Taekwondo meistaranum gert að yfirgefa landið Birgir Örn Steinarsson skrifar 13. maí 2016 13:35 Malsor hefur þurft að slá lán hjá íslenskum vinum sínum til þess að eiga fyrir ferðinni heim. Hann ferðast með eiginkonu sína og nýfætt barn þeirra. Vísir/Vilhelm Malsor Tafa taekwondo meistarinn frá Kósóvó sem Vísir fjallaði um í apríl hefur verið gefið að yfirgefa landið eins fljótt og auðið er. Tafa hefur sótt um dvalarleyfi hér á landi að sökum íþróttaþátttöku en hann hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Í reglugerð Útlendingastofnunar mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra en lögmaður hans sótti um undantekningu frá því þar sem Tafa er nýbakaður faðir. Því var nýverið hafnað og er honum gefið að yfirgefa landið fyrir 19. maí næstkomandi.Ætlar að fara sjálfviljugurTafa og fjölskylda hans hefur gengist að þessu og vinnur nú að því að kaupa sér flugmiða. Hann segist virða reglugerð landsins og vonast eftir því að málið fái fljóta afgreiðslu. Taikwondo samband Íslands og fleiri sem að íþróttinni koma hér á landi hafa sent Útlendingastofnun fjölda bréfa þar sem stofnunin er hvött til þess að gefa honum dvalarleyfi. Tafa þykir afbragðs dómari en aðeins einn annar á Íslandi hefur alþjóðleg réttindi til þess að sinna dómgæslu. „Ég þarf að yfirgefa landið á meðan þau vinna úr þessu og ég má ekkert koma til baka á meðan á málinu stendur,“ segir Tafa. „Við vitum ekkert hvað mun gerast þegar við komum til Kósóvó. Ég þarf að borga leigu þar. Við erum ekki enn komin með húsnæði í Kósóvó. Ég er að reyna vinna í því en það mun pottþétt vera dýrt.“ Til þess að komast héðan hefur hann þurft að taka lán upp um 700 þúsund krónur frá vinum sínum hér á Íslandi sem hann hyggst greiða til baka þegar hann kemur aftur. Á sínum tíma yfirgaf hann Kósóvó vegna efnahagslegra ástæðna en hann er menntaður prófessor í landafræði en enga vinnu var að fá í faginu þar. Vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu sinnar óttaðist hann að hann þyrfti að yfirgefa eiginkonu sína hér og nýfætt barn en vegna lánsins geta þau nú öll farið.Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnSegir körfuboltamenn fá aðra meðferð Malsor Tafa kvartar yfir því að fá engin svör um hversu lengi það muni taka að vinna úr máli hans. Hann hefur ekki góða reynslu af stofnuninni. Hann sótti um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaiðkunar í desember og segist hafa misst í kjölfarið atvinnuleyfi sitt þar sem ekki megi gefa út slíkt á meðan á umsókn standi. Það tók stofnunina rúmlega sex mánuði að svara. Málið tafðist enn frekar þegar hann sótti um undantekningu um að fá að vera hér á meðan unnið yrði úr umsókninni. Hann fékk formlega synjun við þeirri bón sinni 12. maí og var gefin vika til þess að fara. „Við þurfum að fá að vita hvenær og hvort við megum koma aftur. Málið er í höndum Útlendingastofnunar. Ég skil ekki hvað málið er, því körfuboltamenn hafa komið hingað, sótt um dvalarleyfi vegna íþróttaiðkunar og það hefur ekki verið neitt mál.“ Aðstaða gegn hælisleitendum frá Kósóvó gæti verið að breytast verulega í kerfinu hér þar sem þjóðin hefur verið samþykkt inn í Schengen sáttmálann. Það þýðir að bráðlega hljóta Kósóvóar sömu réttindi og flestar aðrar Evópuþjóðir hvað varðar tímabundna búsetu erlendis. Flóttamenn Tengdar fréttir „Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Taekwondo og nýbakaður faðir sem er að sækja um dvalarleyfi hér á grundvelli íþróttaiðkunar. Honum einum er gert að yfirgefa landið á meðan umsókn hans er unnin en hann vill ekki fara frá fjölskyldu sinni. Taekwondosamband Íslands segir hann ómissandi. 1. apríl 2016 10:13 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
Malsor Tafa taekwondo meistarinn frá Kósóvó sem Vísir fjallaði um í apríl hefur verið gefið að yfirgefa landið eins fljótt og auðið er. Tafa hefur sótt um dvalarleyfi hér á landi að sökum íþróttaþátttöku en hann hefur verið nær ómissandi við dómgæslu á mótum hérlendis frá því í fyrra. Í reglugerð Útlendingastofnunar mega umsækjendur ekki vera á landinu á meðan unnið er í málum þeirra en lögmaður hans sótti um undantekningu frá því þar sem Tafa er nýbakaður faðir. Því var nýverið hafnað og er honum gefið að yfirgefa landið fyrir 19. maí næstkomandi.Ætlar að fara sjálfviljugurTafa og fjölskylda hans hefur gengist að þessu og vinnur nú að því að kaupa sér flugmiða. Hann segist virða reglugerð landsins og vonast eftir því að málið fái fljóta afgreiðslu. Taikwondo samband Íslands og fleiri sem að íþróttinni koma hér á landi hafa sent Útlendingastofnun fjölda bréfa þar sem stofnunin er hvött til þess að gefa honum dvalarleyfi. Tafa þykir afbragðs dómari en aðeins einn annar á Íslandi hefur alþjóðleg réttindi til þess að sinna dómgæslu. „Ég þarf að yfirgefa landið á meðan þau vinna úr þessu og ég má ekkert koma til baka á meðan á málinu stendur,“ segir Tafa. „Við vitum ekkert hvað mun gerast þegar við komum til Kósóvó. Ég þarf að borga leigu þar. Við erum ekki enn komin með húsnæði í Kósóvó. Ég er að reyna vinna í því en það mun pottþétt vera dýrt.“ Til þess að komast héðan hefur hann þurft að taka lán upp um 700 þúsund krónur frá vinum sínum hér á Íslandi sem hann hyggst greiða til baka þegar hann kemur aftur. Á sínum tíma yfirgaf hann Kósóvó vegna efnahagslegra ástæðna en hann er menntaður prófessor í landafræði en enga vinnu var að fá í faginu þar. Vegna slæmrar fjárhagslegrar stöðu sinnar óttaðist hann að hann þyrfti að yfirgefa eiginkonu sína hér og nýfætt barn en vegna lánsins geta þau nú öll farið.Malsor hefur verið fengið til þess að dæma á öllum mótum TKÍ frá því að þeir vissu af honum hér.Vísir/EinkasafnSegir körfuboltamenn fá aðra meðferð Malsor Tafa kvartar yfir því að fá engin svör um hversu lengi það muni taka að vinna úr máli hans. Hann hefur ekki góða reynslu af stofnuninni. Hann sótti um dvalarleyfi á grundvelli íþróttaiðkunar í desember og segist hafa misst í kjölfarið atvinnuleyfi sitt þar sem ekki megi gefa út slíkt á meðan á umsókn standi. Það tók stofnunina rúmlega sex mánuði að svara. Málið tafðist enn frekar þegar hann sótti um undantekningu um að fá að vera hér á meðan unnið yrði úr umsókninni. Hann fékk formlega synjun við þeirri bón sinni 12. maí og var gefin vika til þess að fara. „Við þurfum að fá að vita hvenær og hvort við megum koma aftur. Málið er í höndum Útlendingastofnunar. Ég skil ekki hvað málið er, því körfuboltamenn hafa komið hingað, sótt um dvalarleyfi vegna íþróttaiðkunar og það hefur ekki verið neitt mál.“ Aðstaða gegn hælisleitendum frá Kósóvó gæti verið að breytast verulega í kerfinu hér þar sem þjóðin hefur verið samþykkt inn í Schengen sáttmálann. Það þýðir að bráðlega hljóta Kósóvóar sömu réttindi og flestar aðrar Evópuþjóðir hvað varðar tímabundna búsetu erlendis.
Flóttamenn Tengdar fréttir „Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Taekwondo og nýbakaður faðir sem er að sækja um dvalarleyfi hér á grundvelli íþróttaiðkunar. Honum einum er gert að yfirgefa landið á meðan umsókn hans er unnin en hann vill ekki fara frá fjölskyldu sinni. Taekwondosamband Íslands segir hann ómissandi. 1. apríl 2016 10:13 Mest lesið Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Innlent Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Innlent Sendu skriðdreka inn á Vesturbakkann í fyrsta sinn í 23 ár Erlent Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Útgönguspár benda til sögulegra úrslita Erlent Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Páfinn sendir frá sér yfirlýsingu Erlent Fleiri fréttir Ökumaður með hníf og kylfu en farþegi með heimatilbúnar sprengjur Hefur áhyggjur af mikilli notkun melatóníns hjá börnum Grét þegar hún kom á Ásbrú og hélt að lífið væri búið Svefnlyfjaneysla barna og heimildarmynd um úkraínska flóttamenn Ekkert sem bendi til að konan hafi áttað sig á ölvun ökumannsins Reykjavík muni mögulega gera sérsamninga við kennara 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Sjá meira
„Eins og þau vilji slíta fjölskyldu mína í sundur“ Malsor Tafa er alþjóðlegur meistari í Taekwondo og nýbakaður faðir sem er að sækja um dvalarleyfi hér á grundvelli íþróttaiðkunar. Honum einum er gert að yfirgefa landið á meðan umsókn hans er unnin en hann vill ekki fara frá fjölskyldu sinni. Taekwondosamband Íslands segir hann ómissandi. 1. apríl 2016 10:13