Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: Víkingur R. - ÍA 3-2 | Dramatískur sigur | Sjáðu mörkin Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. maí 2016 21:45 Víkingur nældi sér í sinn fyrsta heimavallasigur í sumar þegar þeir Skagamenn komu í heimsókn í Fossvoginn í kvöld, 3-2. Skagamenn eru enn án stiga á útivelli í sumar. Leikurinn byrjaði afar fjörlega og þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar var staðan orðin 1-2 fyrir gestina.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofanJón Vilhelm Ákason skoraði úr fyrstu sókn leiksins strax á 2. mínútu. Heimamenn létu þetta þó ekki á sig fá, brunuðu í sókn og uppskáru mark á 4. mínútu þegar Vladimir Tufegdzic skoraði eftir laglega sókn ÍA tók miðju og varla voru liðnar 25 sekúndur þegar Garðar Bergmann Gunnlaugsson var búinn að skófla boltanum yfir marklínu Víkina á nýjan leik. Óttar Magnús Karlsson jafnaði leikinn við Víkinga í seinni hálfleik og Ívar Örn Jónsson tryggði þeim dramatískan sigur á 91. mínútu. Af hverju vann Víkingur?Leikmenn Víkings gáfust aldrei upp í þessum leik og héldu áfram að ýta á Skagamenn allt til bláloka leiksins. Þetta var í raun mynstur leiksins. ÍA komst tvisvar yfir á upphafsmínútum leiks en alltaf komu Víkingar til baka. Þrátt fyrir að vera 1-2 undir stærstan hluta leiksins hættu þeir ekki að sækja. Milos Milojevic hefur verið gagnrýndur fyrir að vera gjarn á að gera taktískar breytingar en í dag svínvirkuðu þær breytingar sem hann gerði. Á 30. mínútu breytti hann úr 4-4-2 í 4-3-3 og eftir það litu Víkingar ekki í baksýnisspegilinn og skoruðu 2 mörk gegn engu. Skagamenn féllu einnig mjög til baka eftir að þeir komust yfir. Kom það í kollinn á þeim enda buðu þeir upp á það að Víkingar skyldu finna færin til þess að næla sér í stigin þrjú í þessum leik.Hvað gekk vel?Skiptingar Milos Milojevic gengu allar upp, hvort sem það var skiptingin úr 4-4-2 í 4-3-3 eða þá leikmenn sem hann lét koma inn á. Alex Freyr Hilmarsson kom inn á í hálfleik og kom með nýtt líf í sóknarleik liðsins. Það sama má segja um Viktor Jónsson sem kom inn á fyrir slakan Gary Martin. Viktor hefði reyndar getað nýtt sín færi betur en var erfiður við að eiga fyrir varnarmenn ÍA. Fyrri hálfleikur Skagamanna gekk einnig afar vel upp. Liðið setti tvö mörk á Víkinga í upphafi leiks, færði sig svo til baka og þar gátu þeir stoppað nánast alla sóknaruppbyggingar heimamanna. Ef Gunnlaugur Jónsson vill fá stig á útivelli í sumar þarf liðið að spila meira eins og í fyrri hálfleik og töluvert minna eins og í seinni hálfleikHvað gekk illa?Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Víkingsmenn voru frekar slappir í fyrri hálfleik. Komu illa fyrirkallaðir inn í leikinn og fengu tvö mörk í andlitið um leið og flautað var til leiks. Sóknir þeirra voru oft á tíðum slakar og leikmenn liðsins voru að gera mikið af tæknifeilum, áttu lélegar sendingar og voru almennt ekki í takt við hvorn annan. Það breyttist þó eftir smá lagfæringar hjá Milos og síðari hálfleikur liðsins var allt annar og mun betri. Skagamenn áttu mjög dapran seinni hálfleik og voru varla með. Þeir lágu mjög aftarlega á vellinum og buðu heimamönnum einfaldlega í sókn aftur og aftur. Þeim gekk illa að halda boltanum sín á milli og skyndisóknir þeirra voru máttlausar. Víkingsmenn gengu á lagið og á endanum stálu þeir sigrinum.Hvað gerist næst?Heimamenn geta vel við unað með sex stig úr síðustu tveimur leikjum eftir brösuga byrjun. Menn bjuggust við miklu af Víkingum í sumar og nú kannski geta þeir farið að blanda sér í baráttuna ofar á töflunni. Skagamenn þurfa þó að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir geta gert til þess að ná í einhver stig á útivelli. Liðið er án sigur á útivelli í sumar og verður það langt ætli þeir sér bara að treysta á heimavöllinn.Milos Milojevic, þjálfari Víkings.vísir/ernirMilos: Gríðarlega sættMilos Milojevic, þjálfari Víkinga var að vonum afar sáttur með sína menn eftir að Ívar Örn Jónsson tryggði þeim sigur í kvöld í blálokin með marki á 91. mínútu. „Það var yndislegt að sjá boltann í markinu í lokin. Ég var farinn að sætta mig við stigið en það var frábært að tryggja sigurinn í lokin,“ segir Milos sem gerði taktískar breytingar á liði Víkins eftir að liðið lenti 1-2 undir á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við ákváðum af einhverjum ástæðum að vera ekki með hér í byrjun. Það var mjög gott hjá okkur að ná að jafna strax en skelfilegt að fá svo mark í andlitið,“ segir Milos.„Ég ákvað að gera breytingar, færa í 4-3-3 og mér fannst leikmenn svara því vel.“ Víkingar eru á siglingu með tvo sigra í síðustu tveim leikjum en í kvöld vann liðið sinn fyrsta heimasigur í sumar og sinn fyrsta sigur á ÍA á heimavelli í mörg ár. „Já, ég vona nú að stigin verði aðeins fleiri hér heima í sumar en okkur tókst að sanna það að við getum unnið ÍA á heimavelli, ég er ánægður með það.“Gunnlaugur Jónsson.Vísir/ernirGunnlaugur: Horfum til næsta heimaleiks Þjálfari Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson, var vonsvikinn með að hafa ekki í það minnsta farið heim með stig í farteskinu í kvöld. Hann var þó mjög sáttur við hvernig liðið hóf leikinn. „Við komum hér inn af miklum krafti og setjum strax tvö mörk,“ segir Gunnlaugur sem var ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. „Við erum með svör við öllu sem þeir gera og höldum þeim í skefjum,“ segir Gunnlaugur. Eitthvað hefur þó farið úrskeiðis í hálfleik því að þar höfðu Skagamenn lítil sem engin svör við því sem heimamenn voru að gera. „Við reyndum að svara með því að gera breytingar á leik okkar en það gekk ekki upp. Við áttum í erfiðleikum með að fóta okkur og þeir stálu sigrinum í lokin,“ segir Gunnlaugur sem einblínir á næsta leik liðsins, á heimavelli gegn Þrótti. Skagamönnum hefur gengið illa á útivelli í sumars og er án stiga á útivelli. „Kannski þurfum við að gera breytingar á leik okkar en mér fannst við gera margt vel í kvöld og eiga skilið að fara með eitthvað heim. Það eina sem skiptir máli núna er þó næsti heimaleikir.“Ívar Örn: Fengum skýr skilaboð í hálfleikÍvar Örn Jónsson, var hetja Víkinga í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var kátur eftir leikslok. Hann segir liðið hafa fengið skýr skilaboð í hálfleik. „Skilaboðin voru skýr. Við áttum að skora strax í upphafi fyrri hálfleiks og halda okkar haus,“ segir Ívar Örn en Milos Milojevic gerði taktískar breytingar undir lok fyrri hálfleiks, fór úr 4-4-2 í 4-3-3 auk þess sem að Alex Freyr Hilmarsson átti góða innkomu í hálfleik. Gaf það góða raun og uppskar liðið góðan sigur að lokum eftir öfluga spilamennsku í seinni hálfleik. „Þjálfarnir fóru bara yfir þetta með okkur í hálfleik og sögðu okkar að halda haus,“ Segir Ívar. „Við náum svo að skora á þá snemma í seinni og við fylgdum því eftir.“ Ívar Örn skoraði sigurmarkið og sagði þá tilfinningu hafa verið frábæra. Það sé þó ekki það sem skipti máli. Nú taki við að hífa sig upp töfluna eftir brösuga byrjun. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð og við byggjum á því. Það er stutt upp og stutt niður og nú bætum við bara í.“ Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira
Víkingur nældi sér í sinn fyrsta heimavallasigur í sumar þegar þeir Skagamenn komu í heimsókn í Fossvoginn í kvöld, 3-2. Skagamenn eru enn án stiga á útivelli í sumar. Leikurinn byrjaði afar fjörlega og þegar aðeins fimm mínútur voru liðnar var staðan orðin 1-2 fyrir gestina.Mörkin úr leiknum má sjá í spilaranum hér fyrir ofanJón Vilhelm Ákason skoraði úr fyrstu sókn leiksins strax á 2. mínútu. Heimamenn létu þetta þó ekki á sig fá, brunuðu í sókn og uppskáru mark á 4. mínútu þegar Vladimir Tufegdzic skoraði eftir laglega sókn ÍA tók miðju og varla voru liðnar 25 sekúndur þegar Garðar Bergmann Gunnlaugsson var búinn að skófla boltanum yfir marklínu Víkina á nýjan leik. Óttar Magnús Karlsson jafnaði leikinn við Víkinga í seinni hálfleik og Ívar Örn Jónsson tryggði þeim dramatískan sigur á 91. mínútu. Af hverju vann Víkingur?Leikmenn Víkings gáfust aldrei upp í þessum leik og héldu áfram að ýta á Skagamenn allt til bláloka leiksins. Þetta var í raun mynstur leiksins. ÍA komst tvisvar yfir á upphafsmínútum leiks en alltaf komu Víkingar til baka. Þrátt fyrir að vera 1-2 undir stærstan hluta leiksins hættu þeir ekki að sækja. Milos Milojevic hefur verið gagnrýndur fyrir að vera gjarn á að gera taktískar breytingar en í dag svínvirkuðu þær breytingar sem hann gerði. Á 30. mínútu breytti hann úr 4-4-2 í 4-3-3 og eftir það litu Víkingar ekki í baksýnisspegilinn og skoruðu 2 mörk gegn engu. Skagamenn féllu einnig mjög til baka eftir að þeir komust yfir. Kom það í kollinn á þeim enda buðu þeir upp á það að Víkingar skyldu finna færin til þess að næla sér í stigin þrjú í þessum leik.Hvað gekk vel?Skiptingar Milos Milojevic gengu allar upp, hvort sem það var skiptingin úr 4-4-2 í 4-3-3 eða þá leikmenn sem hann lét koma inn á. Alex Freyr Hilmarsson kom inn á í hálfleik og kom með nýtt líf í sóknarleik liðsins. Það sama má segja um Viktor Jónsson sem kom inn á fyrir slakan Gary Martin. Viktor hefði reyndar getað nýtt sín færi betur en var erfiður við að eiga fyrir varnarmenn ÍA. Fyrri hálfleikur Skagamanna gekk einnig afar vel upp. Liðið setti tvö mörk á Víkinga í upphafi leiks, færði sig svo til baka og þar gátu þeir stoppað nánast alla sóknaruppbyggingar heimamanna. Ef Gunnlaugur Jónsson vill fá stig á útivelli í sumar þarf liðið að spila meira eins og í fyrri hálfleik og töluvert minna eins og í seinni hálfleikHvað gekk illa?Þetta var leikur tveggja hálfleikja. Víkingsmenn voru frekar slappir í fyrri hálfleik. Komu illa fyrirkallaðir inn í leikinn og fengu tvö mörk í andlitið um leið og flautað var til leiks. Sóknir þeirra voru oft á tíðum slakar og leikmenn liðsins voru að gera mikið af tæknifeilum, áttu lélegar sendingar og voru almennt ekki í takt við hvorn annan. Það breyttist þó eftir smá lagfæringar hjá Milos og síðari hálfleikur liðsins var allt annar og mun betri. Skagamenn áttu mjög dapran seinni hálfleik og voru varla með. Þeir lágu mjög aftarlega á vellinum og buðu heimamönnum einfaldlega í sókn aftur og aftur. Þeim gekk illa að halda boltanum sín á milli og skyndisóknir þeirra voru máttlausar. Víkingsmenn gengu á lagið og á endanum stálu þeir sigrinum.Hvað gerist næst?Heimamenn geta vel við unað með sex stig úr síðustu tveimur leikjum eftir brösuga byrjun. Menn bjuggust við miklu af Víkingum í sumar og nú kannski geta þeir farið að blanda sér í baráttuna ofar á töflunni. Skagamenn þurfa þó að hugsa sinn gang og athuga hvað þeir geta gert til þess að ná í einhver stig á útivelli. Liðið er án sigur á útivelli í sumar og verður það langt ætli þeir sér bara að treysta á heimavöllinn.Milos Milojevic, þjálfari Víkings.vísir/ernirMilos: Gríðarlega sættMilos Milojevic, þjálfari Víkinga var að vonum afar sáttur með sína menn eftir að Ívar Örn Jónsson tryggði þeim sigur í kvöld í blálokin með marki á 91. mínútu. „Það var yndislegt að sjá boltann í markinu í lokin. Ég var farinn að sætta mig við stigið en það var frábært að tryggja sigurinn í lokin,“ segir Milos sem gerði taktískar breytingar á liði Víkins eftir að liðið lenti 1-2 undir á fyrstu fimm mínútum leiksins. „Við ákváðum af einhverjum ástæðum að vera ekki með hér í byrjun. Það var mjög gott hjá okkur að ná að jafna strax en skelfilegt að fá svo mark í andlitið,“ segir Milos.„Ég ákvað að gera breytingar, færa í 4-3-3 og mér fannst leikmenn svara því vel.“ Víkingar eru á siglingu með tvo sigra í síðustu tveim leikjum en í kvöld vann liðið sinn fyrsta heimasigur í sumar og sinn fyrsta sigur á ÍA á heimavelli í mörg ár. „Já, ég vona nú að stigin verði aðeins fleiri hér heima í sumar en okkur tókst að sanna það að við getum unnið ÍA á heimavelli, ég er ánægður með það.“Gunnlaugur Jónsson.Vísir/ernirGunnlaugur: Horfum til næsta heimaleiks Þjálfari Skagamanna, Gunnlaugur Jónsson, var vonsvikinn með að hafa ekki í það minnsta farið heim með stig í farteskinu í kvöld. Hann var þó mjög sáttur við hvernig liðið hóf leikinn. „Við komum hér inn af miklum krafti og setjum strax tvö mörk,“ segir Gunnlaugur sem var ánægður með spilamennsku liðsins í fyrri hálfleik. „Við erum með svör við öllu sem þeir gera og höldum þeim í skefjum,“ segir Gunnlaugur. Eitthvað hefur þó farið úrskeiðis í hálfleik því að þar höfðu Skagamenn lítil sem engin svör við því sem heimamenn voru að gera. „Við reyndum að svara með því að gera breytingar á leik okkar en það gekk ekki upp. Við áttum í erfiðleikum með að fóta okkur og þeir stálu sigrinum í lokin,“ segir Gunnlaugur sem einblínir á næsta leik liðsins, á heimavelli gegn Þrótti. Skagamönnum hefur gengið illa á útivelli í sumars og er án stiga á útivelli. „Kannski þurfum við að gera breytingar á leik okkar en mér fannst við gera margt vel í kvöld og eiga skilið að fara með eitthvað heim. Það eina sem skiptir máli núna er þó næsti heimaleikir.“Ívar Örn: Fengum skýr skilaboð í hálfleikÍvar Örn Jónsson, var hetja Víkinga í kvöld. Hann skoraði sigurmarkið í uppbótartíma og var kátur eftir leikslok. Hann segir liðið hafa fengið skýr skilaboð í hálfleik. „Skilaboðin voru skýr. Við áttum að skora strax í upphafi fyrri hálfleiks og halda okkar haus,“ segir Ívar Örn en Milos Milojevic gerði taktískar breytingar undir lok fyrri hálfleiks, fór úr 4-4-2 í 4-3-3 auk þess sem að Alex Freyr Hilmarsson átti góða innkomu í hálfleik. Gaf það góða raun og uppskar liðið góðan sigur að lokum eftir öfluga spilamennsku í seinni hálfleik. „Þjálfarnir fóru bara yfir þetta með okkur í hálfleik og sögðu okkar að halda haus,“ Segir Ívar. „Við náum svo að skora á þá snemma í seinni og við fylgdum því eftir.“ Ívar Örn skoraði sigurmarkið og sagði þá tilfinningu hafa verið frábæra. Það sé þó ekki það sem skipti máli. Nú taki við að hífa sig upp töfluna eftir brösuga byrjun. „Það eru komnir tveir sigurleikir í röð og við byggjum á því. Það er stutt upp og stutt niður og nú bætum við bara í.“
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Glódísar-æði hefur gripið um sig: „Ég kom til að horfa á Glódísi“ Fótbolti Skip Bayless kærður fyrir kynferðislega áreitni Sport „Get skilið að þetta komi mörgum spánskt fyrir sjónir“ Handbolti Gerrard að verða afi Fótbolti Vill fá útlending eða Rúnar Kristins sem næsta landsliðsþjálfara Fótbolti Fékk að halda áfram að spila þrátt fyrir að hafa fengið rautt Fótbolti Segir Trent frekar eiga heima í Tranmere en Real Madríd Enski boltinn Anna Kamilla fyrsta snjóbrettakonan frá upphafi Sport Littler fær að sýna bikarinn á Old Trafford Enski boltinn Alfreð Gísla: „Hljómar kannski hrokafullt en svona er þetta“ Handbolti Fleiri fréttir „Himinlifandi“ eftir að hafa landað fyrirliða Fylkis KA fær lykilmann úr Eyjum Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Brazell ráðinn til Vals Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Sjá meira