Kalla eftir viðbrögðum vegna Mývatns Svavar Hávarðsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Kúluskítur er horfinn, bleikjan að hverfa og hornsílastofninn í sögulegu lágmarki. Fréttablaðið/GVA Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. Þau gera að tillögu sinni að umhverfis- og auðlindaráðherra sé falið af Alþingi að skipa starfshóp sem fari yfir ástand fráveitumála í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og geri tillögur til úrbóta sem miðist við að fráveitur sveitarfélaganna uppfylli lögmælt skilyrði og samræmist sjónarmiðum um umhverfisvernd. Enn fremur geri starfshópurinn kostnaðaráætlun vegna þeirra fráveituframkvæmda sem talin er þörf á í hverju sveitarfélagi. Forgangsröðun í þessu starfi verði þannig að fyrst verði fjallað um fráveitur sveitarfélaga þar sem friðlýst svæði eru, þá um fráveitur sveitarfélaga sem ekki liggja að sjó og loks um fráveitur sveitarfélaga almennt. Nauðsynleg aðkoma ríkisins að lausn mála verði skilgreind í hverjum fyrrgreindra flokka sveitarfélaga um sig. Þá álykti Alþingi að veittar verði 15 milljónir króna ár hvert, næstu þrjú ár, til Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn sem varið verði til að styrkja rannsóknir á umhverfi og lífríki Mývatns í því skyni að leita orsaka þeirra lífríkisbreytinga sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Enn fremur að veittar skuli 170 milljónir króna til helminga á þessu og næsta ári, til fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar á hreinsi- og fráveitumannvirkjum í Skútustaðahreppi með það að markmiði að lágmarka áhrif byggðar og starfsemi í hreppnum á Mývatn og vatnasvæði þess. Tilefni tillögunnar er verulegar breytingar sem hafa orðið til hins verra á lífríki Mývatns, og eru raktar til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Þrír þingmenn Vinstri grænna, þau Steingrímur J. Sigfússon, Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir og Svandís Svavarsdóttir, hafa lagt fram þingsályktunartillögu um ráðstafanir til að bæta fráveitumál á landsbyggðinni og viðbrögð við náttúruvá við Mývatn. Þau gera að tillögu sinni að umhverfis- og auðlindaráðherra sé falið af Alþingi að skipa starfshóp sem fari yfir ástand fráveitumála í sveitarfélögum utan höfuðborgarsvæðisins og geri tillögur til úrbóta sem miðist við að fráveitur sveitarfélaganna uppfylli lögmælt skilyrði og samræmist sjónarmiðum um umhverfisvernd. Enn fremur geri starfshópurinn kostnaðaráætlun vegna þeirra fráveituframkvæmda sem talin er þörf á í hverju sveitarfélagi. Forgangsröðun í þessu starfi verði þannig að fyrst verði fjallað um fráveitur sveitarfélaga þar sem friðlýst svæði eru, þá um fráveitur sveitarfélaga sem ekki liggja að sjó og loks um fráveitur sveitarfélaga almennt. Nauðsynleg aðkoma ríkisins að lausn mála verði skilgreind í hverjum fyrrgreindra flokka sveitarfélaga um sig. Þá álykti Alþingi að veittar verði 15 milljónir króna ár hvert, næstu þrjú ár, til Náttúrurannsóknastöðvarinnar við Mývatn sem varið verði til að styrkja rannsóknir á umhverfi og lífríki Mývatns í því skyni að leita orsaka þeirra lífríkisbreytinga sem þar hafa orðið á undanförnum árum. Enn fremur að veittar skuli 170 milljónir króna til helminga á þessu og næsta ári, til fyrsta áfanga fyrirhugaðrar uppbyggingar á hreinsi- og fráveitumannvirkjum í Skútustaðahreppi með það að markmiði að lágmarka áhrif byggðar og starfsemi í hreppnum á Mývatn og vatnasvæði þess. Tilefni tillögunnar er verulegar breytingar sem hafa orðið til hins verra á lífríki Mývatns, og eru raktar til ofauðgunar í vatninu af mannavöldum.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira