Segir Kína „nauðga“ Bandaríkjunum Stefán Ó. Jónsson skrifar 2. maí 2016 10:50 Donald Trump á fundinum í Indiana í gær. vísir/getty Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust. Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Donald Trump líkti viðskiptahalla Bandaríkjanna við Kína, sem honum hefur verið tíðrætt um í kosningabaráttu sinni, við nauðgun. Það gerði hann í máli sínu á kosningafundi í Fort Wayne í Indiana-ríki í gær og vísaði þar til gífurlegs innflutnings Bandaríkjanna á kínverskum vörum. „Við getum ekki leyft Kínverjum að halda nauðgun sinni á landinu okkar áfram, það er einmitt það sem þeir eru að gera,“ sagði Trump sem hefur reglulega sakað kínversk stjórnvöld um að hagræða gengi júansins til að grafa undan útflutningi Bandaríkjanna. Fyrir vikið séu Kínverjar að „slátra“ Bandaríkjamönnum í viðskiptum að mati auðkýfingsins. Ef marka má erlenda umfjöllun um ummæli Trumps er þetta ekki í fyrsta skipti sem hann notar þetta orðalag um viðskiptasamband Kína og Bandaríkjanna – það gerði hann síðast árið 2011. Trump sagðist í gær þó ekki vera í vafa um að hann, yrði hann kjörinn forseti, gæti snúið taflinu við. „Við höfum réttu spilin á hendi, ekki gleyma því. Við erum eins og sparibaukur sem verið er að ræna. Við erum með spilin á hendi. Staða okkar gegn Kínverjum er sterk,“ sagði Trump áður en hann lét fyrrnefnd ummæli um nauðgun falla.Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um forkosningarnar í Bandaríkjunum Forsetaframbjóðandinn sagði þó einnig að reiði hans beindist ekki gegn Kínverjum heldur bandarískum stjórnvöldum sem Trump sagði „stórkostlega vanhæf.“ Nauðgunarummæli Trumps verður að skoða út frá þeirri gagnrýni sem hann hefur sætt vegna stuðnings hnefaleikakappans Mikes Tysons við framboð hans. Talsmenn Hillary Clinton, annars forsetaframbjóðanda Demókrataflokksins, segja Trump verða að þvo stuðning Tysons af sér í ljósi nauðgunardóms sem boxarinn hlaut árið 1992. Það hefur Trump ekki gert – þvert á móti sagði Trump á dögunum að Tyson væri ekki nauðgari. Kosið verður í Indiana á morgun þar sem Repúblikanar berjast um 57 kjörmenn. Trump er sem fyrr líklegastur til að hreppa útnefningu flokksins fyrir forsetakosningarnar vestanhafs í haust.
Donald Trump Tengdar fréttir Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25 Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09 Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52 Mest lesið Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Erlent Segir ljóst að Sigurjón skorti hæfi Innlent Kennarar með viðbótarkröfur og fundi frestað Innlent Pálína 84 ára stendur vaktina alla daga á Landvegamótum Innlent Ók á móti umferð á flótta frá lögreglunni Innlent Klakastykki stórskemmdi bíl Innlent Allir farþegarnir látnir Erlent Íslendingar fá leiðbeiningar um viðbrögð við stríði Innlent Baráttukonur minnast Ólafar Töru Innlent Hagræðingartillögur, styrkir til flokkanna og Grænland á Sprengisandi Innlent Fleiri fréttir Mexíkó og Kanada svara tollum Trump með sínum eigin Allir farþegarnir látnir Hamas lætur þrjá gísla lausa Sjúkraflugvél hrapaði í Fíladelfíu Læknir ákærður fyrir að ávísa þungunarrofslyfi Trump leggur háa tolla á nágrannaþjóðirnar Morð á kóranbrennumanni gæti tengst erlendu ríki Líkfundur í ánni þar sem síðast sást til tvíburasystra Segja að flytja þurfi 2.500 börn frá Gasa til að bjarga lífi þeirra Nærri helmingur segir Danmörku standa ógn af Bandaríkjunum Búið að ná upp gögnum úr flugstjórnarklefa farþegavélarinnar Kenndi Biden, flugmönnum, flugumferðarstjórum og „DEI“ um slysið Þyrlan í hefðbundnu æfingarflugi Merkel setur ofan í við arftaka sinn vegna stuðnings öfgahægrimanna Taka norsku stjórnina úr sambandi vegna orkumála Búið að ná 28 líkum upp úr ísilögðu vatninu Íhaldsmenn taka höndum saman við öfgamenn í aðdraganda kosninga Rússneskir heimsmeistarar meðal farþega vélarinnar Norska stjórnin gæti sprungið í dag Fjórðungur barna enn í bleyju í aðlögun fyrir grunnskóla Kóranbrennumaður skotinn til bana í beinni í Svíþjóð UNRWA hættir líklega allri starfsemi á Gasa og Vesturbakkanum í dag Nítján lík sögð hafa fundist eftir flugslys í Washington Gruna að DeepSeek byggi á gögnum ChatGPT Tekur formlega völd í Sýrlandi en heitir kosningum Fjórir Norðmenn látnir eftir snjóflóð í Ölpunum Vill senda þrjátíu þúsund innflytjendur til Guantánamo Draga minnisblað til baka eftir mikla óreiðu Fjöldi rúmenskra málaliða gafst upp í Rúanda Tengja hrinu sprenginga í Svíþjóð við glæpasamtök Sjá meira
Fyrrum samherji Cruz segir hann vera „Lúsifer holdi klæddan“ John Boehner, fyrrum forseti fulltrúardeildar Bandaríkjaþings er ekki hrifinn af Ted Cruz. 28. apríl 2016 18:25
Trump kynnir utanríkisstefnu sína: Hagsmunir og öryggi Bandaríkjanna ávallt ofar öllu Trump ætlar að sigra ISIS, endurskoða samstarf við helstu bandmenn og krefjast þess að þau ríki sem njóti verndar Bandaríkjanna greiði sjálf fyrir hana. 27. apríl 2016 23:09
Mótmælendur töfðu ræðu Trump Reglulega hefur komið til ofbeldis á kosningafundum Trump en það gerðist núna síðast í gær. 29. apríl 2016 21:52