Kusk á hvítflibbann 18. maí 2016 11:00 Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni. Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira
Breski smásölukóngurinn Sir Phillip Green hefur undanfarin misseri fengið kusk á hvítflibbann vegna sölu á stórverslanakeðjunni BHS. Green seldi verslanakeðjuna í mars í fyrra á málamyndaupphæð, eitt sterlingspund, og nú rétt ríflega ári síðar er hún gjaldþrota. Illar tungur í breska smásölugeiranum segja augljóst að Green hafi selt BHS með það eitt að markmiði að vera ekki við stjórnvölinn þegar stórverslanakeðjan færi loks í gjaldþrot. Það hefur nefnilega legið fyrir í allnokkur ár að BHS sé varla viðbjargandi. Félagið, sem rekur um 170 verslanir víðsvegar um Bretland, var í eigu Green í 15 ár. Kaupverðið á sínum tíma var ríflega 200 milljónir punda en hann hefur náð því margfalt út úr félaginu með arðgreiðslum, leigutekjum, þóknunum og svo framvegis. Síðustu ár hafa hins vegar ekki verið björt fyrir félagið, það tapar um tuttugu milljónum punda á ári og hefur verið að sligast vegna gríðarlegra lífeyrisskuldbindinga. Nú fyrr í mánuðinum kom loksins að skuldadögum og spilaborgin hrundi með braki og brestum. Sá sem keypti af Green fyrir réttu ári var Dominic nokkur Chappell, en sá var með öllu óþekktur í smásölugeiranum þegar kaupin áttu sér stað. Hann hafði þó unnið nokkur afrek sem kappaksturssölumaður, og hlotið dóm fyrir fjármálamisferli. Hvorugt þótti benda til þess að hann gæti bjargað BHS. Margir töldu að Green hefði handvalið hann til að sigla skútunni í strand. Á þessu rétta ári síðan Chappell keypti félagið á eitt sterlingspund hefur honum þó tekist að ná talsverðu fé út úr félaginu, en samkvæmt fregnum hefur nýju eigendunum tekist að ná um það bil 25 milljónum punda út úr rekstrinum. Svo virðist sem það borgi sig að halda sokknu fleyi á floti. Hvað Green varðar þá er sagan ekki öll sögð enn. Hann hefur hlotið afar slæmt umtal af, og þingmenn í breska þinginu hafa meira að segja krafist þess að hann verði sviptur riddaratign. Þeir sem til þekkja segja að það væri mikið persónulegt áfall fyrir Green, enda er hann þekktur fyrir að vera annt um ímynd sína sem götusölumaðurinn sem braust til æðstu metorða. Sú ímynd er nú í hættu.Stjórnarmaðurinn er sigldur innherji með puttann á púlsinum. Stjórnarmaðurinn skrifar í Markaðinn í Fréttablaðinu á miðvikudögum og liggur ekki á skoðunum sínum um menn og viðskiptaleg málefni.
Stjórnarmaðurinn Viðskipti Mest lesið Kaupsamningur undirritaður um Grósku Viðskipti innlent Frumkvöðlar í áratugi: „Launalaus sjálfboðavinna fyrstu árin“ Atvinnulíf Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Viðskipti innlent Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Viðskipti innlent Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Viðskipti innlent Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Viðskipti innlent Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Viðskipti innlent Notendur þurfi að bregðast við vilji þeir ekki að gögn verði notuð Viðskipti erlent Fleiri fréttir Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Sjá meira