Fjármáláætlun stjórnvalda eykur á ójöfnuð að mati fyrrverandi fjármálaráðherra Heimir Már Pétursson skrifar 30. apríl 2016 19:00 Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir. Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira
Fyrrverandi fjármálaráðherra segir að í fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára eigi ekki að nýta bættan hag til að auka jöfnuð í samfélaginu heldur þvert á móti bæta í hann á sumum sviðum. Ekki sé gert ráð fyrir nægjanlegri uppbyggingu innviða sem tengjast ferðaþjónustunni og að reiknað sé með að gengi krónunnar haldist óbreytt næstu fimm árin. Fjármálaáætlun stjórnvalda til næstu fimm ára gerir ráð fyrir tug milljarða útgjöldum til ýmissa stórra og nauðsynlegra verkefna. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra telur þó rétt að menn gangi hægt um gleðinnar dyr og segir að ýmsar forsendur geti breyst. „Svo verðum við alltaf að muna að við erum líka háð ytri aðstæðum eins og olíuverði og þróun viðskiptakjara og viðskiptamörkuðum okkar. En svona horfa spárnar við okkur í dag og það er þess vegna mjög bjart fram undan,“ sagði Bjarni að loknum fundi með fréttamönnum í gær. Oddný G. Harðardóttir fyrrverandi fjármálaráðherra og þingmaður Samfylkingarinnar segir gott að langtíma fjármálaáætlun stjórnvalda sé loks komin fram. „En mér finnst helstu tíðindin vera þau að ekki á að nýta bættan hag ríkissjóðs til að auka jöfnuð í samfélaginu. Heldur mikið frekar viðhalda honum og bæta í hann á sumum sviðum,“ segir Oddný.Hvernig sérðu það út? „Í fyrsta lagi er það auðvitað tekjuskattskerfið sem er óréttlátt með færri skattþrepum. Það kemur sér best fyrir þá sem eru með mest handa á milli,“ svarar hún. Gert sé ráð fyrir að sjúklingar haldi áfram að greiða allt of stóran hlut af heilbrigðisþjónustunni næstu fimm árin og áfram eigi þeir sem eingöngu lifa af bótum Tryggingastofnunar að njóta verri kjara en lægstu launa. „Síðan er áfram gert ráð fyrir fjöldatakmörkunum í framhaldsskólunum og endurskoðun barnabótanna gerir enn ráð fyrir að barnabætur verði einhvers konar fátækrastyrkur. Færist þá enn fjær kerfinu eins og það er á hinum Norðurlöndunum,“ segir Oddný. Hún sakni þess að sjá ekki áætlanir um uppbyggingu hjúkrunarheimila. Aðeins sé talað um þrjú ný hjúkrunarheimili sem reyndar hafi þegar verið ákveðin. Þá sé lítið hugað að stoðum eins og vegakerfinu sem sé að láta undan ágangi ferðamanna. „Þar er aðeins gert ráð fyrir að gistináttagjald hækki úr hundrað kalli upp í þrjú hundruð krónur. Það gerir ekki neitt,“ segir fjármálaráðherrann fyrrverandi. Þá sé ekkert rætt um eina stærstu forsendu fjármálastefnunnar. „Það er nú ein breyta þarna sem skiptir okkur mjög miklu máli sem er gengi krónunnar. Í þessari áætlun til fimm ára er gert ráð fyrir að gengi krónunnar haldist eins og það er núna. Það breytist ekki neitt,“ segir Oddný G. Harðardóttir.
Alþingi Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Innlent Fleiri fréttir Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Sjá meira