Björn Borg: Ísland þarf fleiri innivelli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. maí 2016 07:00 Björn Borg þegar hann var upp á sitt besta. Vísir/Getty Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe. Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira
Björn Borg er staddur hér á landi ásamt konu sinni til að fylgjast með Leo syni sínum sem tekur þátt í tveimur tennismótum í Tennishöllinni í Kópavogi. Á blaðamannafundi Tennissambands Íslands í gær gaf Björn sér tíma til að svara spurningum fjölmiðla. Tennissambandið sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem komu fram skoðanir Borg sem var á sínum tíma ein stærsta íþróttastjarna heimsins. Arnar Björnsson ræddi meðal annars við Björn Borg og var með innslag í kvöldfréttum Stöðvar tvö í gær. Björn Borg vann meðal annars Wmbledon-tennismótið fimm ár í röð frá 1976 til 1980 og opna franska meistaramótið fjögur ár í röð frá 1978 til 1981. Að sögn Björn Borg er skortur á innanhússvöllum farinn að hindra frekari framþróun tennis á Íslandi. Ísland þarf einfaldlega að eignast fleiri innivelli. Til að standast samanburð við Svíþjóð þyrftu að vera nokkrir tugir innivalla. Aðstaðan í Tennishöllinni er samt til fyrirmyndar og spennandi að vita að Kópavogsbær er jákvæður gagnvart stækkun hennar. Mikilvægt er líka að fá fleiri hallir og ekki síst í Reykjavík, þar sem beðið hefur verið eftir innivöllum í langan tíma. Þetta er þriðja heimsókn tennismeistarans Björns Borg til landsins, en hann var hér á ferðinni á níunda áratugnum til að kynna fatamerki sitt. Björn Borg fannst líka gaman að því að íslenskur leikari, Sverrir Guðnason, leikur hlutverk hans í kvikmynd sem verið er að gera um eftirminnilega baráttu hans við skaphundinn John McEnroe.
Tennis Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Fótbolti Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Handbolti Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu Enski boltinn „Allt er svo erfitt“ Enski boltinn Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Fótbolti Fleiri fréttir Dauðþreyttur á sömu spurningum: „Fólk heldur að það sé hægt að ýta á takka“ Algjört áfall fyrir Arsenal og Saka „Ég hætti í landsliðinu þegar ég hætti í fótbolta“ Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Héldu í hefðina og köstuðu þúsundum bangsa inn á völlinn Sagði frá eigin lyfjamisnotkun og er kominn í bann Entist ekki lengi í fyrsta þjálfarastarfinu „Allt er svo erfitt“ Látnir æfa á jóladag Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Logi frá FH til Króatíu Rashford á lausu yfir jólin Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Dagskráin í dag: Það er pílan Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið „Við vorum taugaóstyrkir“ Salah sló þrjú met í dag Cullen stormaði út af blaðamannafundi White og Littler mætast í 16-manna úrslitum Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Everton hjálpaði sér og nágrönnunum í Liverpool Útsalah á mörkum í Lundúnum Martröð hjá Manchester United í leikhúsi draumanna Martin og félagar burstuðu botnslaginn Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Öruggt hjá Real Madrid gegn Sevilla Sjá meira