Vill að flugumferðarstjórar „komi niður úr skýjunum“ Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 27. maí 2016 10:51 Engin lausn virðist vera í sjónmáli. Vísir/Heiða/GVA Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum. Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Kjaradeila flugumferðastjóra og Samtaka atvinnulífsins (SA) virðist vera að harðna en Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA, segir launakröfur þeirra óraunhæfar. Flugumferðarstjórar vísa því á bug.Í pistli sem Þorsteinn ritaði á vefsíðu samtakanna hvetur hann flugumferðarstjóra til þess að koma „niður úr skýjunum“ líkt og hann orðar það. Segir hann að kröfur flugumferðarstjóra um launahækkanir séu langt umfram hækkanir í öðrum kjarasamningum og að hætta sé á því að íslenska ríkið missi flugumsjón á stórum hluta Norður-Atlantshafið vegna kjaradeilnanna. „Ítrekaðar launadeilur við flugumferðastjóra, og kröfur um margfaldar launahækkanir á við aðra, bjóða þeirri hættu heim að þjónustan flytjist úr landi. Enda renna önnur ríki hýrum augum til þessarar ábatasömu starfsemi. Engar náttúrulegar aðstæður kalla á að starfsemin sé rekin hér á landi,“ segir í pistli Þorsteins.Úr flugturninum við Reykjavíkurflugvöll.Vísir/ernirVilja mæta manneklu með nýjum samningi Sigurjón Jónasson, formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra, segist ekki telja að aukin harka sé að færast í deiluna. „Nei, ekki af okkar hálfu,“ segir Sigurjón. „En ég sá þennan pistil og ég verð að viðurkenna að hann olli mér dálitlum vonbrigðum. Við höfum verið í þessum erfiðu viðræðum síðustu vikur og mánuði og þær hafa alltaf verið málefnalegar þangað til núna.“ Sigurjón segist ekki telja launakröfur félagsins óhóflegar. „Við erum að koma úr löngum kjarasamningi og á þeim tíma, þessum fimm árum sem hann hefur verið í gildi, höfum við dregist aftur úr í launaþróun,“ segir hann. „Við teljum að það þurfi að taka tillit til þess þegar við gerum nýjan samning hvernig okkar laun hafa þróast á síðustu árum.“ Kjaraviðræður flugumferðarstjóra hófust í október á síðasta ári og stefnt var að því að skrifa undir áður en samningar rynnu út í febrúar. Hefur það ekki tekist. Hafa flugumferðarstjórar sett á yfirvinnubann þannig að ekki er hægt að manna vaktir komi til veikinda. Hefur það ollið röskunum á flugi, bæði innanlands- sem og millilandaflugi, síðast í dag.Sigurjón segir það einföldun að segja að lokanirnar stafi fyrst og fremst af veikindum flugumferðarstjóra, til að mynda séu fleiri í sumarleyfi en veikindaleyfi. „En undirliggjandi ástæðan er náttúrulega mannekla. Það er ekki nóg af flugumferðarstjórum á Íslandi, þeir hafa verið að hverfa til annarra landa. Það er það sem við viljum stöðva með þessum kjarasamningi.“Guðni Sigurðsson, upplýsingafulltrúi Isavia, áætlar að um þrjú þúsund flug hafi þurft að breyta áætlunum sínum vegna kjaradeilunnar. Síðasti fundur í kjaradeilunni var haldinn 20. maí síðastliðinn. Ríkissáttasemjari hefur ekki boðað til næsta fundar í viðræðunum.
Verkfall 2016 Tengdar fréttir Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33 Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Fleiri fréttir Ýmis álitamál um fyrirtækjaleikskóla Aukið fjármagn til að stytta bið Allt gert til „að efla og styrkja enn frekar tengsl okkar við Bandaríkin“ Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Sjá meira
Flugumferðarstjórar boða hertari aðgerðir „Þetta getur einfaldlega ekki gengið svona áfram," segir formaður Félags íslenskra flugumferðarstjóra. 26. apríl 2016 15:33
Enn engin lausn í kjaradeilu flugumferðarstjóra Flugumferðarstjórar hafa verið í yfirvinnubanni frá 6. apríl. 15. apríl 2016 12:48
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“