Mál horfinna systra skekur Skotland Jón Þór Stefánsson skrifar 15. janúar 2025 11:46 Þríburarnir: Systurnar Eliza og Henrietta og bróðir þeirra Jozsef. Leit að tveimur horfnum systrum, Eliza og Henrietta Huszti, í Aberdeen í Skotlandi hefur engan árangur borið, en ekkert hefur spurst til þeirra í rúma viku. BBC greinir frá því að mál þeirra sé ekki rannsakað sem sakamál og að engin sé grunaður í málinu. Eliza og Henrietta eru 32 ára gamlar og upprunalega frá Ungverjalandi, en þær fluttu til Skotlands fyrir nokkrum árum. Þær eru þríburasystur, en þær eiga líka bróður sem er þriðji þríburinn. Sky News greinir frá því að mál systranna sé í raun alveg jafn dularfullt og þegar það kom á borð lögreglu fyrir viku síðan. Síðast er vitað til ferða systranna um miðja nótt í miklum kulda þann 7. janúar, en þá sást til þeirra í myndefni úr öryggismyndavélum í miðbæ Aberdeen. Ekki er vitað hvers vegna þær voru á ferð. Þær sáust skammt frá ánni Dee, sem á ármynni í Aberdeen, en talið er að hún hafi verið ísilögð í kuldanum. Á meðal kenninga lögreglu um hvað gerðist er að þær hafi endað í ánni. Leit hefur, líkt og áður segir, þó engan árangur borið. Það var leigusali systranna sem gerði lögreglu fyrst viðvart um að þær væru týndar. Fram hefur komið að skömmu áður hafi þær tilkynnt honum að þær ætluðu að segja upp leigunni. Heimildarmaður Sky, vinur systranna, hefur sagt að þær hafi ekki verið sérlega hvatvísar og ólíklegar til að taka óvæntar ákvarðanir. Þær væru duglegar konur sem skiptu sér ekki mikið að öðrum. Þá neyti þær ekki áfengis né vímuefna. „Miðað við allt sem við höfum skoðað hingað til bendir til að þær hafi verið að lifa góðu lífi í Aberdeen - verið í vinnu, verið í sambandi við vini og fjölskyldu á fullkomnlega eðlilegan hátt,“segir Davie Howieson, hjá lögreglunni í Skotlandi, við BBC um systurnar. Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
BBC greinir frá því að mál þeirra sé ekki rannsakað sem sakamál og að engin sé grunaður í málinu. Eliza og Henrietta eru 32 ára gamlar og upprunalega frá Ungverjalandi, en þær fluttu til Skotlands fyrir nokkrum árum. Þær eru þríburasystur, en þær eiga líka bróður sem er þriðji þríburinn. Sky News greinir frá því að mál systranna sé í raun alveg jafn dularfullt og þegar það kom á borð lögreglu fyrir viku síðan. Síðast er vitað til ferða systranna um miðja nótt í miklum kulda þann 7. janúar, en þá sást til þeirra í myndefni úr öryggismyndavélum í miðbæ Aberdeen. Ekki er vitað hvers vegna þær voru á ferð. Þær sáust skammt frá ánni Dee, sem á ármynni í Aberdeen, en talið er að hún hafi verið ísilögð í kuldanum. Á meðal kenninga lögreglu um hvað gerðist er að þær hafi endað í ánni. Leit hefur, líkt og áður segir, þó engan árangur borið. Það var leigusali systranna sem gerði lögreglu fyrst viðvart um að þær væru týndar. Fram hefur komið að skömmu áður hafi þær tilkynnt honum að þær ætluðu að segja upp leigunni. Heimildarmaður Sky, vinur systranna, hefur sagt að þær hafi ekki verið sérlega hvatvísar og ólíklegar til að taka óvæntar ákvarðanir. Þær væru duglegar konur sem skiptu sér ekki mikið að öðrum. Þá neyti þær ekki áfengis né vímuefna. „Miðað við allt sem við höfum skoðað hingað til bendir til að þær hafi verið að lifa góðu lífi í Aberdeen - verið í vinnu, verið í sambandi við vini og fjölskyldu á fullkomnlega eðlilegan hátt,“segir Davie Howieson, hjá lögreglunni í Skotlandi, við BBC um systurnar.
Skotland Bretland Erlend sakamál Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira