Ragnheiður Elín varla samkvæm sjálfri sér Jakob Bjarnar skrifar 18. maí 2016 11:56 Össur telur einsýnt að Ragnheiður Elín hljóti að velta fyrir sér afsögn. Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson. Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Össur Skarphéðinsson þingmaður telur óhjákvæmilegt að Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, íhugi stöðu sína og jafnvel afsögn í kjölfar dóms sem féll í Hæstarétti fyrir rúmri viku – það er ef hún vill vera samkvæm sjálfri sér. Vísir greindi nýverið af niðurstöðu dóms sem féll í Hæstarétti, en þar er ekki fallist á eignarnám ríkisins vegna Suðurnesjalínu 2. Málið er áfall fyrir Ragnheiði Elínu, ekki bara hvað varðar áform um uppbyggingu atvinnulífs í kjördæmi hennar heldur ekki síður hvað varðar málefnalega stöðu. Össur rekur málið snarplega á Facebooksíðu sinni, hvar hann spyr: Afsögn Ragnheiðar Elínar? „Árið 2011 komst Hæstiréttur að þeirri niðurstöðu að Svandís Svavarsdóttir hefði ekki mátt samþykkja skipulag Flóahrepps aðeins að hluta. Mikið írafár varð á Alþingi, og í sérstakri umræðu um málið krafðist Ragnheiður Elín Árnadóttir þess að Svandís segði af sér. Nú hefur iðnaðarráðherrann Ragnheiður Elín sjálf verið dæmd í Hæstarétti fyrir miklu alvarlegra mál sem fólst í broti hennar á stjórnarskránni vegna eignarnáms á löndum á Suðurnesjum vegna línulagningar. – Mun ekki Ragnheiður Elín örugglega segja af sér einsog hún sjálf krafðist af öðrum ráðherra fyrir miklu minna brot?“ Vísir reyndi að ná tali af Ragnheiði Elínu en var tjáð af ritara hennar að ráðherra væri upptekinn í dag, en fyrir liggja skilaboð. Ragnheiður Elín var hörð í horn að taka á þingi árið 2011, þegar Svandísar-mál voru til umfjöllunar. Guðmundur Hörður Guðmundsson, sem starfar sem upplýsingafulltrúi við HÍ, skrifar pistil þar sem hann rekur málavöxtu og vitnar þar til orða Ragnheiðar. „Fyrsta spurning mín til ráðherrans hlýtur að vera sú hvort hún ætli ekki örugglega að bera pólitíska ábyrgð á þeirri pólitísku ákvörðun. Fylgir það ekki pólitískum ákvörðunum að bera á þeim pólitíska ábyrgð?“ Og síðar í sömu umræðu: „Ég spyr líka aftur hvort pólitík Vinstri grænna sé hafin yfir landslög. … Ég hvet hæstv. ráðherra til að taka pólitíska ábyrgð á pólitískum ákvörðunum. (Forseti hringir.) Hún yrði maður að meiri.“ Annar sem lét mjög til sín taka í þessari umræðu og krafðist afsagnar Svandísar var þá þingmaður Framsóknarflokksins en nú forsætisráðherra: Sigurður Ingi Jóhannsson.
Alþingi Suðurnesjalína 2 Tengdar fréttir Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00 Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04 Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Innlent Fleiri fréttir Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Fljúga tveimur vikum lengur Enginn uppfyllti skilyrðin í upphafi Sjá meira
Hæstiréttur fellst ekki á eignarnám vegna Suðurnesjalínu 2 Tveir dómarar skiluðu sératkvæði í málinu. 12. maí 2016 17:00
Landsnet segir niðurstöðuna hafa komið á óvart Mun „valda seinkunum á brýnum framkvæmdum við uppbyggingu flutningskerfis raforku til Suðurnesja“. 12. maí 2016 18:04