Dega-fjölskyldan send til Albaníu í nótt Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 17. maí 2016 19:09 „Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“ Flóttamenn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira
„Við eigum okkur enga framtíð í Albaníu“ segir Joniada Dega, 18 ára gömul stúlka sem ásamt fjölskyldu sinni verður send úr landi í nótt. Vinur fjölskyldunnar segir hana vera orðna Íslendinga og það sé hreinlega ljótt að senda þau til baka. Dega fjölskyldan kom hingað til lands frá Albaníu í júlí í fyrra en fjölskyldan flúði þaðan meðal annars sökum ofsókna vegna stjórnmálaskoðana. Útlendingstofnun neitaði fjölskyldunni um hæli í október í fyrra og staðfesti kærunefnd útlendingamála þá ákvörðun Útlendingastofnunar í byrjun árs. Fjölskyldunni verður gert að yfirgefa landið í nótt en í dag reyndi hún að fá skýr svör frá Útlendingastofnun um hvenær hún mætti snúa aftur. „Þau eru komin með íbúð á leigu, komin með allt. Fjölskyldu og fullt af vinum. Þetta eru algjörir Íslendingar. Og við erum að senda þau aftur í óvissuna í Albaníu, mér finnst þetta bara ljótt,“ segir Hildur Þorsteinsdóttir sem hefur aðstoðað fjölskylduna hér á landi. Hildur segir að fyrst hafi fjölskyldan fengið þau svör að þau mættu koma aftur til Íslands eftir þrjár vikur, en í dag hafi þeim verið sagt að þau þyrftu að bíða í Albaníu í þrjá mánuði áður en þau gætu komið aftur. Erfiðlega hafi gengið að fá skýr svör frá stofnuninni og því meðal annars borið við að væntanleg sumarleyfi starfsmanna kæmu til með að seinka afgreiðslu málsins. „Okkur langar bara að fá eitt svar. Hvernig verður þetta?,“ segir Nazmie Dega sem í dag starfar á leikskóla í Reykjavík.Búin að aðlagast íslensku samfélagiÞessi fimm manna fjölskylda hefur á þessum 11 mánuðum náð að aðlagast íslensku samfélagi. Hjónin eru bæði með fasta vinnu og yngsti drengurinn, Viken, er 11 ára gamall og stundar nám við Lækjarskóla í Hafnarfirði ásamt því að æfa knattspyrnu með FH. Joniada Dega er 18 ára en hún útskrifaðist nýverið með stúdentspróf frá Flensborgarskóla í Hafnarfirði með góða einkunn. Hún hefur náð ágætis tökum á íslensku og eignast marga vini en segist ekki vita hvað tekur við þegar að hún vaknar í Albaníu á morgun. „Ég get ekki ímyndað mér það. Ástandið var slæmt þegar að við fórum þaðan og ef við förum aftur núna þá er það bara orðið verra. Þannig að það verður ekkert betra en það var,“ segir Joniada. Joniada segir aðstæður í Albaníu vera hræðilegar og að hún muni ekki ná að stunda þar nám. „En eitt er víst, þarna er engin framtíð.“
Flóttamenn Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fleiri fréttir Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Sjá meira