Pistill Páls á Sprengisandi: Skortur á trausti Páll Magnússon skrifar 19. maí 2016 11:27 Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Páll Magnússon Mest lesið Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Afkastadrifin menntun og verðgildi nemenda Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Ég er deildarstjóri í leikskóla Helga Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Draumastarfið Arnfríður Hermannsdóttir skrifar Skoðun Hjartsláttur sjávarbyggðanna Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Erum við tilbúin til að bæta menntakerfið okkar? Jónína Einarsdóttir skrifar Skoðun Eru vaxtarmörkin vandinn? Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar Skoðun Ölmusuhagkerfið Unnur Rán Reynisdóttir skrifar Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkur hækkar kostnað heimilanna Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Hvar er mannúðin? Davíð Sól Pálsson skrifar Skoðun Gerum þetta að kosningamáli Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Stóri grænþvotturinn Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Örvæntingarfullur maður sker út grasker Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Vill íslenska þjóðin halda í einmenninguna? Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Inngilding eða „aðskilnaður“? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Vonin má aldrei deyja Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ég var barnið sem vildi ekki taka í höndina á kennaranum sínum Fida Abu Libdeh skrifar Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar Skoðun Bob Marley og íslenskar kosningar Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru til lausnir við mönnunarvanda heilsugæslunnar? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Er eitthvað mál að handtaka börn? Elsa Bára Traustadóttir skrifar Skoðun Er ferðaþjónusta útlendingavandamál? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Íslenska kerfið framleiðir afbrotamenn Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Ekki fokka þessu upp! Gunnar Dan Wiium skrifar Skoðun Kosningaloforð og hvað svo? Björn Snæbjörnsson skrifar Sjá meira
Veltum fyrir okkur einu lykilhugtaki í samfélagsumræðunni - hvort sem verið er að tala um forsetakosningar eða alþingiskosningar. Eða bara hvað sem er. Þetta hugtak er traust. Það er skrýtin skepna: Það verður t.d. hvorki keypt né selt. Þeir einir öðlast það sem vinna fyrir því - og það tekur bara eitt augnablik að glata því þótt áratugir hafi farið í að afla þess. Ég held því fram, að á meðan ágætlega hefur gengið að vinna til baka stóran hluta af því efnahagslega tjóni sem varð í hruninu fyrir átta árum - þá hefur nákvæmlega ekkert áunnist í því að endurheimta það traust sem glataðist í samfélaginu. Og það var miklu alvarlegra fyrir þjóðina að glata því en þeim peningum sem töpuðust - enda hefur endurheimta þeirra verðmæta reynst miklu erfiðari.Þetta sjáum við aftur og aftur. Um leið og eitthvað kemur upp á – eitthvað fer úrskeiðið – sem flestar þjóðir bregðast við með yfirvegun og leysa, af því að stofnanir samfélagsins virka, þá verður allt vitlaust á hér Íslandi. Það er eins og verið sé að rífa hrúður ofan af djúpu sári. Það fer að fossblæða aftur um leið. Traustið er farið og allir tilbúnir að trúa hinu versta upp á alla aðra. Í venjulegum mannlegum samskiptum gerum við ráð fyrir að náunginn sé heiðarlegur þangað til annað kemur í ljós. Eftir hrun á Íslandi er þessu öfugt farið: við gerum ráð fyrir að verið sé að svindla þangað til annað kemur í ljós. Það hefur sem sagt ekkert gróið um heilt.Og af hverju hefur þetta ekkert lagast? Ég held að skýringin sé fyrst og fremst sú, að margar af þeim stofnunum samfélagsins, bæði opinberar og í einkageira, sem brugðust í hruninu halda áfram að bregðast. Ég ætla að nefna nokkur dæmi af handahófi – hvert úr sinni áttinni:Um síðustu áramót voru felldir niður tollar af fatnaði og skóm. Stjórnvöld sögðu að þetta ætti að lækka verð á þessum vörum um 13% að jafnaði og væri m.a. gert til að jafna samkeppnisstöðu íslenskra verslana vegna stóraukinna fatakaupa Íslendinga í útlöndum. Í síðustu viku kom í ljós að þetta gerðist auðvitað ekki. Vörurnar lækkuðu bara um 4% - verslunin hirti sjálf mismuninn. Stjórnendur í stórfyrirtæki, og viðskiptabanka þess, halda að það sé enn í lagi að handvelja einhverja einstaklinga að geðþótta, helst sjálfa sig og vini sína, til að græða peninga með því að fá að kaupa hlutabréf á undirverði áður en fyrirtækið fer á markað. Enginn gerir neitt í því – ekki heldur lífeyrissjóðir almennings sem eru þó stærstu hluthafarnir í fyrirtækinu. Stjórnendur ríkisbankans halda að það sé allt í lagi að selja gríðarleg verðmæti í eigu almennings í lokuðu ferli til útvalinna kaupenda, sem stórgræddu á viðskiptunum á kostnað almennings. Ofaníkaupið vildi svo óheppilega til að náfrændi fjármálaráðherrans var einn af kaupendunum. Og ekkert gerist. Bankastjórinn situr áfram og einn af stjórnarmönnunum sem bar ábyrgð á þessu hneyksli er nú orðinn stjórnarformaður bankans! Ráðherra í ríkisstjórninni gerist sekur um bullandi hagsmunaárekstur: biður um og þiggur fjárhagslegan, persónulegan, greiða af aðila sem hann síðar veitir pólitíska fyrirgreiðslu vegna viðskiptahagsmuna í útlöndum. Ráðherrann situr sem fastast í skjóli síns flokks - og umboðsmaður Alþingis gerir ekki neitt. Þetta eru einungis örfá dæmi – þessi lestur gæti haldið áfram eitthvað fram eftir þessum sunnudegi.Ætli alþingiskosningarnar í haust muni ekki snúast um einmitt þetta: Traust – og þeim stjórnmálaflokkum og stjórnmálamönnum muni vegna best sem geta sýnt fram á að þeir séu traustsins verðir?Páll las pistilinn í þættinum Sprengisandi á Bylgjunni þann 15. maí síðastliðinn. Sprengisandur er á dagskrá Bylgjunnar alla sunnudagsmorgna á milli klukkan 10 og 12.
Skoðun Glundroði Sjálfstæðisflokksins bitnar á hagstjórn og innviðum Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar
Skoðun Hver ætlar að taka fimmtu vaktina? Ákall til stjórnmálaflokka María Fjóla Harðardóttir,Halla Thoroddsen skrifar
Skoðun Þöggun Guðbjörg Ása Jóns Huldudóttir,Margrét Kristín Blöndal,Margrét Rut Eddudóttir,Lukka Sigurðardóttir,Sigtryggur Ari Jóhannsson,Halldóra Jóhanna Hafsteins Âû skrifar
Skoðun Fyrirmyndarstjórn Viðreisnar og Samfylkingar á Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Um áhrif niðurskurðar á fjárlögum 2025 til kvikmyndagerðar og lista Steingrímur Dúi Másson skrifar