Þegar fjöll og fossar þurfa rödd – Andri Snær í forsetaembættið Soffía Vagnsdóttir skrifar 6. maí 2016 11:09 „Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Forsetakosningar 2016 Forsetakosningar 2016 Skoðun Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Halldór 22.12.2024 Halldór Baldursson Halldór Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
„Fjöllin hafa vakað í þúsund ár“ – og gott betur. Að veita athygli því sem veitir okkur lífið, náttúrunni sjálfri, er hollt fyrir okkur öll. Ef við ímyndum okkur að náttúran okkar þurfi brátt að mæla og koma til okkar mikilvægum skilaboðum, hver yrðu þau? Íslensk náttúra er eitt allsherjar listaverk, málað í stórkostlegum litbrigðum sem skipta litum eftir árstíðum og veðri. Við þurfum að standa vörð um náttúru og náttúruauðlindir, að muna að við sem nú búum hér og nýtum landið, eigum þeim skyldum að gegna að tryggja að komandi kynslóðir eigi sömu valkosti til búsetu og við og jafnvel betri. Og til þess þurfum við að nýta sköpunarkraftinn og samtakamáttinn sem í okkur býr. Við þurfum að auka samræðu um nýsköpun, finna leiðir til orkusparnaðar, ígrunda kröfur okkar um veraldleg gæði, og huga að endurnýtingu og samnýtingu á ýmsu. Við þurfum að styrkja lýðræðislega hugsun og samræðu þar sem allar hugmyndir og skoðanir fá að hljóma án þess þó að til átaka komi og geta rætt okkur til farsællar niðurstöðu í mikilvægum málum. Andri Snær Magnason býður sig nú fram til embættis forseta Íslands. Hann hefur um langa hríð lagt sitt á vogarskálarnar til að tala fyrir fjöllin og fossana. Hann hefur í ræðu og riti talað fyrir varkárni í nýtinu auðlinda og fremur hvatt til virkjunar hugaraflsins/ímyndunaraflsins til auðlindasköpunar. Það eru ekki mörg ár síðan fáir höfðu trú á ferðamennsku, kvikmyndabransa, tónlistarauðlind eða íslenskum bókmenntum á heimsmarkaði. „Hér verður ekkert annað en fiskur og svo kannski álframleiðsla eða olíuhreinsistöð í fallegum firði“, sögðu menn. Nú hefur annað komið á daginn. Arnaldur og Yrsa seljast út um víða veröld, Baltasar kominn til Hollywood og ferðaþjónusta er orðin stærsta atvinnugreinin þar sem íslensk náttúra er aðal aðdráttaraflið. Andri Snær Magnason hefur líka skrifað frábærar bækur með mikilvægum boðskap fyrir börn sem fræða þau m.a. um umhverfi og náttúru og virðingu fyrir henni. Andri Snær hefur sagt að hann vilji beita embætti forseta Íslands til að tala fyrir þessum mikilvægu þáttum, náttúru, menningu og lýðræði. Það þarf nýja hugsun í alla valdastóla þar sem spilling og hagsmunatengsl heyra sögunni til. Það þarf vettvang við opna samræðu. Andri Snær vill beita sér í embætti forseta af hreinum vilja til að skapa heilbrigðara og lýðræðislegra samfélag þar sem fjölmenning og frjó hugsun fá notið sín. Það er mjög mikilvægt að hann fá til þess góða kosningu. Það er hugsun inn í framtíðina.
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar