Þróttur fær enskan reynslubolta Anton Ingi Leifsson skrifar 15. maí 2016 19:41 Morgan í leik með Wycombe. vísir/getty Þróttur er búinn að finna arftaka Emils Atlasonar sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla, en enskur framherji gekk í raðir Þróttar í dag. Dean Morgan, 32 ára gamall enskur framherji, skrifaði undir samning út tímabilið við Þrótt, en hann hefur spilað yfir 440 leiki á 16 ára atvinnumannaferli sínum. Englendingurinn hefur meðal annars spilað með Reading, Luton, Crewe Alexandra, MK Dons, Aldershot, Chesterfield, Oxford United, Southend og Wycombe Wanderers. Hann á sömuleiðis að baki nokkra leiki með landsliði karabíska eyríkisins Montserrat, en hann er gjaldgengur þar gegnum móður sína sem er þaðan. „Það var mjög mikilvægt að styrkja sóknarlínu okkar í kjölfarið á meiðslum Emils Atlasonar, sem spilar ekki meira í sumar. Stjórn knattspyrnudeildar á skilið mikið lof fyrir að bregðast hratt við því áfalli," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Dean Morgan kom til landsins fyrr í dag og lítur vel út. Ef allt gengur upp, þá mun hann spila fyrir okkur strax í næsta leik. Ég er hæstánægður með að hafa krækt í þennan gæðaleikmann. Hann er snjall, leikinn, þaulreyndur og verður frábær viðbót við okkar góða hóp." Morgan er, eins og Gregg segir, kominn til Íslands og er hann ánægður með það sem hann hefur séð, en hann spilaði með Ívari Ingimarssyni hjá Reading. „Þetta verður skemmtilegt ævintýri. Ég hef þegar fengið útsýnistúr um Laugardal og skil vel að hann sé kallaður hjartað í Reykjavík. Ég er alinn upp í Tottenham-hverfinu í London og umhverfið þar er ekki ósvipað. Hlakka til þess að æfa og keppa með Þrótti," sagði Morgan og hélt áfram: „ Ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum til að taka þetta félag áfram og upp. Það verður líka gaman að eignast nýja vini og mikil tilhlökkun að hitta minn gamla liðsfélaga frá Wycombe Wanderers, Sebastian Svard. Ég spilaði enn fremur með Ívari Ingimarssyni hjá Reading, þannig að ég þekki aðeins til Íslands." Þróttarar spila við Breiðablik á þriðjudag, en þeir eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir fengu 6-0 skell í síðustu umferð. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira
Þróttur er búinn að finna arftaka Emils Atlasonar sem verður frá út tímabilið vegna meiðsla, en enskur framherji gekk í raðir Þróttar í dag. Dean Morgan, 32 ára gamall enskur framherji, skrifaði undir samning út tímabilið við Þrótt, en hann hefur spilað yfir 440 leiki á 16 ára atvinnumannaferli sínum. Englendingurinn hefur meðal annars spilað með Reading, Luton, Crewe Alexandra, MK Dons, Aldershot, Chesterfield, Oxford United, Southend og Wycombe Wanderers. Hann á sömuleiðis að baki nokkra leiki með landsliði karabíska eyríkisins Montserrat, en hann er gjaldgengur þar gegnum móður sína sem er þaðan. „Það var mjög mikilvægt að styrkja sóknarlínu okkar í kjölfarið á meiðslum Emils Atlasonar, sem spilar ekki meira í sumar. Stjórn knattspyrnudeildar á skilið mikið lof fyrir að bregðast hratt við því áfalli," sagði Gregg Ryder, þjálfari Þróttar. „Dean Morgan kom til landsins fyrr í dag og lítur vel út. Ef allt gengur upp, þá mun hann spila fyrir okkur strax í næsta leik. Ég er hæstánægður með að hafa krækt í þennan gæðaleikmann. Hann er snjall, leikinn, þaulreyndur og verður frábær viðbót við okkar góða hóp." Morgan er, eins og Gregg segir, kominn til Íslands og er hann ánægður með það sem hann hefur séð, en hann spilaði með Ívari Ingimarssyni hjá Reading. „Þetta verður skemmtilegt ævintýri. Ég hef þegar fengið útsýnistúr um Laugardal og skil vel að hann sé kallaður hjartað í Reykjavík. Ég er alinn upp í Tottenham-hverfinu í London og umhverfið þar er ekki ósvipað. Hlakka til þess að æfa og keppa með Þrótti," sagði Morgan og hélt áfram: „ Ég er staðráðinn í að leggja mitt af mörkum til að taka þetta félag áfram og upp. Það verður líka gaman að eignast nýja vini og mikil tilhlökkun að hitta minn gamla liðsfélaga frá Wycombe Wanderers, Sebastian Svard. Ég spilaði enn fremur með Ívari Ingimarssyni hjá Reading, þannig að ég þekki aðeins til Íslands." Þróttarar spila við Breiðablik á þriðjudag, en þeir eru með eitt stig eftir fyrstu þrjá leikina. Þeir fengu 6-0 skell í síðustu umferð.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Handbolti Líta það alvarlegum augum þegar þjálfari niðurlægir iðkendur Sport Glugginn lokast: Ensku meistararnir fá fjórða manninn Enski boltinn Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Handbolti Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Handbolti Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Íslenski boltinn Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Fótbolti Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Handbolti Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Enski boltinn Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Fótbolti Fleiri fréttir Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Róbert Orri semur við Víkinga Berglind Björg strax byrjuð að skora fyrir Blika Guy Smit frá KR til Vestra Ekki hrifinn af tvöfaldri sekt frá KSÍ: „Af hverju að gera það?“ Íslandsmeistararnir unnu Þungavigtarbikarinn Vigdís Lilja seld til Anderlecht KR vann fertugasta Reykjavíkurmeistaratitilinn annað árið í röð KR Reykjavíkurmeistari eftir öruggan sigur á Val Páll sækist ekki eftir endurkjöri hjá KR Norðurálsmótið fagnar fjörutíu ára afmæli í ár Atli Guðna auglýsir eftir strákum í fótbolta: „Markmiðið að hafa gaman“ Tvö af þremur félögum í úrslitaleik Reykjavíkurmóts kvenna eru frá Garðabæ Einbeittur brotavilji Víkinga ÍBV fær stóran og sterkan miðvörð Mætti Barcelona í byrjun mánaðar en spilar með Fram í Bestu í sumar Ætlar að taka annað fótboltasumar á „besta staðnum á Íslandi“ Ósáttur afi Sölva skildi ekki hvernig Arnar gat rekið hann í beinni Þróttur fær aðra úr Árbænum Seldu treyjur Orra á uppboði fyrir fjölskyldu Maciej Jónatan Ingi tryggði Val sigur á Fram Víkingar fá mikinn liðsstyrk Valur semur við norskan miðvörð Víkingar með ólöglegan leikmann á móti KR Hin efnilega Arnfríður Auður í raðir Vals Kári segir Atla geta orðið „unplayable“ Atli á leið til Víkings Láki sækir leikmann sem hann þekkir vel Eyþór sóttur í Fylki: „Loksins einhver að koma að leika við þig“ Sjá meira