Þrefalt fleiri sækja um hæli Sveinn Arnarsson skrifar 17. maí 2016 07:00 Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí. Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
Flestar umsóknir útlendinga um hæli hér eru tilhæfulausar að mati Útlendingastofnunar. Fjöldi umsókna hefur þrefaldast miðað við sama tíma í fyrra. Það sem af er ári hafa 177 sótt um hæli. Fram kemur hjá Útlendingastofnun að aðeins tveir einstaklingar hafi fengið dvalarleyfi af mannúðarástæðum á þessu ári sem er aðeins brot af heildarfjölda umsókna. Þórhildur segir það stafa af því að flestar umsóknir um hæli hér séu tilhæfulausar. „Stór hluti þeirra sem koma hingað er í leit að atvinnu og bættum efnahagslegum kjörum. Umsóknir á slíkum grunni eru þó tilhæfulausar enda er hæliskerfið neyðarkerfi,“ segir Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi Útlendingastofnunar. „Flestir þeirra sem þurfa á vernd að halda, gegn ofsóknum, pyndingum eða annarri ómannúðlegri meðferð, fá hana með veitingu hælis eða viðbótarverndar.“ Alls sóttu 42 einstaklingar um hæli á Íslandi í apríl í fyrra. Flestir umsækjendur í apríl komu frá Makedóníu og Írak en alls kom nærri þriðjungur umsækjenda frá löndum Balkanskagans. Átta af hverjum tíu umsækjendum eru karlar.Þórhildur Hagalín, upplýsingafulltrúi ÚtlendingastofnunarÍsland sker sig frá öðrum Evrópuríkjum að því leyti til að þjóðernissamsetning umsækjenda er mjög frábrugðin því sem er í öðrum ríkjum álfunnar. „Útlendingastofnun hefur ekki greint ástæður að baki þessu en þær eru margþættar,“ segir Þórhildur. „Landfræðileg lega landsins er einn þáttur sem útskýrir hvers vegna hingað hafa ekki komið fleiri hælisleitendur frá stríðshrjáðum ríkjum í Mið-Austurlöndum. Fyrir íbúa Balkanskagans, sem margir hverjir þurfa ekki vegabréfsáritun til að ferðast til Íslands, er mun auðveldara að komast hingað.“ Þórhildur spáir því að allt að eitt þúsund umsóknir komi til kasta stofnunarinnar á þessu ári. „Ef horft er til síðustu mánaða 2015 sést hins vegar að fjöldi umsókna nú er í takt við þróunina sem hófst síðasta haust.“ Allt eins má gera ráð fyrir að umsóknum fjölgi eftir því sem líður á árið en spá Útlendingastofnunar gerir ráð fyrir 600 til 1.000 umsóknum á árinu.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu 17. maí.
Flóttamenn Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira