Kristján Möller hættir á þingi í haust Birgir Olgeirsson skrifar 7. maí 2016 14:21 Kristján Möller. Vísir/Ernir Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt flokksfélögum sínum í Norðausturkjördæmi að hann muni ekki leita eftir endurkjör í komandi kosningum til Alþingis sem boðaðar eru í haust. Kristján greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í vor eftir vandlega yfirferð með fjölskyldu sinni sem hann segir sína bestu stuðningsmenn og ráðgjafa. Hann tók fyrst sæti á Alþingi sem þingmaður gamla Norðvesturkjördæmis eftir kosningarnar árið 1999 en frá árinu 2003 hefur hann setið sem þingmaður Norðausturkjördæmis eftir að kjördæmaskipan var breytt. Árin hans á þingi eru því orðin 17 talsins en hann segist hafa tekist á við mörg skemmtilegt og spennandi verkefni. Verið formaður nefnda, varaforseti Alþingis, varaformaður og ritari þingflokks ásamt því að gegn embætti ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. „En nú er sem sagt komið að því að taka upp tjaldhælana og láta staðar numið. Ég þakka stuðningsmönnum, kjósendum og samferðafólki á Alþingi fyrir samstarfið og traustið sem mér hefur verið sýnt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi sem starf alþingismanns er. Nokkrir mánuðir eru enn eftir af þinginu og mun ég sem fyrr tala fyrir gildum jafnaðarmanna,“ segir Kristján á Facebook-síðu sinni. Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira
Kristján Möller, þingmaður Samfylkingarinnar, hefur tilkynnt flokksfélögum sínum í Norðausturkjördæmi að hann muni ekki leita eftir endurkjör í komandi kosningum til Alþingis sem boðaðar eru í haust. Kristján greinir frá þessu á Facebook-síðu sinni en þar segist hann hafa tekið þessa ákvörðun í vor eftir vandlega yfirferð með fjölskyldu sinni sem hann segir sína bestu stuðningsmenn og ráðgjafa. Hann tók fyrst sæti á Alþingi sem þingmaður gamla Norðvesturkjördæmis eftir kosningarnar árið 1999 en frá árinu 2003 hefur hann setið sem þingmaður Norðausturkjördæmis eftir að kjördæmaskipan var breytt. Árin hans á þingi eru því orðin 17 talsins en hann segist hafa tekist á við mörg skemmtilegt og spennandi verkefni. Verið formaður nefnda, varaforseti Alþingis, varaformaður og ritari þingflokks ásamt því að gegn embætti ráðherra samgöngu- og sveitarstjórnarmála. „En nú er sem sagt komið að því að taka upp tjaldhælana og láta staðar numið. Ég þakka stuðningsmönnum, kjósendum og samferðafólki á Alþingi fyrir samstarfið og traustið sem mér hefur verið sýnt í þessu skemmtilega og mikilvæga starfi sem starf alþingismanns er. Nokkrir mánuðir eru enn eftir af þinginu og mun ég sem fyrr tala fyrir gildum jafnaðarmanna,“ segir Kristján á Facebook-síðu sinni.
Alþingi Mest lesið Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Innlent Þykir leiðinlegt hvernig fundurinn fór Erlent Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar Innlent Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Innlent Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Innlent Ákvörðuninni líkt við eftirgjöf bandamanna gagnvart Hitler Erlent Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Innlent Fleiri fréttir Vilja nýjan flugvöll á Ísafirði „Þetta eru auðvitað náttúruhamfarir“ Verðlaunabændur vilja norskar kýr til landsins Afnemur handhafalaun vegna forsetavalds Alvotech fær ekki að byggja leikskóla Hringdi út um allt en samt komust ekki allir í tæka tíð Viðbrögð við hagræðingartillögum og stofnun varnarmálanefndar Verksamningur undirritaður um þriðja áfanga Dynjandisheiðar Fimmtíu og fjórir sækja um stöðu þingmanns hjá borginni Helga Rósa nýr formaður Fíh Gera ráð fyrir sparnaði upp á meira en 70 milljarða Blóðug slagsmál tveggja landsfundargesta Ætlar að flýta öryggis- og varnarmálastefnu og stofna nýja nefnd Sýna á spilin með 25 liða aðgerðaáætlun Ætlar að tryggja flug til Ísafjarðar Þorgerður lætur ekki nettröllin hræða sig Bryggjunni í Vogum lokað vegna skemmda Kennarar samþykkja kjarasamning Með fimmtán kíló af grasi í töskunni Úr einu ráðuneyti í annað: Upplýsingafulltrúi verður verkefnastjóri áhersluverkefna Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Bæjarstjóri sleginn yfir ákvörðun Icelandair Voru að meta skemmdir eftir fyrri lægð þegar aldan gleypti þá Sjálfstæðisflokkurinn hafi aldrei verið í verri stöðu Kynntu hagræðingartillögur ríkisstjórnarinnar „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Þung færð fyrir vestan og víðar Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Sjá meira