Erlent

Sendu herþotur til móts við herskip Bandaríkjanna

Samúel Karl Ólason skrifar
Kínverjar notuðu hundruð dælubáta til að byggja upp eyjur.
Kínverjar notuðu hundruð dælubáta til að byggja upp eyjur. Vísir/AFP
Yfirvöld í Kína sendu tvær herþotur og þrjú herskip til móts við bandarískt herskip sem sigldi um Suður-Kínahaf. Herskipið var á umdeildu hafsvæði sem Kínverjar hafa gert tilkall til. Kínverjar segja siglinguna hafa verið „ólöglega ógn gegn friði“ á svæðinu og hún hefði sýnt fram á að herstöðvar sem byggðar hafa verið á svæðinu séu Kínverjum nauðsynlegar.

Hér má sjá svæðið sem Kínverjar gera tilkall til.Vísir/GraphicNews
Freigátunni USS William P. Lawrence var siglt tólf sjómílum að rifinu Fiery Crosssamkvæmt talsmanni Varnarmálaráðuneytis BandaríkjannaBill Urban.

Hann segir tilgang siglingarinnar hafa verið að sporna gegn „óhóflegum hafsvæðiskröfum“ sem Kína, Taívan og Víetnam hafi sett fram. Kröfur þeirra ógni frjálsri siglingu um Suður-Kínahaf.

Kínverjar hafa í raun byggt stórar eyjur á svæðinu og á þeim hafa verið byggðir flugvellir og annars konar byggingar sem þjóna hernaðarlegum tilgangi. Auk þess hefur eldflaugum verið komið fyrir á einhverjum eyjum þeirra.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×