Áfram ekkert áætlunarflug vegna veikinda sunna karen sigurþórsdóttir skrifar 26. maí 2016 14:11 Vegna yfirvinnubanns flugumferðarstjóra verður ekki þjónusta við annað en neyðarflug í Flugstöð Leifs Eiríkssonar í nótt. Fréttablaðið/Stefán Ekkert áætlunarflug verður um Keflavíkurflugvöll frá klukkan tvö í nótt til klukkan sjö í fyrramálið. Ástæðan er veikindi í röðum flugumferðarstjóra en vegna yfirvinnubanns fást ekki aðrir til afleysinga. Tveir flugumferðarstjórar áttu að vera á vaktinni í nótt en báðir hafa tilkynnt um veikindi. Alls voru sextán flugvélar áætlaðar til komu frá Norður-Ameríku og átta til brottfarar til Evrópu á tímabilinu sem um ræðir. Þá var ekkert áætlunarflug um flugvöllinn í nótt, sem raskaði flugáætlun í morgunsárið töluvert. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist eiga von á sambærilegum töfum á morgun. „Við munum gera þetta á svipaðan hátt og í morgun. Við tökum á móti vélum eins hratt og unnt er. Í morgun lentu vélarnar hér á mjög stuttum tíma, tuttugu vélar frá Norður-Ameríku. Svo erum við með auka mannskap í farþegaþjónustu og lögregla passar upp á að manna vel landamæraeftirlit. Það mynduðust miklar raðir í vegabréfaeftirlitinu í morgun og sömuleiðis í innritun,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðasti fundur var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í viðræðunum. Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira
Ekkert áætlunarflug verður um Keflavíkurflugvöll frá klukkan tvö í nótt til klukkan sjö í fyrramálið. Ástæðan er veikindi í röðum flugumferðarstjóra en vegna yfirvinnubanns fást ekki aðrir til afleysinga. Tveir flugumferðarstjórar áttu að vera á vaktinni í nótt en báðir hafa tilkynnt um veikindi. Alls voru sextán flugvélar áætlaðar til komu frá Norður-Ameríku og átta til brottfarar til Evrópu á tímabilinu sem um ræðir. Þá var ekkert áætlunarflug um flugvöllinn í nótt, sem raskaði flugáætlun í morgunsárið töluvert. Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, segist eiga von á sambærilegum töfum á morgun. „Við munum gera þetta á svipaðan hátt og í morgun. Við tökum á móti vélum eins hratt og unnt er. Í morgun lentu vélarnar hér á mjög stuttum tíma, tuttugu vélar frá Norður-Ameríku. Svo erum við með auka mannskap í farþegaþjónustu og lögregla passar upp á að manna vel landamæraeftirlit. Það mynduðust miklar raðir í vegabréfaeftirlitinu í morgun og sömuleiðis í innritun,“ segir Guðni í samtali við fréttastofu. Yfirvinnubann flugumferðarstjóra hefur staðið yfir frá 6. apríl. Félag íslenskra flugumferðarstjóra og Samtök atvinnulífsins fyrir hönd Isavia standa nú í kjaraviðræðum og hefur þeim verið vísað til ríkissáttasemjara. Viðræður hafa staðið yfir frá því í nóvember en síðasti fundur var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til nýs fundar í viðræðunum.
Kjaramál Verkfall 2016 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Fleiri fréttir Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Sjá meira