Uppruni skipbrotsmannsins Stefán Pálsson skrifar 15. maí 2016 11:00 Frægasti skipbrotsmaður bókmenntasögunnar er augljóslega ekki allur þar sem hann er séður. Sagan af skipbrotsmanninum Róbinson Krúsó er ein af þeim sögnum sem allir þekkja en fæstir hafa lesið. Eða öllu heldur: flest þekkjum við meginatriði sögunnar um sæfarann óheppna úr kvikmyndum, sjónvarpi eða einfölduðum endursögnum. Miklu færri hafa hins vegar barið sig í gegnum nærri þrjú hundruð ára gamlan frumtextann eftir Daniel Defoe. Bókmenntafræðingar hafa kallað bókina um Róbinson Krúsó fyrstu ensku nútímaskáldsöguna. Þótt endalaust megi þrátta um slíkar skilgreiningar, er óumdeilt að áhrif hennar hafa verið mikil. Bókin kom út vorið 1719 og lagði langur og lýsandi titillinn undir sig mestalla forsíðuna að þeirra tíma sið. Í lauslegri þýðingu er hann eitthvað á þessa leið: „Lífshlaup og hin skringilegu og óvæntu ævintýri Róbinsons Krúsó, sæfara frá Jórvík: sem lifði einn síns liðs í 28 ár á eyðieyju úti fyrir ströndum Ameríku í grennd við ósa Orinoco-fljóts, eftir að hafa einn manna lifað af skipsstrand, ásamt frásögn af því hvernig honum var að lokum bjargað á sérkennilegan hátt af sjóræningjum.“ Sú hugmynd að nauðsynlegt væri að halda söguþræðinum leyndum fyrir lesandanum var greinilega ekki búin að ryðja sér til rúms í byrjun átjándu aldar. Sama mátti raunar segja um margt annað varðandi listformið, til dæmis voru mörkin milli sannleika og skáldskapar ekkert sérstaklega skýr. Þannig var bókin ekki merkt Defoe heldur aðalsögupersónunni og það staðhæft að um raunverulegar endurminningar væri að ræða. Því fengust þó fæstir til að trúa og þegar innan árs komu út fyrstu ritlingarnir þar sem reynt var að færa sönnur á að bókin væri uppspuni.Hrakningasaga Raunar var söguþráðurinn með slíkum ólíkindum að furðulegt má telja að nokkrum hafi komið annað til hugar en um skáldskap væri að ræða. Sagan segir frá ungri söguhetjunni sem gerist sjómaður árið 1651 í óþökk fjölskyldu sinnar sem vildi senda hann til mennta. Ekki byrjar ferillinn á sjónum vel og ungi maðurinn fellur í hendur sjóræningja frá Marokkó sem hneppa hann í ánauð. Eftir tvö ár tekst Krúsó að flýja úr haldi ásamt ungum afrískum pilti, Xury að nafni. Þeir sleppa um borð í portúgalskt skip sem er á leið til vesturheims. Þegar þangað er komið selur Krúsó skipstjóranum Xury vin sinn fyrir vænan skilding og er þar sleginn tónninn fyrir söguna, þar sem sjálfsagt þykir að fólk af öðrum kynþáttum lúti stjórn og duttlungum hvíta mannsins. Í Ameríku eignast Krúsó sykurplantekru og auðgast vel. Fáeinum árum síðar ákveður hann hins vegar að bregða sér í þrælakaupaleiðangur til Afríku. Á leiðinni ferst skipið og Krúsó skolar á land á eyðieyju úti fyrir ströndum Venesúela. Þar tekur við nærri þriggja áratuga vist, þar sem skipbrotsmaðurinn enski lærir að nýta sér landsins gagn og nauðsynjar, en ræktar sálina með sálmasöng og bænahaldi. Defoe var sjálfur mikill trúmaður og umhugað um mátt bænarinnar. Eftir því sem Krúsó gerist trúræknari, því betur vegnar honum á eyjunni. Hann hefur akuryrkju og ræktar bæði bygg og hrísgrjón. Hann nær sömuleiðis valdi á leirkeragerð og hefur búskap með villigeitum, hundum, köttum og páfagauk. Eyjan hefur þó verið stór, því eftir langa dvöl uppgötvar Krúsó að hann er ekki eini íbúinn. Hann rekst á fótspor í sandi og kemst að því að mannætur hafast við á eynni. Krúsó bjargar ungum manni úr klóm mannætanna og gefur honum nafnið Frjádagur, þar sem fundum þeirra bar saman á föstudegi. Frjádagur verður vinur Krúsós, en jafnframt undirgefinn þjónn – enda ekki hvítur á hörund. Lætur hinn fjölmenningarlega óheppni Defoe þess getið að húðlitur Frjádags sé fallega gulbrúnn, en ekki viðurstyggilegur eins og á brasilískum eða norður-amerískum indíánum.Aftur til Evrópu Enn líða mörg ár og Krúsó hefur kennt þjóni sínum bæði enska tungu og kristna trú. Skerst þá á ný í odda með þeim og mannætunum og í það skiptið slást tveir nýir menn í hópinn, reynist annar þeirra vera faðir Frjádags en hinn Spánverji sem ratað hafði í ógöngur. Mönnunum fjórum er loks bjargað af enskri skútu, en ekki þó fyrr en Krúsó og Frjádegi hefur tekist að berja niður uppreisn meðal skipverja og frelsa skipstjórann úr fjötrum. Að launum flytur skipstjórinn félagana tvo til Portúgals. Þaðan liggur leiðin stórtíðindalaust til Englands, ef frá er talin viðureign við einn trylltan skógarbjörn og þrjú hundruð soltna úlfa. Þar reynast foreldrar Krúsós löngu látnir og arfinum sólundað, en plantekran í Brasilíu malar gull og Róbinson getur kvænst og sest að á heimaslóðum. Sagan sló þegar í gegn og gaf höfundinum miklar tekjur. Það voru viðbrigði, þar sem Defoe barðist löngum í bökkum og mátti kallast heppinn að lenda ekki í skuldafangelsi. Það var því ekki að undra þótt hann ætti bágt með að standast freistinguna að semja framhaldssögu. „Fleiri ævintýri Róbinsons Krúsó; Sem gerðust á seinni og lokahluta lífs hans og segja frá hinum skrítnu og óvæntu ævintýrum hans á ferðalagi um þrjár heimsálfur“ kom út sama ár og var viðlíka hraðsoðin og titillinn. Í þeirri sögu deyr eiginkona söguhetjunnar sem ákveður ásamt Frjádegi að heimsækja eyjuna sína á nýjan leik. Þar mæta félögunum átök við sjómenn og mannætur, sem að lokum drepa Frjádag. Í kjölfarið leggst Krúsó í heimshornaflakk. Hann lendir í bardaga við innfædda á Madagaskar, siglir um Indlandshaf og alla leið til Kína. Eftir langt ferðalag um Síberíu snýr hann loks aftur til Lundúna árið 1705, meira en hálfri öld eftir að flökkulífið hófst. Líkt og fyrri bókin, byggði þessi seinni hluti ævintýra Krúsós ekki á reynslu höfundarins, sem aldrei yfirgaf Bretlandseyjar sjálfur. Krafan um frumleika í listum var hins vegar ekki í hávegum höfð og Defoe hikaði því ekki við að taka ferðasögur eftir aðra traustataki og nýta sem efnivið. Fyrir vikið hafa margir viljað finna fyrirmyndir Defoes að sjálfri aðalpersónunni.Arabískur Krúsó? Flestir hafa þar horft til Alexanders Selkirk, skosks sæfara sem var strandaglópur á lítilli eyju vestur af Síle. Orðháknum Selkirk og skipstjóranum hans varð sundurorða vegna slæms ásigkomulags skipsins og sagðist Selkirk fremur vilja fara í land á næstu eyju en að halda áfram. Skipstjórinn tók hann á orðinu, skildi Skotann kjaftfora eftir og sótti ekki fyrr en fjórum árum síðar! Myndu flestir telja það fullróttæk viðbrögð við rifrildi. Saga Selkirks var á flestra vörum um það leyti sem Defoe ritaði sögu sína og lá því beint við að telja hann vera innblásturinn. Það gerðu yfirvöld ferðamála í Síle einnig á sjöunda áratug síðustu aldar, þegar þau breyttu nafni eyjarinnar, þar sem Selkirk mátti dúsa, í Róbinson Krúsó-eyju til að ná til ferðamanna. Það styður kenninguna um að Selkirk hafi verið fyrirmyndin að Krúsó að á hans eyju lifði villigeitastofn sem hann veiddi sér til matar og saumaði sér klæði úr skinnunum. Hefur verið á það bent að geitaskinnsklæðin sem Defoe lét söguhetju sína klæðast hefðu verið afar óhentug í loftslagi Karíbahafsins. Ekki gleypa allir við þessari tilgátu og hafa lærðar bækur og ritgerðir verið skrifaðar til að benda á aðra strandaglópa sem höfundurinn gæti hafa haft í huga. Enn aðrir benda á augljós líkindi við arabíska sögu sem rituð var af Máranum Hayy ibn Yaqdhan á Spáni á tólftu öld. Það verk er einmitt talið fyrsta arabíska skáldsagan og fjallar um ungan pilt sem elst upp á eyðieyju og kennir þar sjálfum sér helstu vísindi og öðlast trúarlega vakningu. Arabíska sagan er afar heimspekileg og endar á hátimbruðum vangaveltum um tilgang lífsins. Á sama hátt lauk ritröð Defoes um Róbinson Krúsó á tormeltu og sérviskulegu þriðja bindi, sem út kom árið 1720. Líkt og fyrri bækurnar tvær var það ritað sem fyrstu persónu frásögn Krúsós, en í því lítur hann um öxl og dregur heimspekilegar og guðfræðilegar ályktanir af ævi sinni. Fáir hafa barið sig í gegnum þetta þriðja bindi, sem bætir litlu við um lífshlaup aðalsöguhetjunnar en þykir ágæt heimild um hugmyndaheim höfundarins. Hvað sem því líður er þessi frægasti skipbrotsmaður bókmenntasögunnar augljóslega ekki allur þar sem hann er séður. Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Sagan af skipbrotsmanninum Róbinson Krúsó er ein af þeim sögnum sem allir þekkja en fæstir hafa lesið. Eða öllu heldur: flest þekkjum við meginatriði sögunnar um sæfarann óheppna úr kvikmyndum, sjónvarpi eða einfölduðum endursögnum. Miklu færri hafa hins vegar barið sig í gegnum nærri þrjú hundruð ára gamlan frumtextann eftir Daniel Defoe. Bókmenntafræðingar hafa kallað bókina um Róbinson Krúsó fyrstu ensku nútímaskáldsöguna. Þótt endalaust megi þrátta um slíkar skilgreiningar, er óumdeilt að áhrif hennar hafa verið mikil. Bókin kom út vorið 1719 og lagði langur og lýsandi titillinn undir sig mestalla forsíðuna að þeirra tíma sið. Í lauslegri þýðingu er hann eitthvað á þessa leið: „Lífshlaup og hin skringilegu og óvæntu ævintýri Róbinsons Krúsó, sæfara frá Jórvík: sem lifði einn síns liðs í 28 ár á eyðieyju úti fyrir ströndum Ameríku í grennd við ósa Orinoco-fljóts, eftir að hafa einn manna lifað af skipsstrand, ásamt frásögn af því hvernig honum var að lokum bjargað á sérkennilegan hátt af sjóræningjum.“ Sú hugmynd að nauðsynlegt væri að halda söguþræðinum leyndum fyrir lesandanum var greinilega ekki búin að ryðja sér til rúms í byrjun átjándu aldar. Sama mátti raunar segja um margt annað varðandi listformið, til dæmis voru mörkin milli sannleika og skáldskapar ekkert sérstaklega skýr. Þannig var bókin ekki merkt Defoe heldur aðalsögupersónunni og það staðhæft að um raunverulegar endurminningar væri að ræða. Því fengust þó fæstir til að trúa og þegar innan árs komu út fyrstu ritlingarnir þar sem reynt var að færa sönnur á að bókin væri uppspuni.Hrakningasaga Raunar var söguþráðurinn með slíkum ólíkindum að furðulegt má telja að nokkrum hafi komið annað til hugar en um skáldskap væri að ræða. Sagan segir frá ungri söguhetjunni sem gerist sjómaður árið 1651 í óþökk fjölskyldu sinnar sem vildi senda hann til mennta. Ekki byrjar ferillinn á sjónum vel og ungi maðurinn fellur í hendur sjóræningja frá Marokkó sem hneppa hann í ánauð. Eftir tvö ár tekst Krúsó að flýja úr haldi ásamt ungum afrískum pilti, Xury að nafni. Þeir sleppa um borð í portúgalskt skip sem er á leið til vesturheims. Þegar þangað er komið selur Krúsó skipstjóranum Xury vin sinn fyrir vænan skilding og er þar sleginn tónninn fyrir söguna, þar sem sjálfsagt þykir að fólk af öðrum kynþáttum lúti stjórn og duttlungum hvíta mannsins. Í Ameríku eignast Krúsó sykurplantekru og auðgast vel. Fáeinum árum síðar ákveður hann hins vegar að bregða sér í þrælakaupaleiðangur til Afríku. Á leiðinni ferst skipið og Krúsó skolar á land á eyðieyju úti fyrir ströndum Venesúela. Þar tekur við nærri þriggja áratuga vist, þar sem skipbrotsmaðurinn enski lærir að nýta sér landsins gagn og nauðsynjar, en ræktar sálina með sálmasöng og bænahaldi. Defoe var sjálfur mikill trúmaður og umhugað um mátt bænarinnar. Eftir því sem Krúsó gerist trúræknari, því betur vegnar honum á eyjunni. Hann hefur akuryrkju og ræktar bæði bygg og hrísgrjón. Hann nær sömuleiðis valdi á leirkeragerð og hefur búskap með villigeitum, hundum, köttum og páfagauk. Eyjan hefur þó verið stór, því eftir langa dvöl uppgötvar Krúsó að hann er ekki eini íbúinn. Hann rekst á fótspor í sandi og kemst að því að mannætur hafast við á eynni. Krúsó bjargar ungum manni úr klóm mannætanna og gefur honum nafnið Frjádagur, þar sem fundum þeirra bar saman á föstudegi. Frjádagur verður vinur Krúsós, en jafnframt undirgefinn þjónn – enda ekki hvítur á hörund. Lætur hinn fjölmenningarlega óheppni Defoe þess getið að húðlitur Frjádags sé fallega gulbrúnn, en ekki viðurstyggilegur eins og á brasilískum eða norður-amerískum indíánum.Aftur til Evrópu Enn líða mörg ár og Krúsó hefur kennt þjóni sínum bæði enska tungu og kristna trú. Skerst þá á ný í odda með þeim og mannætunum og í það skiptið slást tveir nýir menn í hópinn, reynist annar þeirra vera faðir Frjádags en hinn Spánverji sem ratað hafði í ógöngur. Mönnunum fjórum er loks bjargað af enskri skútu, en ekki þó fyrr en Krúsó og Frjádegi hefur tekist að berja niður uppreisn meðal skipverja og frelsa skipstjórann úr fjötrum. Að launum flytur skipstjórinn félagana tvo til Portúgals. Þaðan liggur leiðin stórtíðindalaust til Englands, ef frá er talin viðureign við einn trylltan skógarbjörn og þrjú hundruð soltna úlfa. Þar reynast foreldrar Krúsós löngu látnir og arfinum sólundað, en plantekran í Brasilíu malar gull og Róbinson getur kvænst og sest að á heimaslóðum. Sagan sló þegar í gegn og gaf höfundinum miklar tekjur. Það voru viðbrigði, þar sem Defoe barðist löngum í bökkum og mátti kallast heppinn að lenda ekki í skuldafangelsi. Það var því ekki að undra þótt hann ætti bágt með að standast freistinguna að semja framhaldssögu. „Fleiri ævintýri Róbinsons Krúsó; Sem gerðust á seinni og lokahluta lífs hans og segja frá hinum skrítnu og óvæntu ævintýrum hans á ferðalagi um þrjár heimsálfur“ kom út sama ár og var viðlíka hraðsoðin og titillinn. Í þeirri sögu deyr eiginkona söguhetjunnar sem ákveður ásamt Frjádegi að heimsækja eyjuna sína á nýjan leik. Þar mæta félögunum átök við sjómenn og mannætur, sem að lokum drepa Frjádag. Í kjölfarið leggst Krúsó í heimshornaflakk. Hann lendir í bardaga við innfædda á Madagaskar, siglir um Indlandshaf og alla leið til Kína. Eftir langt ferðalag um Síberíu snýr hann loks aftur til Lundúna árið 1705, meira en hálfri öld eftir að flökkulífið hófst. Líkt og fyrri bókin, byggði þessi seinni hluti ævintýra Krúsós ekki á reynslu höfundarins, sem aldrei yfirgaf Bretlandseyjar sjálfur. Krafan um frumleika í listum var hins vegar ekki í hávegum höfð og Defoe hikaði því ekki við að taka ferðasögur eftir aðra traustataki og nýta sem efnivið. Fyrir vikið hafa margir viljað finna fyrirmyndir Defoes að sjálfri aðalpersónunni.Arabískur Krúsó? Flestir hafa þar horft til Alexanders Selkirk, skosks sæfara sem var strandaglópur á lítilli eyju vestur af Síle. Orðháknum Selkirk og skipstjóranum hans varð sundurorða vegna slæms ásigkomulags skipsins og sagðist Selkirk fremur vilja fara í land á næstu eyju en að halda áfram. Skipstjórinn tók hann á orðinu, skildi Skotann kjaftfora eftir og sótti ekki fyrr en fjórum árum síðar! Myndu flestir telja það fullróttæk viðbrögð við rifrildi. Saga Selkirks var á flestra vörum um það leyti sem Defoe ritaði sögu sína og lá því beint við að telja hann vera innblásturinn. Það gerðu yfirvöld ferðamála í Síle einnig á sjöunda áratug síðustu aldar, þegar þau breyttu nafni eyjarinnar, þar sem Selkirk mátti dúsa, í Róbinson Krúsó-eyju til að ná til ferðamanna. Það styður kenninguna um að Selkirk hafi verið fyrirmyndin að Krúsó að á hans eyju lifði villigeitastofn sem hann veiddi sér til matar og saumaði sér klæði úr skinnunum. Hefur verið á það bent að geitaskinnsklæðin sem Defoe lét söguhetju sína klæðast hefðu verið afar óhentug í loftslagi Karíbahafsins. Ekki gleypa allir við þessari tilgátu og hafa lærðar bækur og ritgerðir verið skrifaðar til að benda á aðra strandaglópa sem höfundurinn gæti hafa haft í huga. Enn aðrir benda á augljós líkindi við arabíska sögu sem rituð var af Máranum Hayy ibn Yaqdhan á Spáni á tólftu öld. Það verk er einmitt talið fyrsta arabíska skáldsagan og fjallar um ungan pilt sem elst upp á eyðieyju og kennir þar sjálfum sér helstu vísindi og öðlast trúarlega vakningu. Arabíska sagan er afar heimspekileg og endar á hátimbruðum vangaveltum um tilgang lífsins. Á sama hátt lauk ritröð Defoes um Róbinson Krúsó á tormeltu og sérviskulegu þriðja bindi, sem út kom árið 1720. Líkt og fyrri bækurnar tvær var það ritað sem fyrstu persónu frásögn Krúsós, en í því lítur hann um öxl og dregur heimspekilegar og guðfræðilegar ályktanir af ævi sinni. Fáir hafa barið sig í gegnum þetta þriðja bindi, sem bætir litlu við um lífshlaup aðalsöguhetjunnar en þykir ágæt heimild um hugmyndaheim höfundarins. Hvað sem því líður er þessi frægasti skipbrotsmaður bókmenntasögunnar augljóslega ekki allur þar sem hann er séður.
Menning Saga til næsta bæjar Mest lesið Ógleymanlegt að vinna fyrir Rihönnu Tíska og hönnun Dularfull tíst Dylans vekja furðu Lífið Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum Lífið Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Tónlist Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Lífið Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Lífið „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Lífið Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Lífið Fer að sofa klukkan fjögur og getur sveiflast um þrjátíu kíló Lífið Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira