Kringlugestir spurðir út í tíðindi gærdagsins: „Allt nema Davíð“ Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 9. maí 2016 09:38 Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan. Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Það er enginn vafi á því að framboð Davíðs Oddsonar til forseta Íslands á eftir að hrista vel upp í kosningabaráttunni en hann tilkynnti framboð sitt til forseta Íslands í útvarpsþættinum Sprengisandi í gær. „Fyrir örfáum vikum er ekki víst að nokkurn mann hefði órað fyrir að í kosningabaráttunni næsta sumar myndu takast á meðal annarra sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson og Davíð Oddson, ritstjóri Morgunblaðsins og fyrrverandi Seðlabankastjóri og forsætisráðherra. Það er engu að síður staðan. Hver eru viðbrögð fólks við þessum nýjustu tíðindum. Við fórum og könnuðum viðbrögð almennings,“ sagði Þorbjörn Þórðarson fréttamaður Stöðvar 2 áður en hann tók Kringlugesti tali til að spyrja þá um skoðun á framboðinu. Nokkrir voru jákvæðir í garð framboðsins. „Mér líst vel á það. Nú veit maður loksins hvað maður á að kjósa,“ sagði karlmaður á sjötugsaldri. Hann hló þegar hann var spurður hvern hann myndi kjósa. „Hvað ætla ég að kjósa? Hann Davíð auðvitað.“ Flestir þeirra sem teknir voru tali lýstu þó yfir vonbrigðum sínum með tíðindi gærdagsins. „Mér finnst það bara alveg glatað,“ sagði kona sem sagðist jafnframt ekki geta hugsað sér að kjósa Davíð til forseta. „Hans tími er liðinn.“ Ungur maður sem staddur var í Kringlunni hafði aðeins eitt um framboðið að segja: „Skelfilegt.“ Hann sagðist ekki ætla að kjósa Davíð. „Allt nema Davíð,“ sagði annar ungur maður sem sagðist aldrei myndu kjósa Davíð Oddson. „Ég held að þegar þeir komi þrír saman þá verði Guðni sigurvegarinn, svipað og þegar Vigdís fór inn,“ sagði eldri maður. „Hann getur bara haldið sig hjá Morgunblaðinu,“ sagði maður á þrítugsaldri. Sjá má skoðanir allra Kringlugesta sem teknir voru tali í myndskeiðinu hér að ofan.
Forsetakosningar 2016 Tengdar fréttir Falskri söguskoðun haldið að þjóðinni Sigmundur Davíð sver sig í hefðina. 26. maí 2015 15:11 Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Erlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent Fleiri fréttir Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Mikill meirihluti vill ekki sjá sjókvíaeldi í Seyðisfirði Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi FA klagar Willum Þór til umboðsmanns Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Bílar og byggingariðnaður losar mest í Reykjavík „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Rokk og ról í Rockville holunni frestast fram í janúar Framsókn með þriggja prósenta fylgi í borginni Gist í um tuttugu húsum í Grindavík Njarðvíkuræðin heldur sem stendur og vaxtakjörin útskýrð á mannamáli Útkall vegna reyks við Borgarholtsbraut Ekki þörf enn á að stækka varnargarða við Bláa lónið Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Meirihluti styður verkfallsaðgerðir kennara Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Stöðug virkni í nótt og og litlar breytingar Hótaði heimilismönnum með skærum Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Sjá meira
Óvissan ríkjandi á Twitter eftir framboð Davíðs og tvístíganda Ólafs Ragnars „Er ég ein um að vera pínu sjóveik?“ 8. maí 2016 19:20