Aðstoðarmaður innanríkisráðherra vill á þing Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 4. maí 2016 11:44 Þórdís Kolbrún hefur verið aðstoðarmaður Ólafar Nordal síðan í desember 2014. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, mun sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þá mun Haraldur Benediktsson alþingismaður sækjast eftir fyrsta sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis þar sem vísað er til kjördæmisþings Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var síðastliðna helgi. Í samtali við fréttastofu segist Þórdís í raun aðeins hafa lýst yfir áhuga á að sækjast eftir sætinu, hún hafi ekkert formlega kynnt ennþá hvað hún hyggist gera. „En ég sagði í Borgarnesi að ég svona kastaði því út í kosmósið að ég hefði áhuga á að verða þingmaður,“ segir Þórdís. Prófkjör verður haldið í Norðvesturkjördæmi Á þinginu var samþykkt að við uppstillingu á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar í haust skyldi halda prófkjör. Þórdís Kolbrún hefur aldrei setið á þingi áður en hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns innanríkisráðherra síðan í desember 2014. Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna frá því vorið 2013. Hún var jafnframt kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2013. Fyrir þann tíma starfaði hann sem bóndi og var í tæpan áratug formaður Bændasamtaka Íslands.Einar K. Guðfinnsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.vísir/GvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skipaði fyrsta sæti listans fyrir síðustu Alþingiskosningar en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér aftur. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1991. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fagni „þeim mikla árangri sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili. Bætt lífskjör, lækkandi skuldir heimila og fyrirtækja, lág verðbólga, lítið atvinnuleysi og fjölgun fjölbreytilegra starfa, traust stjórn fjármála ríkisins, lækkandi skuldir hins opinbera, góður viðskiptaafgangur, aukin fjárframlög í mikilvæga málaflokka samfara lækkun skatta, eru til marks um að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessum tíma.“ Þá er Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þakkað sérstaklega í ályktuninni fyrir þeirra störf í þágu þjóðarinnar. Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra, mun sækjast eftir öðru sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi í komandi kosningum. Þá mun Haraldur Benediktsson alþingismaður sækjast eftir fyrsta sæti listans. Þetta kemur fram í tilkynningu frá formanni stjórnar kjördæmisráðs Norðvesturkjördæmis þar sem vísað er til kjördæmisþings Sjálfstæðisflokksins í Norðvesturkjördæmi sem haldið var síðastliðna helgi. Í samtali við fréttastofu segist Þórdís í raun aðeins hafa lýst yfir áhuga á að sækjast eftir sætinu, hún hafi ekkert formlega kynnt ennþá hvað hún hyggist gera. „En ég sagði í Borgarnesi að ég svona kastaði því út í kosmósið að ég hefði áhuga á að verða þingmaður,“ segir Þórdís. Prófkjör verður haldið í Norðvesturkjördæmi Á þinginu var samþykkt að við uppstillingu á framboðslista flokksins fyrir komandi Alþingiskosningar í haust skyldi halda prófkjör. Þórdís Kolbrún hefur aldrei setið á þingi áður en hefur gegnt stöðu aðstoðarmanns innanríkisráðherra síðan í desember 2014. Hún var framkvæmdastjóri þingflokks Sjálfstæðismanna frá því vorið 2013. Hún var jafnframt kosningastjóri Sjálfstæðismanna í Norðvesturkjördæmi fyrir síðustu Alþingiskosningar. Haraldur Benediktsson hefur setið á þingi fyrir Sjálfstæðisflokkinn síðan árið 2013. Fyrir þann tíma starfaði hann sem bóndi og var í tæpan áratug formaður Bændasamtaka Íslands.Einar K. Guðfinnsson gefur ekki kost á sér til endurkjörs.vísir/GvaEinar K. Guðfinnsson, forseti Alþingis, skipaði fyrsta sæti listans fyrir síðustu Alþingiskosningar en hann hefur lýst því yfir að hann muni ekki gefa kost á sér aftur. Hann hefur setið á Alþingi síðan 1991. Á aðalfundinum var samþykkt ályktun þar sem fram kemur að Sjálfstæðismenn í Norðvesturkjördæmi fagni „þeim mikla árangri sem náðst hefur á yfirstandandi kjörtímabili. Bætt lífskjör, lækkandi skuldir heimila og fyrirtækja, lág verðbólga, lítið atvinnuleysi og fjölgun fjölbreytilegra starfa, traust stjórn fjármála ríkisins, lækkandi skuldir hins opinbera, góður viðskiptaafgangur, aukin fjárframlög í mikilvæga málaflokka samfara lækkun skatta, eru til marks um að vel hefur tekist til við stjórn landsins á þessum tíma.“ Þá er Bjarna Benediktssyni fjármálaráðherra og Ólöfu Nordal innanríkisráðherra þakkað sérstaklega í ályktuninni fyrir þeirra störf í þágu þjóðarinnar.
Alþingi Kosningar 2016 X16 Norðvestur Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Starfsfólk skólanna óttist kærur eða alvarleg viðbrögð foreldra Fyrrverandi bæjarstjóri Árborgar tekur við í Grímsnes- og Grafningshreppi Kæra lögð fram vegna grænu skemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent