Vinni KR-ingar ekki FH í kvöld þá boðar það bara eitt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. maí 2016 16:00 Morten Beck Andersen á enn eftir að vinna leik með KR í Pepsi-deildinni. Vísir/Ernir KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
KR-ingar fá Íslandsmeistara FH-inga í heimsókn í Vesturbæinn í kvöld en þá fer fram leikur liðanna í 3. umferð Pepsi-deildar karla í fótbolta. Leikurinn verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Það hefur verið ólíkt gengið á liðunum í fyrstu tveimur umferðunum því á meðan FH er með fullt hús og markatöluna 5-1 eftir tvo leiki þá hafa KR-ingar enn ekki náð að fagna sigri. Síðan að KR vann sinn fyrsta Íslandsmeistaratitil í 31 ár sumarið 1999 þá hefur það aðeins tvisvar sinnum gerst að KR hefur ekki náð að vinna leik í fyrstu þremur umferðunum. Fyrra skiptið var sumarið 2007 þegar KR fékk aðeins eitt stig í fyrstu þremur umferðunum eftir jafntefli á móti Breiðabliki og svo tap á móti bæði Keflavík og Val. Seinna skiptið var sumarið 2010 þegar KR fékk tvö stig í fyrstu þremur umferðunum, eftir jafntefli á móti nýliðum Hauka annarsvegar og Stjörnunni hinsvegar og svo tap á móti nýliðum Selfoss. Þjálfarar KR þessi tvö sumur eiga það sameiginlegt að hafa þurft að taka pokann sinn þetta sumar. Ef marka má þróun mála út í KR þessa tvo áratugi þá boðar það bara eitt tapist leikurinn hjá KR-liðinu í kvöld.Þegar KR vinnur ekki í þremur fyrstu leikjum sínum þá er kominn nýr þjálfari fyrir Verslunarmannahelgi. Teiti Þórðarsyni var sagt upp störfum 29. júlí 2007 en hann var þá samningsbundinn félaginu til 2010. KR hafði þá aðeins unnið einn af 11 deildarleikjum sínum og sat í neðsta sæti deildarinnar. Logi Ólafsson tók við liðinu af Teiti. Loga Ólafssyni var sagt upp störfum sem þjálfara KR 19. júlí 2010 daginn eftir að liðið gerði jafntefli á móti nýliðum Hauka í annað skiptið á tímabilinu. KR var þá með aðeins 3 sigra í 11 leikjum og sat í fjórða neðsta sæti. Rúnar Kristinsson tók við liðinu af Loga. Bjarni Guðjónsson, þjálfari KR-liðsins, gæti því mögulega þurft að hafa áhyggjur af starfinu takist honum ekki að vinna FH í kvöld. Sagan segir það að minnsta kosti. Útsending Stöð 2 Sport frá KR-vellinum hefst klukkan 19.30 en leikurinn sjálfur hefst klukkan 20.00.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15 Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30 Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15 Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30 Mest lesið Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Enski boltinn Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Úlfarnir unnu United aftur Enski boltinn Segir Akureyri á hjara veraldar og varð hugfanginn í Sjallanum Sport Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Enski boltinn Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Formúla 1 ÍA og Vestri mætast inni Íslenski boltinn Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Enski boltinn Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Formúla 1 Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir ÍA og Vestri mætast inni Stefán Gísli fékk fimm ára samning hjá Val Bestu Mörkin: „Kannski ekki fallegasta markið“ Fram og Þór Ak. áfram í bikarnum HK vann Lengjudeildarslaginn og fór áfram í bikarnum Tveir fimmtán ára með þrjú fyrir KR | Adam Ægir skoraði strax fyrir Val „Varst þú ekkert í bláu spurningunum?“ Um afhroð Stjörnunnar í Kópavogi: „Ég spáði þessu jafntefli“ Stjarnan og Vestri áfram eftir fjölda marka og mikla dramatík Breiðablik ekki í vandræðum og mögnuð endurkoma Þróttar Skagamenn og Selfyssingar í sextán liða úrslit Bestu mörkin: Helena hélt að Þóra hefði allt aðra skoðun á þessu Ítalíudvölin tók á andlegu hliðina: „Vil finna gleðina aftur“ Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Uppbótartíminn: „Draumar eru til þess að stefna hátt“ „Þetta var skrýtinn leikur“ „Höfum afsannað allar spár sem hafa komið og ætlum að halda því áfram“ „Hugur minn er bara hjá henni“ Leik lokið: Valur - FH 0-0 | Markalaust í leik sem litaðist af ljótum meiðslum Viðar Örn að glíma við meiðsli Uppgjörið: Víkingur - Þór/KA 1-4 | Engin hamingja hjá heimakonum Uppgjörið: Tindastóll - FHL 1-0 | Stólarnir sýndu enga miskunn Bærinn seldi tækin úr ræktinni: „Vona að Fjarðabyggð sjái að sér“ Segir vandræðalegt að Valur hafi ekki unnið KR „Skemmtilegt að þroskast þannig sem leikmaður“ „Meira að hugsa um hvort ég geti unnið heilan vinnudag“ Fimmtán ára KR-ingur tók metið af Eiði Smára: Fær hæfileikana frá mömmu Sjá meira
Umfjöllun, viðtöl, myndir og einkunnir: KR - Víkingur 0-0 | Bragðdauf byrjun í vesturbænum Lélegur völlur og nokkur vindur settu svip sinn á leik KR og Víkings í kvölds sem var ekki mikið fyrir augað. 2. maí 2016 22:15
Uppbótartíminn: Draumabyrjun Ólsara | Myndbönd Önnur umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 9. maí 2016 10:30
Umfjöllun, viðtöl og einkunnir: Þróttur - KR 2-2 | Jafntefli í Laugardalnum. Þróttur og KR gerðu 2-2 jafntefli á Gervigrasinu í Laugardal í kvöld. 8. maí 2016 23:15
Uppbótartíminn: Ekki hata leikmennina - hataðu grasið | Myndbönd Fyrsta umferð Pepsi-deildar karla gerð upp á léttum og gagnrýnum nótum. 3. maí 2016 10:30