Obama sló í gegn Samúel Karl Ólason skrifar 1. maí 2016 10:30 Barack Obama. Vísir/EPA Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sló heldur betur í gegn í gær á kvöldverði með fréttariturum Hvíta hússins. Forsetinn skaut föstum skotum í allar áttir og gerði grín að öllum sem urðu á vegi hans. Meðal annars gerði hann grín að forsetaframbjóðendum bæði Demókrata og Repúblikana. Þetta er í áttunda og í síðasta sinn sem Obama heldur ræðu á þessum árlega kvöldverði þar sem fjöldi blaðamanna, stjórnmálamanna og leikara sækja. Hann sagði árin hafa tekið sinn toll á sér og sýndi hann myndir af sér og Michelle eiginkonu sinni og sagði að hún hefði ekkert elst. Þá tók hann fram að einhverjir væru farnir að bíða eftir því að hann hætti og nefndi fund sinn með Georg Prins. Þar sem prinsinn hafi hitt hann klæddur náttsloppi og það hefði verið kjaftshögg og greinilegt brot á reglum. Obama endaði mál sitt á nokkuð skemmtilegan máta..@POTUS: "Obama out." #WHCD #WHCD2016 #nerdprom https://t.co/OMYH1e9gNa— CSPAN (@cspan) May 1, 2016 Obama gerði auðvitað grín að Donald Trump og nefndi það að reynsla frambjóðandans varðandi utanríkismál væri ekki nægjanleg. Hann hefði þó hitt þjóðarleiðtoga um allan heim og nefndi Obama til dæmis ungfrú Argentínu og fleiri fegurðardrottningar. Donald Trump hefur mætt reglulega á þessa kvöldverði en hann mætti ekki að þessu sinni samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá þakkaði Obama varaforseta sínum Joe Biden fyrir þjónustu sína og þá sérstaklega fyrir að skjóta engan í andlitið. Þar gerði hann grín að því þegar Dick Cheney skaut vin sinn í veiðiferð þegar hann var varaforseti George Bush.Samantekt AP fréttaveitunnar Ræða Obama í heild sinni Donald Trump Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira
Barack Obama, forseti Bandaríkjanna sló heldur betur í gegn í gær á kvöldverði með fréttariturum Hvíta hússins. Forsetinn skaut föstum skotum í allar áttir og gerði grín að öllum sem urðu á vegi hans. Meðal annars gerði hann grín að forsetaframbjóðendum bæði Demókrata og Repúblikana. Þetta er í áttunda og í síðasta sinn sem Obama heldur ræðu á þessum árlega kvöldverði þar sem fjöldi blaðamanna, stjórnmálamanna og leikara sækja. Hann sagði árin hafa tekið sinn toll á sér og sýndi hann myndir af sér og Michelle eiginkonu sinni og sagði að hún hefði ekkert elst. Þá tók hann fram að einhverjir væru farnir að bíða eftir því að hann hætti og nefndi fund sinn með Georg Prins. Þar sem prinsinn hafi hitt hann klæddur náttsloppi og það hefði verið kjaftshögg og greinilegt brot á reglum. Obama endaði mál sitt á nokkuð skemmtilegan máta..@POTUS: "Obama out." #WHCD #WHCD2016 #nerdprom https://t.co/OMYH1e9gNa— CSPAN (@cspan) May 1, 2016 Obama gerði auðvitað grín að Donald Trump og nefndi það að reynsla frambjóðandans varðandi utanríkismál væri ekki nægjanleg. Hann hefði þó hitt þjóðarleiðtoga um allan heim og nefndi Obama til dæmis ungfrú Argentínu og fleiri fegurðardrottningar. Donald Trump hefur mætt reglulega á þessa kvöldverði en hann mætti ekki að þessu sinni samkvæmt AP fréttaveitunni. Þá þakkaði Obama varaforseta sínum Joe Biden fyrir þjónustu sína og þá sérstaklega fyrir að skjóta engan í andlitið. Þar gerði hann grín að því þegar Dick Cheney skaut vin sinn í veiðiferð þegar hann var varaforseti George Bush.Samantekt AP fréttaveitunnar Ræða Obama í heild sinni
Donald Trump Mest lesið Funduðu aftur fram að miðnætti: „Vont að þingmenn stjórnarandstöðunnar séu móðgaðir“ Innlent Kvikugangur talinn ná langleiðina að flugvallarstæði Hvassahrauns Innlent Hinir handteknu alveg ótengdir Innlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Alþingi hafi átt að vera upplýst Innlent Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Erlent Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Fleiri fréttir Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Sjá meira