Ísland að verða uppselt Þórdís Valsdóttir skrifar 19. maí 2016 07:00 Greining Íslandsbana spáir 29 prósenta aukningu ferðamanna til landsins á árinu en einungis 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. Vísir/Vilhelm Víða um land er ómögulegt að útvega ferðamönnum gistingu yfir háannatíma. Ferðaþjónustan getur ekki tekið á móti fólki því enga gisting fæst á mörgum stöðum. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir stöðuna mjög þrönga á háannatíma. „Ferðamannastraumurinn er að færast fyrr og fram eftir ágúst er á mörgum stöðum orðið fullbókað. Þetta gerir það að verkum að á öðrum stöðum er laust en þau pláss nýtast ekki því komnir eru flöskuhálsar á mest sóttu stöðunum,“ segir Sævar. Sævar segir stöðuna erfiðasta frá höfuðborgarsvæðinu að Höfn í Hornafirði. „Suðurlandið er fullbókað og þá kemst fólk hvorki austur né vestur,“ segir Sævar. „Stórir aðilar hafa einblínt á að moka fólki hingað inn og horfa bara á þessa heitu staði. Markmiðið er að dreifa álaginu en það tekst illa og menn eru ekki að vinna nógu mikið saman.“ Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, starfsmaður Snæland Grímsson, segir mikið basl að finna gistingu fyrir ferðamenn yfir háannatíma. „Við reynum að aðstoða fólk eins og við getum en oft á tíðum þarf fólk að aðlaga ferðir sínar eða koma á öðrum tímum,“ segir Sigríður og bætir við að hótelum fjölgi ekki í takt við fjölgun ferðamanna. Íslandsbanki spáir 29 prósenta fjölgun ferðamanna til landsins á árinu en aðeins 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. „Stóra verkefnið okkar er að dreifa ferðamönnum betur um landið,“ Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka aðila í ferðaþjónustu.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí. Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Víða um land er ómögulegt að útvega ferðamönnum gistingu yfir háannatíma. Ferðaþjónustan getur ekki tekið á móti fólki því enga gisting fæst á mörgum stöðum. Sævar Skaptason, framkvæmdastjóri Ferðaþjónustu bænda, segir stöðuna mjög þrönga á háannatíma. „Ferðamannastraumurinn er að færast fyrr og fram eftir ágúst er á mörgum stöðum orðið fullbókað. Þetta gerir það að verkum að á öðrum stöðum er laust en þau pláss nýtast ekki því komnir eru flöskuhálsar á mest sóttu stöðunum,“ segir Sævar. Sævar segir stöðuna erfiðasta frá höfuðborgarsvæðinu að Höfn í Hornafirði. „Suðurlandið er fullbókað og þá kemst fólk hvorki austur né vestur,“ segir Sævar. „Stórir aðilar hafa einblínt á að moka fólki hingað inn og horfa bara á þessa heitu staði. Markmiðið er að dreifa álaginu en það tekst illa og menn eru ekki að vinna nógu mikið saman.“ Sigríður Gróa Þórarinsdóttir, starfsmaður Snæland Grímsson, segir mikið basl að finna gistingu fyrir ferðamenn yfir háannatíma. „Við reynum að aðstoða fólk eins og við getum en oft á tíðum þarf fólk að aðlaga ferðir sínar eða koma á öðrum tímum,“ segir Sigríður og bætir við að hótelum fjölgi ekki í takt við fjölgun ferðamanna. Íslandsbanki spáir 29 prósenta fjölgun ferðamanna til landsins á árinu en aðeins 5,8 prósenta aukningu á framboði hótelherbergja. „Stóra verkefnið okkar er að dreifa ferðamönnum betur um landið,“ Skapti Örn Ólafsson, upplýsingafulltrúi Samtaka aðila í ferðaþjónustu.Fréttin birtist í Fréttablaðinu 19. maí.
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Þau kvöddu á árinu 2024 Erlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira