Innblástur sóttur til náttúrunnar 12. maí 2016 12:00 Dainius Bendikas stundaði nám við Vilnius Art Academy í Litháen. Nú býr starfar á Íslandi og hefur m.a. unnið með hönnunarteymi JÖR. Nýlega tók hann við stöðu aðjúnkts í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listháskóla Íslands. MYNDIR/STEFÁN Dainius Bendikas var nýlega ráðinn í stöðu aðjúnkts við námsbraut í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Dainius, sem hefur fjölbreytta reynslu á sviði hönnunar, útskrifaðist frá Vilnius Art Academy í Litháen árið 2011. Meðan á námi hans stóð kom hann til Íslands sem skiptinemi og sneri hann aftur hingað til lands að útskrift lokinni. Undanfarin ár hefur Dainius starfað í hönnunarteymi JÖR auk þess sem hann hefur líka hannað búninga fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men og rokkóperu í Litháen. Á meðan hann var í námi í heimalandi sínu segist hann hafa sótt mestan innblástur til náttúrunnar. „Ég eyddi heilu sumrunum úti í náttúrunni þar sem ég þróaði og hugleiddi hugmyndir mínar. Eftir þrjú annasöm og afkastamikil ár þurfti ég að breyta til og finna um leið nýtt landslag til að veita mér innblástur. Þannig varð Ísland fyrir valinu.“Dainius er óhræddur við tilraunastarfsemi þegar kemur að eigin hönnun.Byrjaði ungur Áhugi Dainius á hönnun og fatnaði byrjaði snemma að sögn hans. Faðir hans er verkfræðingur og uppfinningamaður og móðir hans er klæðskeri. „Foreldrar mínir höfðu bæði mikil áhrif á mig. Þau stofnuðu fjölskyldufyrirtæki sem framleiddi föt og ég lærði af þeim, samhliða öðrum leik í æsku minni. Átta ára gamall hannaði ég fyrsta prjónamynstrið mitt á risastórri tölvustýrðri prjónavél. Næst hannaði ég æfingaföt fyrir sjálfan mig þannig að ég byrjaði snemma. Ég var þó ekki beint heillaður af hönnun á þessum tíma heldur fannst fyrst og fremst gaman að skapa eitthvað sjálfur.“Skórnir heilla Honum finnst íslenskir karlmenn almennt klæðast vel en segir mestu máli skipta að velja föt sem passa við persónuleika hvers og eins. „Ég kann því vel að meta þá karlmenn sem eru óhræddir við að stunda tilraunastarfsemi í klæðaburði til þess að finna sinn eigin stíl og karakter.“ Uppáhaldsflíkur hans eru skór en sjálfur hannaði hann nokkrar skólínur fyrir fáeinum árum. „Ég á nokkur pör sem ég hef gengið til húðar og því hóf ég nýlega aftur að hanna skólínur í frítíma mínum. Það er eitthvað svo heillandi við skó og það verður gaman að sjá hvað kemur úr þessari vinnu minni.“ Ýmsir fylgihlutir eru í uppáhaldi hjá honum, þá helst hringar og handtöskur. „Yfirleitt ber ég hringa eftir hæfileikaríkan skartgripahönnuð sem heitir Benas Staskauskasen en einn hringa hans má m.a. sjá á plötuumslagi nýjustu plötu Bjarkar. Ég á einnig fimm handtöskur sem ég nota mikið enda eru þær mjög praktískar.“Mestu máli skiptir að sögn hans að velja föt sem passa við persónuleika hvers og eins.rightNý lína framundan Þessar vikurnar er hann að leggja lokahönd á fatalínu í samstarfi við fyrirtæki sem sérhæfir sig í útivistarfatnaði. „Vinnan hófst fyrir næstum ári og er nú loks að ljúka. Það er töluverð áskorun að hanna innan ákveðins ramma en um leið að vera trúr sjálfum sér og eigin hugmyndum. Í línunni notumst við við nýja nálgun að útivistarfatnaði, þar sem konsept og hönnun eru í fyrirrúmi. Ég var svo heppinn að fá fullt frelsi þegar kom að lokaútkomunni, markaðsherferðinni, umbúðum og fleira tengt fatalínunni en hún ætti að koma á markað í lok sumars.“ Hönnun Dainius Bendikas má finna á Facebook (Dainius Bendikas) og á Instagram (dainius_bendikas). Menning Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira
Dainius Bendikas var nýlega ráðinn í stöðu aðjúnkts við námsbraut í fatahönnun við hönnunar- og arkitektúrdeild Listaháskóla Íslands. Dainius, sem hefur fjölbreytta reynslu á sviði hönnunar, útskrifaðist frá Vilnius Art Academy í Litháen árið 2011. Meðan á námi hans stóð kom hann til Íslands sem skiptinemi og sneri hann aftur hingað til lands að útskrift lokinni. Undanfarin ár hefur Dainius starfað í hönnunarteymi JÖR auk þess sem hann hefur líka hannað búninga fyrir hljómsveitina Of Monsters and Men og rokkóperu í Litháen. Á meðan hann var í námi í heimalandi sínu segist hann hafa sótt mestan innblástur til náttúrunnar. „Ég eyddi heilu sumrunum úti í náttúrunni þar sem ég þróaði og hugleiddi hugmyndir mínar. Eftir þrjú annasöm og afkastamikil ár þurfti ég að breyta til og finna um leið nýtt landslag til að veita mér innblástur. Þannig varð Ísland fyrir valinu.“Dainius er óhræddur við tilraunastarfsemi þegar kemur að eigin hönnun.Byrjaði ungur Áhugi Dainius á hönnun og fatnaði byrjaði snemma að sögn hans. Faðir hans er verkfræðingur og uppfinningamaður og móðir hans er klæðskeri. „Foreldrar mínir höfðu bæði mikil áhrif á mig. Þau stofnuðu fjölskyldufyrirtæki sem framleiddi föt og ég lærði af þeim, samhliða öðrum leik í æsku minni. Átta ára gamall hannaði ég fyrsta prjónamynstrið mitt á risastórri tölvustýrðri prjónavél. Næst hannaði ég æfingaföt fyrir sjálfan mig þannig að ég byrjaði snemma. Ég var þó ekki beint heillaður af hönnun á þessum tíma heldur fannst fyrst og fremst gaman að skapa eitthvað sjálfur.“Skórnir heilla Honum finnst íslenskir karlmenn almennt klæðast vel en segir mestu máli skipta að velja föt sem passa við persónuleika hvers og eins. „Ég kann því vel að meta þá karlmenn sem eru óhræddir við að stunda tilraunastarfsemi í klæðaburði til þess að finna sinn eigin stíl og karakter.“ Uppáhaldsflíkur hans eru skór en sjálfur hannaði hann nokkrar skólínur fyrir fáeinum árum. „Ég á nokkur pör sem ég hef gengið til húðar og því hóf ég nýlega aftur að hanna skólínur í frítíma mínum. Það er eitthvað svo heillandi við skó og það verður gaman að sjá hvað kemur úr þessari vinnu minni.“ Ýmsir fylgihlutir eru í uppáhaldi hjá honum, þá helst hringar og handtöskur. „Yfirleitt ber ég hringa eftir hæfileikaríkan skartgripahönnuð sem heitir Benas Staskauskasen en einn hringa hans má m.a. sjá á plötuumslagi nýjustu plötu Bjarkar. Ég á einnig fimm handtöskur sem ég nota mikið enda eru þær mjög praktískar.“Mestu máli skiptir að sögn hans að velja föt sem passa við persónuleika hvers og eins.rightNý lína framundan Þessar vikurnar er hann að leggja lokahönd á fatalínu í samstarfi við fyrirtæki sem sérhæfir sig í útivistarfatnaði. „Vinnan hófst fyrir næstum ári og er nú loks að ljúka. Það er töluverð áskorun að hanna innan ákveðins ramma en um leið að vera trúr sjálfum sér og eigin hugmyndum. Í línunni notumst við við nýja nálgun að útivistarfatnaði, þar sem konsept og hönnun eru í fyrirrúmi. Ég var svo heppinn að fá fullt frelsi þegar kom að lokaútkomunni, markaðsherferðinni, umbúðum og fleira tengt fatalínunni en hún ætti að koma á markað í lok sumars.“ Hönnun Dainius Bendikas má finna á Facebook (Dainius Bendikas) og á Instagram (dainius_bendikas).
Menning Tíska og hönnun Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Sagt að koma strax upp á bráðamótttöku Lífið Myndaveisla: Fegurstu fljóð Vesturbæjarins blótuðu þorrann Lífið Baldoni birtir myndband af tökum á umdeildu atriði Lífið Fimmtíu milljón króna hækkun eftir umfangsmiklar endurbætur Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Harry fær afsökunarbeiðni Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Ástfangin í eitt ár og flutt inn saman Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið Fleiri fréttir Steldu meðgöngustílnum af Tönju Ýr Patrik í hálfrar milljón króna skíðagalla Skemmtilegast klæddu á Golden Globe Halla í peysufötum langömmu sinnar Skemmtileg tískuslys og eftirminnileg jólaföt Stjörnum prýtt hönnunar húllumhæ í Húrra Fagnaði tvítugsafmælinu í Vivienne Westwood Opnuðu sjóðheitt hönnunarstúdíó með stæl Best klæddu Íslendingarnir 2024 Sænsk tískudrottning sögð kúga starfsfólk sitt Húrrandi stemning í opnun Húrra Rúbínrauðu skór Dóróteu seldust á 3,8 milljarða Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Logi Pedro með hönnunarlínu: „Ég verð að gera þetta sjálfur“ Djörf á dreglinum Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Steldu stílnum af Samfylkingar-Rögnu Sjá meira