Game of Thrones: Drepur vonir áhorfenda Samúel Karl Ólason skrifar 11. maí 2016 22:30 Mynd/HBO Byrjum á því hefðbundna. Hér að neðan verður fjallað um Game of Thrones þættina sem og bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. Sérstaklega þátt þrjú í sjöttu seríu sem sýndur var á síðastliðinn mánudag. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu ef til vill að hætta hér. En svo við tölum hreint út þá eruð þið, kæru lesendur, komnir þetta langt og líklega er þetta óþarfi. Heimur versnandi fer. Shaggydog er allur. Rickon Stark er mættur aftur í Game of Thrones eftir að hafa ekkert sést síðan í þriðju seríu. Óhætt er að segja að Rickon sé ekki meðal vina, en hann og Oshu, umsjónarkona hans, voru gefin að gjöf til Ramsay Bolton. Ramsay var efins um að þetta væri í raun Rickon en til sönnunar fengum við að sjá höfuð Shaggydog, úlfs Rickon. Sorgmæddir netverjar stungu upp kollinum víða og var Shaggydog syrgður. Hins vegar voru aðrir sem bentu á að höfuð úlfsins sem Smalljon Umber skellti á borðið væri allt of lítið til að geta verið Shaggydog. Umber og Rickon væru augljóslega að vinna saman að því að koma Ramsay fyrir kattarnef. Umber ættin hafi lengi stutt við bakið á Stark ættinni og færi ekki að svíkja þá núna. Leikarinn Art Parkinson, sem leikur Rickon, hefur nú aldeilis skotið þessa kenningu niður. „Uhh, já, ég myndi segja það,“ sagði hann þegar hann var spurður af blaðamanni Huffington Post hvort að höfuðið hefði verið af Shaggydog. Hann sagði þetta nokkuð svekkjandi því nú fengi hann ekki að hitta hundana sem hafa verið notaðir við tökur. „Þegar ég las að Shaggydog væri dauður var ég í smá uppnámi.“ Spurningin er hins vegar þessi: Eigum við að trúa honum? Framleiðendur og leikarar þáttanna hafa nú varið nærri því ári og sett mikið í það að ljúga að áhorfendum um örlög Jon Snow.Þegar Parkinson var spurður að því hvort að Umber ætlaði sér að svíkja Ramsay gaf hann ekki jafn afgerandi svar. Mikið sé um svik og pretti í þáttunum. „Það er mögulegt en það væri svekkjandi ef Umber væri í raun að svíkja Stark ættina.“Tower of Joy Annað atriði sem vakti mikla athygli í síðasta þætti var þegar Ned Stark reyndi að koma systur sinni til bjargar í sýn Bran. Lesendur bókanna hafa beðið eftir þessu atriði í allt að tuttugu ár, frá því fyrsta bókin kom út, og urðu þeir fyrir nokkrum vonbrigðum með að það skildi ekki vera klárað. Eftir bardaga á milli Ned Stark og félaga gegn meðlimum konungsvarðsveitarinnar hljóp Ned til að finna systur sína og við vitum ekki meir. Atriðið gæti sem sagt staðfest R+L=J kenninguna um uppruna Jon Snow.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Það er ein allra vinsælasta kenningin varðandi bækurnar og þættina og felur hún í sér að Jon sé ekki sonur Ned Stark heldur sonur Lyanna, systur Ned, og Rhaegar Targaryen. Ljóst er að við þurfum að bíða eitthvað eftir restinni af atriðinu. Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Byrjum á því hefðbundna. Hér að neðan verður fjallað um Game of Thrones þættina sem og bækurnar sem þættirnir eru byggðir á. Sérstaklega þátt þrjú í sjöttu seríu sem sýndur var á síðastliðinn mánudag. Þeir sem vilja ekki vita meira ættu ef til vill að hætta hér. En svo við tölum hreint út þá eruð þið, kæru lesendur, komnir þetta langt og líklega er þetta óþarfi. Heimur versnandi fer. Shaggydog er allur. Rickon Stark er mættur aftur í Game of Thrones eftir að hafa ekkert sést síðan í þriðju seríu. Óhætt er að segja að Rickon sé ekki meðal vina, en hann og Oshu, umsjónarkona hans, voru gefin að gjöf til Ramsay Bolton. Ramsay var efins um að þetta væri í raun Rickon en til sönnunar fengum við að sjá höfuð Shaggydog, úlfs Rickon. Sorgmæddir netverjar stungu upp kollinum víða og var Shaggydog syrgður. Hins vegar voru aðrir sem bentu á að höfuð úlfsins sem Smalljon Umber skellti á borðið væri allt of lítið til að geta verið Shaggydog. Umber og Rickon væru augljóslega að vinna saman að því að koma Ramsay fyrir kattarnef. Umber ættin hafi lengi stutt við bakið á Stark ættinni og færi ekki að svíkja þá núna. Leikarinn Art Parkinson, sem leikur Rickon, hefur nú aldeilis skotið þessa kenningu niður. „Uhh, já, ég myndi segja það,“ sagði hann þegar hann var spurður af blaðamanni Huffington Post hvort að höfuðið hefði verið af Shaggydog. Hann sagði þetta nokkuð svekkjandi því nú fengi hann ekki að hitta hundana sem hafa verið notaðir við tökur. „Þegar ég las að Shaggydog væri dauður var ég í smá uppnámi.“ Spurningin er hins vegar þessi: Eigum við að trúa honum? Framleiðendur og leikarar þáttanna hafa nú varið nærri því ári og sett mikið í það að ljúga að áhorfendum um örlög Jon Snow.Þegar Parkinson var spurður að því hvort að Umber ætlaði sér að svíkja Ramsay gaf hann ekki jafn afgerandi svar. Mikið sé um svik og pretti í þáttunum. „Það er mögulegt en það væri svekkjandi ef Umber væri í raun að svíkja Stark ættina.“Tower of Joy Annað atriði sem vakti mikla athygli í síðasta þætti var þegar Ned Stark reyndi að koma systur sinni til bjargar í sýn Bran. Lesendur bókanna hafa beðið eftir þessu atriði í allt að tuttugu ár, frá því fyrsta bókin kom út, og urðu þeir fyrir nokkrum vonbrigðum með að það skildi ekki vera klárað. Eftir bardaga á milli Ned Stark og félaga gegn meðlimum konungsvarðsveitarinnar hljóp Ned til að finna systur sína og við vitum ekki meir. Atriðið gæti sem sagt staðfest R+L=J kenninguna um uppruna Jon Snow.Sjá einnig: Lét framleiðendur Game of Thrones giska á nafn móður Jon Snow. Það er ein allra vinsælasta kenningin varðandi bækurnar og þættina og felur hún í sér að Jon sé ekki sonur Ned Stark heldur sonur Lyanna, systur Ned, og Rhaegar Targaryen. Ljóst er að við þurfum að bíða eitthvað eftir restinni af atriðinu.
Bíó og sjónvarp Game of Thrones Kafað dýpra Tengdar fréttir Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30 Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00 Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00 Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30 Mest lesið Stjörnulífið: Hrekkjavaka og seiðandi kroppar Lífið Kom út úr skápnum er hún lýsti yfir stuðningi við Harris Lífið Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Tónlist Einhleypan: Fangavörður, einlæg og skemmtileg Makamál Íbúðin gjörbreyttist eftir að hafa fært eldhúsið Lífið Tapaði miklum peningum í vínbransanum Lífið Tveggja barna foreldrar eftir erfiða áhættumeðgöngu Lífið Sunneva nefndi son Jóhönnu Lífið Quincy Jones er látinn Lífið Dawson's Creek leikari með krabbamein Lífið Fleiri fréttir Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Hrekkjavökumyndir til að hafa í huga fyrir kvöldið Ulf Pilgaard er látinn Vilja gefa út síðustu þættina með Payne Frumsýning á Vísi: Bannað að hlæja í boði sem er bannað börnum Bíó Paradís heiðrað af blindum Hollywood stjörnur við Höfða Lá beinast við að gera mynd um Laugavegshlaupið Lýsir augnablikinu þegar hann náði Örnu á sitt band Man ekki eftir öðru eins: Aldrei séð jafn marga falla í yfirlið yfir einni mynd Torfi vinnur að því að koma Minecraft á hvíta tjaldið Fögnuðu væntanlegri komu Eftirmála á sjónvarpsskjáinn Super Happy Forever hlaut Gullna lundann Fagnaðarfundir þegar Bong Joon-Ho hitti Dag Kára Óhappamynd Alec Baldwin brátt frumsýnd Sjá meira
Cersei þarf nauðsynlega á efnahagsráðgjafa að halda Ríki konungsins í Westeros er skuldsett upp fyrir haus, efnahagur álfunnar er í rústum og veturinn nálgast. 20. apríl 2016 20:30
Game of Thrones: Hvað þýðir endir fyrsta þáttarins? Farið yfir vangaveltur og kenningar varðandi áframhald þáttanna. 27. apríl 2016 13:00
Game of Thrones: Nýr karakter kynntur til leiks Fjallað um innihald fyrstu tveggja þáttanna í sjöttu þáttaröð Game of Thrones, bókanna og margt fleira. 6. maí 2016 14:00
Game of Thrones: Stærsta þáttaröðin hingað til Fjallað um annan þátt sjöttu þáttaraðar Game of Thrones. 4. maí 2016 13:30