Ejub: Eigum ekki völl til að æfa svona skot Tómas Þór Þórðarson skrifar 1. maí 2016 21:52 Ejub Purisevic er komin með þrjú stig. vísir/vilhelm Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Ejub Purisevic þjálfari Ólsara, var eðlilega kátur með 2-1 sigurinn á Breiðabliki í fyrstu umferð Pepsi-deildar karla kvöld. Hann var þó ekkert að tapa sér í gleðinni þegar Vísir ræddi við hann eftir leik. "Það er rosalega gott að fá þrjú stig í fyrstu umferð gegn sterku liði Breiðabliks," sagði hann stóískur en sáttur. Nýliðarnir nýttu færin sem þeir fengu, það er að segja skotfærin. Ejub vissi alltaf að þetta yrði erfiður leikur. "Við spiluðum svona svipað allt undirbúningstímabilið. Við héldum skipulagi í kvöld og vissum svona ca. hvað Breiðablik ætlaði að gera. Mér fannst það oft á tíðum ganga upp. Við vorum þolinmóðir og biðum eftir tækifærum. Við vissum að við myndum fá færi eða skotfæri. Þetta var ekki auðvelt en gekk upp," sagði Ejub sem var þó ósáttur með byrjunina í seinni hálfleik. Mjög ósáttur. "Ef ég á að segja satt skil ég ekki hvað var í gangi í byrjun seinni hálfleiks. Þetta var fáránlegt og alveg til skammar. Ég hef enga hugmynd um hvað var í gangi þarna," sagði hann. Mörk Ólsara í kvöld voru algjörlega mögnuð. Hér má sjá annað þeirra. Aðspurður hvort Ejub hefði bara verið með liðið á skotæfingum í allan vetur svaraði hann brosandi: "Nei, ég bara reyni að setja upp sóknir þannig við klárum með skoti. Stundum gengur það upp og stundum ekki. Ég myndi ekki segja að við værum að æfa þetta mikið enda erum við ekki með völl þar sem við getum æft skot af þessu færi." Ólsarar byrjuðu ekki vel í Pepsi-deildinni fyrir þremur árum og því veit Ejub hvað þetta gefur liðinu. "Þetta gefur okkur mikið hvað varðar sjálfstraustið og við fáum meiri trú á verkefnið. Ef ég á að vera heiðarlegur þá hefði ég verið sáttur með eitt stig en þrjú stig eru enn betra," sagði Ejub Purisevic.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19 Mest lesið Ákváðu að deila gullinu: „Skákheimurinn er opinberlega orðinn að brandara“ Sport Skýtur fast á Wright og segir Littler vonbrigði mótsins Sport Mætir Arsenal næst og kallar eftir skýrum reglum í hornspyrnum Enski boltinn Zlatan biðst afsökunar eftir brottrekstur Fonseca Fótbolti Carragher skammar Alexander-Arnold Enski boltinn Þessir mega byrja að ræða við önnur félög Enski boltinn Barðist við brjóstakrabbamein allt tímabilið en lét það ekki stoppa sig Sport Í beinni: Brentford - Arsenal | Hákon Rafn aftur á bekkinn hjá Brentford Enski boltinn Lauk árinu með fjörutíu stiga leik Körfubolti Fjölmargir leikmenn orðaðir við Arsenal Enski boltinn Fleiri fréttir „Ég trúi því að frábært geti alltaf orðið ennþá betra“ Semur við félagið sem bæði mamma og pabbi spiluðu fyrir Drottning Lengjudeildarinnar ætlar að vera með Fram í Bestu Gumma komin heim eftir átta ára fjarveru Logi Ólafs kveður eftir áratugastarf í MH Yfirlögfræðingur KSÍ verður framkvæmdastjóri Víkings KA-fólk fær sérútgáfu af bókinni Íslensk knattspyrna í ár Mikil sorg hjá Fram-fjölskyldunni Nauðsynlegt og löngu tímabært Stefán Þór Þórðarson í þjálfarastarf hjá Skagamönnum Fyrirliði Selfoss til liðs við Þróttara Vinna að lagningu gervigrass hafin í Vesturbæ „Hef mínar pælingar sem mér finnst gaman að taka áfram“ Blikar kveðja Damir og óska honum góðs gengis í Brúnei Mist Funa komin heim Víkingar seldu Bjarka Björn til Eyja Mætti syni sínum „Ég get ekki beðið að koma aftur til Íslands“ Ef launin væru svo há hefði ég gert fimm ára samning Verður áfram í grænu næsta sumar Arnór ráðinn yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Eiður Gauti skoraði tvö á Mosfellsbræðurna í fyrsta leik Opnar sig um brjálæðið á Skaganum: Fékk áfall og átti erfitt með svefn Vuk í Fram Bankastarfsmaðurinn sem fór úr 3. deild í KR „Gaman að heyra hann öskra á bakvið mann“ Þungavigtarbikarinn hefst í janúar „Heyrt margar reynslusögur“ Bræðurnir saman í Mosó og Íslandsmeistari mættur Framkvæmdastjóraskipti hjá Val Sjá meira
Þorsteinn Már með frábært mark í fyrsta leiknum með uppeldisfélaginu | Myndband Þorsteinn Már Ragnarsson er uppalinn hjá Víkingi í Ólafsvík en hafði fyrir leikinn í Kópavogi í kvöld aldrei spilað fyrir sitt félag í Pepsi-deildinni. 1. maí 2016 20:19