Innlent

Guðrún Nordal ekki í forsetaframboð

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Guðrún Nordal var sterklega orðuð við forsetaramboð
Guðrún Nordal var sterklega orðuð við forsetaramboð Vísir/Ernir
Guðrún Nordal, prófessor og forstöðumaður Árnastofnunar, mun ekki bjóða sig fram til embættis forseta Íslands í væntanlegum forsetakosningum í sumar. Guðrún hafði stefnt að því að bjóða sig fram og fengið árskoranir þess efnis. Var hún sterklega orðuð við framboð.

Guðrún tilkynnti um ákvörðun sína á Facebook fyrr í kvöld. Segist hún telja að forsetakosningarnar verði án efa spennandi og hvetur hún alla til að taka virkan þátt í umræðum í aðdraganda kosninganna. Það muni hún gera þó að nafn hennar verði ekki á kjörseðlinum í júní.

Sagði hún í samtali við fréttastofu í síðasta mánuði hafa stefnt á að bjóða sig fram en að eftir ákvörðun Ólafs Ragnars Grímssonar, sitjandi forseta, hafi hún ákveðið að íhuga málið að nýju.

Vonast Guðrún til þess að næsti forseti verði „ekki óskilgreint sameiningartákn heldur raunverulegt sameiningarafl.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×