Vandað, hagkvæmt, hratt Eygló Harðardóttir skrifar 2. maí 2016 07:00 Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Eygló Harðardóttir Mest lesið Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon Skoðun Skoðun Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Er ég nægilega gott foreldri? Daðey Albertsdóttir,Ásgerður Arna Sófusdóttir skrifar Skoðun Staða Íslands og niðurbrot vestrænnar samvinnu Þorsteinn Kristinsson skrifar Skoðun Upplýst ákvörðun er sterkasta vopn félagsfólks VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Um náttúrulögmál og aftengingu Sölvi Tryggvason skrifar Skoðun Styðjum barnafjölskyldur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ósanngjörn skipting kílómetragjalds Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kæru háskólastúdentar - framtíðin er ykkar! Magnús Karl Magnússon skrifar Skoðun Pólska sjónarhornið Halldór Auðar Svansson skrifar Skoðun Bjarni gleðst yfir tapi mínu í varaformannskjöri Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun RÚV: Gefið okkur Eurovision-gleðina aftur! Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Rektor sem gerir ómögulegt mögulegt Vilborg Ása Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Léttleiki og lýðræði – kjósum Höllu sem formann VR Björg Gilsdóttir skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað vakir fyrir utanríkisráðherra? Snorri Másson skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Sjá meira
Fyrir skömmu birtist í Fréttablaðinu pistill Sigríðar Hrundar Guðmundsdóttur rekstrarhagfræðings um húsnæðismál. Þar segir: „Það er einhvern veginn svo augljóst að það myndi draga úr hækkunum að gera byggingaraðilum auðveldara að byggja íbúðarhúsnæði með minni tilkostaði.“ Þetta er hárrétt athugað og því hafa stjórnvöld lagt mikla áherslu á að ná niður byggingarkostnaði m.a. með því að endurskoða regluverk skipulags- og byggingarmála. Unnar hafa verið veigamiklar breytingar á regluverkinu í umhverfis- og auðlindaráðuneytinu og er það verk nú á lokametrunum. Í tengslum við gerð kjarasamninga á síðasta ári samþykkti ríkisstjórnin ýmsar mikilvægar aðgerðir á sviði húsnæðismála. Á grunni hennar undirrituðu félags- og húsnæðismálaráðherra, iðnaðar- og viðskiptaráðherra og umhverfis- og auðlindaráðherra sameiginlega viljayfirlýsingu um verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ sem hefur það markmið að skoða í víðu samhengi leiðir sem aukið geta fjölbreytni og framboð á hagkvæmum og ódýrum íbúðum, ekki síst í þágu ungs fólks og tekjulágs. Nýlega var stofnaður svonefndur Byggingavettvangur (BVV) og verður verkefnið „Vandað, hagkvæmt, hratt“ eitt fyrsta verkefni hans. BVV er samstarfsvettvangur fyrirtækja, stofnana, ráðuneyta og annarra aðila sem starfa á þessu sviði, þ.e. Nýsköpunarmiðstöðvar Íslands, Mannvirkjastofnunar, Íbúðalánasjóðs og Samtaka iðnaðarins. Í samþykktum BVV eru tilgreindir samstarfsaðilar hans, sem eru atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Háskóli Íslands, Háskólinn í Reykjavík, Hönnunarmiðstöð Íslands, IKEA, Listaháskóli Íslands, Reykjavíkurborg, Samband íslenskra sveitarfélaga, umhverfis- og auðlindaráðuneytið og velferðarráðuneytið. Samkvæmt samþykktum BVV greiða stofnaðilar árlega samtals 22 milljónir króna til rekstursins. Þar af greiða velferðarráðuneytið og Íbúðalánasjóður 6 milljónir kr., umhverfis- og auðlindaráðuneytið og Mannvirkjastofnun fjórar milljónir kr., atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið 6 milljónir kr. og Samtök iðnaðarins 6 milljónir kr. Nýráðinn verkefnastjóri BVV er Hannes Frímann Sigurðsson. Ég bind miklar vonir við að samstarf stjórnvalda og ofangreindra aðila á vettvangi BVV skili fljótt og vel góðum árangri. Þannig nálgumst við takmarkið um að mæta þörf ungs fólks og tekjulágs um vandaðar og hagkvæmar íbúðir. Þessi grein birtist fyrst í Fréttablaðinu þann 2. maí.
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Skoðun Áreiðanleikakannanir á sjálfbærniþáttum fyrirtækja: Hvað sýna nýjustu rannsóknir? Soffía Eydís Björgvinsdóttir skrifar
Skoðun Björn Þorsteinsson er gott rektorsefni Gunnþórunn Guðmundsdóttir,Halldór Guðmundsson skrifar