Fótbolti

Kemur ekki til greina að selja Neymar

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Neymar fagnar í vetur.
Neymar fagnar í vetur. vísir/getty
Það hefur verið mikið slúðrað um Brasilíumanninn Neymar síðustu vikur og hvort hann sé á förum frá Barcelona.

Eftir því sem Jordi Mestre, stjórnarmaður hjá Barcelona, er lítil innistæða í því slúðri.

Neymar er einn af þeim leikmönnum sem hafa verið harkalega gagnrýndir síðustu vikur en Barcelona hefur aðeins fengið eitt stig af síðustu tólf mögulegum. Liðið er einnig úr leik í Meistaradeildinni.

„Þessi umræða kemur reglulega upp og við kippum okkur lítið upp við hana. Við erum yfir okkur hamingjusamir með Neymar og það kemur ekki til greina að selja hann. Við höfum aldrei hugsað um það,“ sagði Mestre.

Stjórnarmaðurinn segir að Neymar hefði getað fengið betri samning hjá öðrum félögum er hann samdi við Barcelona árið 2013. Hann vildi frekar spila góðan fótbolta með Messi og félögum.

Neymar hefur skorað 81 mark í 135 leikjum með Barcelona.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×