fyrsta sinn dettur KR úr leik í 32-liða úrslitum bikarkeppni KSÍ [21 leikur í 32 liða úrslitum alls]. — KR Tölfræði (@KRstats) May 25, 2016Frábærir í vor Byrjun KR-liðsins í sumar hefur verið döpur en það er í áttunda sæti í Pepsi-deildinni eftir fimm umferðir þar sem það hefur aðeins unnið einn leik og skorað fjögur mörk. Í heildina er KR aðeins búið að vinna einn leik af sex í sumar í deild og bikar og skora fimm mörk. KR-liðið kom inn í mótið á fljúgandi siglingu eftir frábært undirbúningstímabil þar sem það vann hvern leikinn á fætur öðrum þegar nær dró Íslandsmóti. Það raðaði inn mörkum og fékk ekkert á sig og stóð uppi sem Lengjubikarmeistari eftir 2-0 sigur á Víkingi í úrslitaleik. Það má ætla að Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR, sé kominn með bakið upp við vegg eftir þessa döpru byrjun vesturbæjarliðsins og þá staðreynd að liðið kastaði frá sér toppsætinu um mitt mót í fyrra og endaði í þriðja sæti. Liðinu gekk einnig afar illa að skora seinni hluta móts í fyrra. Bjarni fær ekki auðveldasta leikinn til að koma KR-ingum aftur í gang. Þvert á móti. Næsti leikur KR er á móti Val á Alvogen-vellinum. Valsmenn eru búnir að vinna þrjá síðustu leiki af fjórum í deild og bikar og virðast vera að komast á skrið.Ólafur Jóhannesson er með svakalegan árangur gegn KR á þjálfaraferlinu og Val gengur vel í Frostaskjóli.vísir/ernirEinn sigur á tíu árum Valsmenn elska líka að spila í Frostaskjóli en þeir hafa í síðustu tíu útileikjum gegn KR aðeins tapað einu sinni. Síðast vann KR heimaleik gegn Val meistaraárið 2013 en þar var Bjarni Guðjónsson ónotaður varamaður. Þar á undan vann KR heimaleik gegn Val í efstu deild árið 2005 en þá var Bjarni ekki kominn í Vesturbæinn. Hann hefur því aldrei upplifað heimasigur gegn Val í efstu deild þar sem hann tók einhvern þátt í leiknum. KR gekk afar illa með Valsmenn Ólafs Jóhannessonar á síðustu leiktíð. Valur pakkaði KR saman, 3-0, á Valsvellinum þar sem KR hefur gengið álíka vel og Val í Vesturbænum. Þegar liðin mættust svo í úrslitaleik Borgunarbikarsins á Laugardalsvelli í fyrra vann Valur sannfærandi 2-0 sigur. Þegar KR og Valur mættust í vesturbænum á síðustu leiktíð gerðu liðin jafntefli, 2-2, þar sem Almarr Ormarsson bjargaði stigi fyrir þá svarthvítu á 90. mínútu. Gary Martin, Baldur Sigurðsson og Emil Atlason skoruðu mörkin í síðasta sigri KR gegn Val á heimavelli fyrir þremur árum en enginn þeirra spilar með KR í dag. Stuðningsmenn KR vilja vafalítið sjá KR-liðið og Bjarna svara gagnrýnisröddum og koma sér á skrið á ný með sigri á Val á sunnudaginn en sagan er að minnsta kosti ekkert að hjálpa liðinu fyrir leikinn. Til allrar hamingju fyrir Bjarna hefur sagan ekki enn þá unnið fótboltaleik.Leikur KR og Vals verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport HD klukkan 19.30 á sunnudaginn.Síðustu tíu heimaleikir KR gegn Val í efstu deild:2015: KR - Valur 2-22014: KR - Valur 1-2 (Gervigrasinu í Laugardal)2013: KR - Valur 3-12012: KR - Valur 2-32011: KR - Valur 1-12010: KR - Valur 1-22009: KR - Valur 3-42008: KR - Valur 1-22007: KR - Valur 0-32006: KR - Valur 1-1KR-sigrar: 1Jafntefli: 3Valssigrar: 6Bjarni lagði allt i rúst hja Fram, óskiljanlega fekk hann starfið hja KR og er a góðri leið með að gera það sama #bjarniout#fotboltinet — Óskar G Óskarsson (@Oggi_22) May 25, 201648 - Bjarni Guðjóns er með 48% vinningshlutfall í Pepsí með KR (13/27) og lið hans skorað að meðaltali 1.48 mörk í leik. (40/27) #OptaVIP — Viðar Ingi Pétursson (@vidarip) May 25, 2016Bæ bæ Bjarni? — Heiðar Austmann (@haustmann) May 25, 2016
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45 KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18 Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24 Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Selfyssingar sendu KR-inga út úr bikarnum og það á KR-vellinum 1. deildarlið Selfoss er komið áfram í sextán liða úrslit Borgunarbikars karla í fótbolta eftir 2-1 sigur á KR í framlengdum leik á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 21:45
KR-ingar höfðu ekki látið neðrideildarlið slá sig út í 24 ár KR-ingar hafa komist í undanúrslit bikarkeppninnar undanfarin átta ár og sex sinnum í bikarúrslitaleikinn á þessum átta árum. Liðið spilar hinsvegar bara einn bikarleik á árinu 2016 eftir 2-1 tap á móti 1. deildarliði Selfoss á KR-vellinum í kvöld. 25. maí 2016 22:18
Fimm Pepsi-deildarlið komin áfram í bikarnum | Úrslit kvöldsins Pepsi-deildarliðin ÍBV, ÍA, Þróttur R., Fylkir og Víkingur R. tryggðu sér öll í kvöld sæti í sextán liða úrslitum Borgunarbikarsins en KR-ingar þurftu að fara í framlengingu á móti Selfossi. 25. maí 2016 21:24